Vera - 01.10.1991, Blaðsíða 16

Vera - 01.10.1991, Blaðsíða 16
SKAPANDI KONUR SYSTIR „Dœtur Evu" heitir bók eftir finnska rithöfundinn og sagn- frœðinginn Kaari Utrio. Þetta er saga kvenna, barna og fjölskyldu. í kaflanum„Systir Shakespeares" skrifar hún um skapandi konur. Kaflinn byrjar ö frösögn um enska rithöf- undinn Öphru Behn, sem sagt er frö í nóvember Veru 1990. En við grípum niður í bók Kaari Utrio þar sem kaflanum um Öphru Behn lýkur: í rás sögunnar hefur ýmist verið litið á konuna sem fyrirsætu eða neytanda á sviði menningar og lista. Hvort sem konan var fyrirsæta eða list- njótandi var litið á hana sem hlut en ekki þátttakanda í sköpuninni. Skoðun þessi féll að sjónarmiðum karlveldisins sem áleit karlmanninn ger- anda en konuna óvirkan þiggjanda. Þó voru til skapandi konur. Það var konum þungur róður að þroska sköpunargáfu sína og því eru þær sjaldséðir gestir á spjöldum listasögunnar. Þó er þeirra víðar getið en halda mætti við fyrstu sýn. Listir kvenna eru frábrugðnar list- um karla. Þar eð list hefur ætíð verið dæmd eftir leik- reglum karla hefur list kvenna ekki náð viðurkenningu. Út- saumur, prjón, leðursmíði, blómaskreytingar: List kvenna er nytjalist sem slitnar við daglegt brúk en varðveitir ekki gildi sitt eins og málverk á vegg. Að auki ber hún önnur nöfn. Hið risavaxna útsaums- verk í Bayeux sem saumað er af konum og lýsir orustunni við Hastings, er einungis veggteppi. Jafnaldra tréskurð- ur og málverk í kirkjum frá 12. öld er sýna guðsmóður kallast hins vegar Hstaverk. Sú er saumaði í veggteppið og sá sem málaði rómanska guðsmóður gerðu engan greinarmun á list og handiðn. Guðsmóðir var máluð eða skorin út á verkstæði undir leiðsögn meistara. Hún var pöntuð af kaupandanum. Form hennar laut ströngum reglum. Frá þeim sjónarhóli var guðsmóðirin minna lista- verk en orustan á Bayeux teppinu þar sem óheft sköpunargleðin réð ferðinni. Bæði þessi verk áttu það sameiginlegt að þau spruttu úr samvinnu. Það var fyrst á tímum endurreisnar, frá þvi í fornöld, að listamaðurinn kom fram sem einstaklingur. Mið- aldalistin var hóplist, unnin í samvinnu. Á kirkjulistarverkstæðum miðalda voru stúlkur einnig nemar. Konur gátu jafnvel orðið meistarar. Fram á síðari hluta miðalda gátu konur náð hæstu gráðu i iðnum. Þvi vitum við ekki hvort líkneski guðsmóður er gert af karla- eða kvenna höndum enda skiptir það litlu máli. Af gömlum vana gerum við einfaldlega ráð fyrir því að listamaðurinn sé karlmaður. í nunnuklaustrum áttu konur þess bestan kost að sinna vísindum og listum. Á hámiðöldum voru steinhlaðin klaustrin þungamiðja í trúar- legum og pólitískum efnum. En klaustrin voru einnig vígi vísinda og lista. Gáfaðar nunnur nutu forréttinda menntunar enda öfluðu þær klaustrinu viðurkenningar og umtals. Meðal slíkra nunna má nefna rithöfundinn Hros- witha frá Gandersheim, abba- dísina og tónskáldið Hilde- garde frá Birgen og abbadísina Herrade frá Hohenburg, sem var höfundur alfræðibókar. Við lok miðalda má segja að möguleikar kvenna á sviði visinda og lista hafi að engu orðið. Reglur meinuðu stúlk- um aðgang að verkstæðum málaranna, háskólar er nú tóku að rísa voru konum lok- A K A R aðir og nunnuklaustrin, síð- asta griðland kvennamenn- ingar, grotnuðu niður í fátækt. Við þetta bættist að endur- reisnin leit á listamanninn sem einstakling. Það þótti ósæmandi að listamaðurinn væri kona því verksviði kon- unnar var þá þegar markaður bás á heimilinu. Það má þakka fjölskyldun- um að sumar konur áttu þess ennþá kost að lifa af listinni. Flestar listakonur á endur- reisnartímabilinu og fýrri hluta nýaldar komu frá heimilum þar sem faðirinn var málari eða bókagerðarmaður eða lét sér á annan hátt annt um listir. Dætur frá slíkum heimilum áttu þess kost að komast i listnám. Gott dæmi um þetta er fjölskyldan Anguisciola í Cremona á f6. öld. Herra Amilcare og frú Bianca gáfu dætrum sínum sex gott upp- eldi. Dæturnar voru í læri hjá bestu fáanlegu kennurum. Allar dæturnar urðu góðir málarar en Europa, Minerva og Lucia dóu ungar. Anna, Elena og Sofonisba máluðu portrett og myndir úr fjöl- skyldulifinu. Sofonisba hlaut alþjóða viðurkenningu sem listamaður. „Það er merkilegt að kon- um hefur ætíð tekist að öðlast frægð á þeim sviðum þar sem þær hafa haslað sér völl, og er sú staðreynd studd ótal dæm- um“, segir Giorgio Vasari þegar hann í einu af ritum sínum um æfir listamanna fjallar um listakonuna Properziu dei Rossi. Hann bendir á að vegna samstöðu karlmanna í greininni hafl hún verið illa launuð.„Er það ekki merkilegt að konurnar, sem ala af sér lifandi menn, skuli einnig geta málað þá!“ sagði Vasari í kaflanum um Sofonisbu Anguisciolu. Margar listakonur komust til hárra meta á ferli sínum og gátu lifað af listinni. Fáeinum tókst að skipuleggja líf sitt jafn vel og karlkyns listamönnum: Málarinn málaði en makinn sá um sölu á verkunum. Konungsfjölskyldur og furstar pöntuðu málverk af sér hjá þekktum listamönnum svo sem Rosölbu Carriera, Ange- 16

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.