Vera - 01.10.1991, Blaðsíða 26

Vera - 01.10.1991, Blaðsíða 26
HIN HEILAGA FJÖLSKYLDA ekkert á hættu, ekkl einusinni í sambandi við frumburðinn. Einn dag áðuren barnsins var von var Metis á skemmtigöngu í görð- unum nálægt Trítonsvatni í Líbýu. Seifur benti henni að koma til sín. Hún nálgaðist hann bros- andi og átti von á blíðuhótum, en íyrirvaralaust greip Seifur hana og gleypti einsog þorskur gleypir smásíld. Ekkert barn Metisar skyldi lifa til að ógna alveldi hans. Metis var horfin, en í hennar stað kom óþolandi hausverkur. Ekkert hinna hefðbundnu meðala fékk læknað Seif, svo hann sendi Hefetosi smíðaguði hraðboð um að koma strax. „Það er illur andi innaní mér sem verður að leysa,“ sagði hann. Smíðaguðinn greip stóran hamar sem hann hafði meðferðis og rak fleyg inní hauskúpuna á Seifi, svo illi andinn gæti forðað sér útum gatið. En enginn illur andi birtist. í staðinn stökk snotur ung stúlka beint uppúr hviríli Seifs. Hún var ljóshærð með skærblá augu, klædd hertygjum með spjót í hendi. Af útlitinu vissi Seifur að þetta væri dóttir Metisar. ...“ Seifur hélt þvi fram að Metis gæfi honum góð ráð úr maga hans. Þannig tengist kjötát að sögn Adams einnig yiirtöku karla á tungumáli kvenna. Adams riijar upp að í aldanna rás hafa margir feministar verið jurtaætur. Þó að tengsl séu milli grænmetisáts og kvenna þýðir það ekki að jurtafæða sé eingöngu fýrir konur. Adams leggur hins- vegar áherslu á að án feminisma gangi náttúrulækningastefnan ekki upp. Þú ert það sem þú borðar. Mataræði endurspeglar og rennir stoðum undir heimsmynd okkar og pólitík. Nýlega var frumsýnd í Banda- ríkjunum kvikmynd um konur og mat: Eating! „Mjög alvarleg kómedía um konur og mat“. Kvikmyndin íjallar um sam- band þriggja kvenna við mat og hvernig það varpar ljósi á sjálfs- mynd þeirra og umhverfið sem þær búa í. Þrjátíu og átta konur eru samankomnar til að fagna afmæli einnar, en aðeins örfáar snerta á afmæliskökunni sem þær borða þá í laumi t.d. inni á baðhergi. Þær eru helteknar af útliti sínu - einkum annmörkum á þvi. Þær ræða um andlitslyftingu, karl- menn, megrun, framavonir, snyrtivörur og mat. Afmælis- barnið hreiðrar um sig uppi í sófa, treður í sig muffins og segist mega borða hvað sem er þar sem það sé afmælið hennar. „Síðast þegar ég borðaði sykur borðaði ég hann viðstöðulaust í fimm daga“ viður- kennir ein konan. Tónskáldum er líkt við mat og Vivaldi þykir vera eins og ávaxtasalat. Ein segist vera svo til hætt að borða og búin að koma sér upp öðrum áhuga- málum, eins og karlmönnum, skartgripum og fötum. Ein segist í raun vera að leita að karlmanni sem geti gert hana jafn æsta og bökuð kartafla. Sú setning er í hnotskurn það sem myndin er um: Sambandið milli kynlífs, ástar, girndar og sjálfskapaðs hungurs. RV Teikningar: Ásgeröur Helgadóttir Sigurborg Stefánsdóttir ís - ís - ís - ís - ís - ís - ís Uhm.... ég elska ís. Þaö besta sem ég veit, þegar ís ber á góma, er aö koma viö í ísbúö og fá mér súkkulaðiís (fyrir fulloröna) meö súkkulaðihrísi. Það nœstbesta er að búa til ísinn sjálf. Og ég er aö veröa snillingur í ís-gerö, þó ég segi sjálf frá. Mín reynsla er sú aö það skipti mestu máli aö hata nógan tíma og helst aö búa til ísinn deginum áöur. Og gera ekki eins og dönsk vin- kona mín lék sér að hér um áriö. Húm keypti einn líter af vanilluís úti í sjoppu, lét hann bráöna, bœtti síöan nokkrum súkkulaöibitum út í, skellti í form og setti svo ísinn í frysti. Og „vœrságúd", allir lofsöm- uöu „heimatilbúna" ísinn. En slíkt er auövitaö svindl, aö mati okkar sem elskum „ekta" ís. RJÓMAÍS MEÐ SÚKKULAÐIOGHNETUM (fyrir 8 manns) 4 eggjarauður 4 msk. sykur 1 msk vanillusykur 1/2 1. rjómi 50 gr. hakkað suðusúkkulaði 50 gr. hakkaðar herslihnetur 100 gr. brætt súkkulaði (til að skreyta með). Stífþeyttu eggjahviturnar og bættu svo sykri og vanillusykri út í og hrærðu vel. Þeyttu rjóm- ann og blandaðu við eggja- massann. Settu síðan biytjaða súkkulaðið og hneturnar út í og settu allt í form sem hægt er að loka vel t.d. með álpappír. Frystu. Eftir nokkrar klukkustund- ir (4-8) skaltu setja formið í heitt vatn í smástund til að ná ísnum úr forminu. 20 mín áður en ísinn er borinn fram er hann tekinn út úr frystinum. Að lokum er bræddu súkkulaði hellt yfir. Mjög gott að bera fram með nýjum ávöxtum. GÓÐUR KÖKUB0TN UNDIRÍS Þessi uppskrift er fljótleg og einföld og hentar vel fyrir hvaða ís sem er. 3 dl. haframjöl 1 dl. púðursykur 100 gr brætt smjörlíkl Bakað í formi í 10-15 mín. við 200 gráður. GG 26

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.