Vera - 01.10.1991, Blaðsíða 15

Vera - 01.10.1991, Blaðsíða 15
SKAPANDI KONUR sviðinu en hann þekkir hana ekki - er ekki tilbúinn - ílýr hana, sjálfan sig. Samskipti hans við hnappasmiðinn, þann magra og Dofrann (sem nú birtist aftur) leiða í ljós að hann reynir enn að sleppa undan sjálfum sér, grípur til lyginnar en allt kemur fyrir ekki. Þeir þrengja að honum, leiða honum fyrir sjónir að hann sé „enginn". Sem hálfur maður hafi hann alla tíð verið hálívolgur, hvorki góður né vondur, hvorki tækur í himnaríki né helvíU heldur eigi hann að eyðast. í okkar uppfeerslu voru far- þeginn, hnappasmiðurinn og sá magri leiknir af konum. Pétur svíkur allar konur í lifi sínu; brúðina sem hann rændi, þá grænklæddu, móður sína á dauðastundinni og síðast en ekki síst Sólveigu sem hann yfirgaf. Þar með sveik hann sjálfan sig - konuna í sjálfum sér - kjarnann - og þvi fannst okkur eðlilegt að samviska hans eða efasemdir sæktu að honum í líki kvenna. Þær beina honum á rétta braut, auðveida honum leitina að sjálfum sér. Hann verst fimlega lengi vel. grípur til sjálfslyginnar, en þar kemur að hann er kominn út í horn, viðurkennir sig sigr- aðan, ómerkan, einskisverðan. Hann, sem alltaf hefur verið að búa sér til grafskriftir - líkt og keisarar - ýmist sem keisari al- heims, mannanna eða bara dýr- anna, íinnur nú loks til auðmýktar og biður allt sem lifir fyrirgefningar: Indæla jörð, þú mátt ekki reiðast, til einskis hef ég traðkað þín blóm. Guðlega sól, þú lést geislana eyðast gagnslaust á húsin mín, þau voru tóm. Og hann semur nú grafskrift- ina: „Hér liggur „enginn" grafinn." Þá birtist Sólveig aftur og nú loks þekkir hann hana, getur gengið til hennar og viðurkennt þennan hluta sjálfs sín: Beygðu hjá, kvað Beygur. Nei, beint þetta sinn. Ég beygi ekki hjá hvað þröngt sem er inn. Hann spyr Sólveigu sem nú er orðin gömul kona (feikin af leikkonunni sem lék Ásu móður hans - Sólveig og Ása orðnar eitt?) hvort Pétur Gautur sé til og ef svo í lýsingu Ibsens eru karlmenn villuráf- andi og veiklund- aöir í hégómleik sínum og sókn eftir vindi, þar sem allt skal undan láta. Pétur svíkur allar konur í lífi sínu og þar meö sjálfan sig - konuna í sjálfum sér - kjarnann - og því fannst okkkur eölilegt aö samviska hans eöa efasemdir sœktu aö honum í líki kvenna. Þœr beina honum á rétta braut, auö- velda honum leitina aö sjálfum sér. sé, þá hvar. Hún svarar að svo sé, hún hafi geymt hann með sér. Lítinn óþroskaðan dreng, líkt og ófullburða fóstur, er okkar túlkun á orðum hennar. Drengurinn - þeir eiginleikar Péturs sem Sólveig geymdi með sér sem gátu því aðeins náð að þroskast að Pétur Gautur drepi hann úr dróma. Pétur vill ekki trúa - segir að hún eigi þennan dreng sjálf. Sólveig segist að sönnu vera móðir hans „en hver er faðir hans?“ spyr hún Pétur. Pétur skilur loks og getur nú horfið til Sólveigar - í fang hennar - til þess hluta sjálfs sín sem hann yfirgaf en hún geymdi - hann getur hvílst: Móðir mín, konan mín, barnslega bjarta, byrgðu mig, feldu mig inni við hjarta. Er hann þá hólpinn - frels- aður? Þannig er endirinn oft túlkaður og þar með er Sólveig gefum til kynna á myndrænan hátt. Pétur Gautur yngri birtist á sviðinu og Sólveig ung. Hann gengur upp eggina (hina hálu og hættulegu lífsbraut) til hennar. Pétur Gautur eldri og eldri Sólveig/Ása - sú sem gaf honum kjarnann og sú Sólveig sem geymdi hann - horfa á eftir þeim. Þær horfa á það sem hefði getað orðið hefði Pétur ekki beygt hjá ungur - þegar þessi leið var honum fær - og sú grænklædda birtist á sviðinu með afsprengið. Sólveig syngur vögguvisu, þar sem hún segist munu vaka yflr honunv, vagga honum. Eldri Pétur Gautur hvilir í skauti konunnar sem hann sjálfur ávarpar „móðir min, konan mín", ungi Gautur í skauti ungu Sólveigar og af- sprengið í skauti þeirrar græn- klæddu. Allir hverfa þeir nú til uppruna síns, kjarna síns. Sköp- unarinnar sem er kjarni alls sem er. Pétur Gautur, gamall maður, kominn að leiðarlokum, hefur nú orðin nokkurs konar María mey. Það er hinn kristni endir. En við litum svo á að Pétur væri einungis staddur á þröskuldi sjálfs sín, hann hefur opnað dyrnar að sjálfum sér, komist til Sólveigar, en hvort hann gengur inn, því látum við - og Ibsen - ósvarað. Og við Sigurjón spinnum nú endi sem er eðlileg niðurstaða og í fullkomnu samræmi við okkar „feminíska" skilning á Pétri Gaut. Við bætum þó engum texta við en loks viðurkennt „báða eiginleika sína“, hann á möguleika á að verða heill. Hlaupinu er lokið, (Pétur Gautur er svo sannarlega ekki eini þátttakandinn í því!) en hvað verður veit enginn og hnappasmiðurinn á siðasta orðið: Við síðustu gatnamót sjáumst við Pétur, þá sést hvernig gengur, verr eða betur. HÓ Ljósmyndir Grímur Bjarnarson 15

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.