Vera - 01.10.1991, Blaðsíða 13

Vera - 01.10.1991, Blaðsíða 13
SKAPANDI KONUR þegar allt kemur til alls, bara raunverulegir húmanistar!) Það er ekki mín uppfinning að Ibsen sé mjög hallur undir þá skoðun að konur séu í raun „hið sterkara kyn“. Þeirri skoðun lýsir hann sjálfur og kemur enda víða fram í verkum hans. í lýsingu hans eru karlmenn villuráfandi og veiklundaðir í hégómleik sín- um og sókn eftir vindi. þar sem allt skal undan láta. Oftar en ekki leggja þeir allt í rúst í kringum sig - eigið líf og annarra - í nafni hugsjóna og/eða frama. Konurnar í verkurn hans eru siferðilega miklu sterkari en karl menn, þær eru „idealið". Vissu- lega oft aðgerðalitlir þolendur í „þjóðfélagslegum íjötrum“ en eru þó oft það sem allt veltur á og halda öllu saman, eins og Gina í Villiöndinni með „Brand" og „Pétur Gaut“ á hvora hlið og Ása í Pétri Gaut. En Ása er samt ekkert „ideal". Hún er ólíkindatól, skap- bráð, hrifnæm, ósamkvæm sjálfri sér i uppeldi drengsins. Er ýmist hlý og ástrík eða reið og refsandi, hefur hann upp til skýjanna í öðru orðinu, fomælir honum í hinu. En - hún er sá aðilinn sem verndar Pétur, elur hann upp og baslar áfram með hann eftir að faðirinn er horfinn af sjónar- sviðinu. Hann var drykkjumaður, stórlátt glæsimenni sem sóaði ættarauðnum við glaum og gleði.“ Þórhildur bætir þvi hér við að Pétur Gautur væri áhugavert við- fangsefni íyrir sál- og félagsfræð- Lífsskoöun setur maöur ekkert til hliöar þegar maöur ferívinnuna. Endirinn kom eins og af sjálfu sér, varö til á nokkrum mínútum og kom meira aö segja mér á óvart! Þaö skyldi þó aldrei vera aö þeir karlmenn sem manni finnst að skilji konur og geti skilgreint út frá feminísku sjónarhorni séu, þegar allt kemur til alls, bara raunveru- legir húmanistar! inga út frá þeim sjónarhóli hvaða árif það hefur á eiginkonu og börn að búa við alkóhólisma. „Ása ilýr á vit ævintýranna - lyginnar - með drenginn" heldur Þórhildur áfram, „það er hennar leið út: „Einn huggast við brenni- vín, annar með lygum" segir í leikritinu. Og ennfremur: „Við átt- um okkur nú ævintýr". Með raun- veruleikaflóttanum og ævintýr- unum (lyginni) opnar hún Pétri möguleikann á að sleppa burt frá þvi smáa og hversdagslega og kveikir í honum skáldneistann. Pétur nýtir skáldneistann til draumóra og byggir skýjaborgir - sér sjálfan sig sem keisara - og seinna til að „kjafta sig“ í gegnum lífið, en jafnframt er í æsku lagður grunnur að lífsflótta hans - flótt- anum frá sjálfum sér. Þegar Pétur Gautur kemur til brúðkaups Ingrid, stúlkunnar sem hann hefur látið sig dreyma um að hann fengi, er hann hafður að háði og spotti og nú reynir á hvernig hann bregst við. Sólveig birtist í fyrsta sinn. Margar konur líta Sólveigu hornauga. Segja hana dæmigerða kvenmynd, eins og karlmenn vilji sjá hana. Hún sé aðgerðalaus, þolandi, hreinlynd, lórnfús og blíð, þ.e. María mey. En það fer eftir því hvernig á hana er litið. Ég hneigðist meira og meira að því eftir því sem á leið og varð æ sáttari við þann skilning að Sólveig og Pétur væru sama persónan. Sólveig fulltrúi þeirra eiginleika sem Pétri eru áskapaðir en ræktar ekki - kjarni Péturs. Pétur þorir ekki að horfast í augu við þessa hlið sjálfs sín - hina feminísku? - afneitar henni, ræðst á hana og leggur síðan á llótta. Sólveig, verandi hluti af Pétri, getur ekkert gert. Hún er drepin í dróma - hann afneitar kjarna sínum - enginn getur vakið hann til lífs, þroskað hann, nema Pétur sjálfur. Sólveig getur ekkert gert nema beðið, jíess vegna allt sitt líf, eða réttara sagt allt Péturs líf. Flótti hans úr brúðkaupinu - frá Sólveigu - er þvi flótti hans frá sjálfum sér. Leið hans niður mannlífsbrekkuna er hröð. Hann rænir brúðinni, flekar hana og rekur hana síðan frá sér, svallar með þremur selstúlkum (þrjár stuttar en harmsögulegar kven- lýsingar, allar útlægar úr mann- legu samfélagi vegna kynferðis- mála með tilheyrandi afleiðingum, falleruð kona ogyflrgefln, siíjaspell 13

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.