Vera - 01.10.1991, Blaðsíða 17

Vera - 01.10.1991, Blaðsíða 17
SKAPANDI KONUR Samband nómsmanna og listamanna og óstkvenna þeirra er sveipað œvintýraljóma í bókmenntum og listum. liku Kauffmann og Elisabethu Vigér-Lebrun en þær nutu mestrar viðurkenningar og bar mest á þeim. Nokkur hópur kvenna málaði án aíláts andlitsmyndir, blóm og kyrra- lífsmyndir. Konur þessar voru óþekktar og máluðu í kyrrþey fyrir smánarlaun. Konum var ekki leyft að stunda iðnir, en ekki var litið á svona málun sem iðn heldur sem tóm- stundagaman sem gæti diýgt tekjurnar. Á átjándu öld var myndlist og tónlist nauðsynlegur þáttur í menntun ungmeyja. Helst áttu þær að mála litlar vatns- litamyndir og leika á píanó eða hörpu. Tónlistin var mikil- vægur þáttur í lííinu. Á mál- verkum af hamingjusömum fjölskyldum þessa tíma er undantekningalítið að finna hljóðfæri og oft sýna þau heim- iliskonsert. Dömunum hæfði þó ekki að leika á hvaða hljóðfæri sem er. Tromma og trompet þóttu ókvenleg hljóð- færi. Á nítjándu öld hófst sigur- ganga óperusöngkvenna. Hinar dáðu listakonur flengdust um lönd og álfur og rökuðu saman peningum. Mörgum konum urðu þær ímyndir óraunhæfs draums: Kona sem hafði öðlast frelsi til að lifa lífinu að eigin geðþótta vegna eigin verðleika. En líf farandlistamannanna var erfitt og þreytandi og mörgum reyndist það leiðigjarnt ílakk án heimilis. Margar söngkonur enduðu sem andleg og líkamleg reköld. Einleikararnir voru mikil- hæíir atvinnulistamenn. Kven- menn í þeirra flokki áttu þess þó engan kost að starfa i atvinnumannahljómsveitum við hlið karlmanna. Það varð uppi fótur og fit í upphafi þessarar aldar er tilraunir þeirra í þá veru tóku að bera ávöxt. „Hin ómótstæðilega kona vekur ætíð aðdáun, nema þeg- ar hún leikur í hljómsveit. Þar á hún alls ekki heima, og það er staðreynd sem hverjum hljóm- sveitarstjóra verður ljós er hann hefur lent í deilum við þær og orðið vitni að hinu kvenlega ósætti“ skrifaði hljóm- sveitarstjóri nokkur. Og stjórnandi við Óperuna í París var þeirrar skoðunar að konur stæðu sig vel við tónleikahald en annað væri uppi á teningn- um í leikhúsunum. „Við krelj- umst þess að tónlistamenn okkar vinni íjóra tíma á dag, frá átta að kveldi til miðnættis og við krefjumst þess að mætt sé á hverja æfingu. Það er meira en konur ráða við.“ Við þetta bættust þau vandamál er hlut- ust af samstarfi ungra tón- listamanna af gagnstæðu kyni. í upphafi nýaldar var konan vandlega lokuð inni á heimil- inu. Þó voru einstaka konur, sem í krafti hæfileika sinna og með stuðningi íjölskyldunnar auðnaðist að ná frama í visindum. Litlar heimildir eru til um vísindaáhuga kvenna. Sumar konur reyndu að fela vísindaáhuga sinn af ótta við háð og spott. Og það var ekki að ástæðulausu: Þegar það spurð- ist út að kona nokkur af aðals- stétt stundaði rannsóknir í stjarnfræði ortu skáldin háð- vísur um drósina er vakti næturlangt, starandi í stjörn- urnar, en slíkt var merki um geðveiki er rændi hana fegurð. „Fátt þykir fyrirlitlegra og hlægilegra en menntuð kona," er haft eftir hefðarmeynni Maiy Wortley Montagu, einni mennt- uðustu konu 18. aldar. „Það er óþaríi að fela lesti sína lengur, það eina sem konur skammast sín fyrir er menntun" var sagt í Frakklandi. Lærðir karlmenn hæddu menntaðar konur af losta- blandinni ánægju. „Fáar konur eru nokkurs virði þegar fegurð þeirra hefur fölnað" er haft eftir frægu gáfnaljósi. Annar karl- maður ráðlagði lærðum döm- um að heimsækja hóruhús til að komast að hinu sanna um eðli hlutanna, svo að þær gætu alltént vaíið upp bækurnar og notað þær sem gervilim ef á þyrfti að halda. Gáfur kvenna og menntun nutu einungis aðdáunar ann- arra kvenna. Konur treystu milli sín vináttubönd. Þær gagnrýndu skrif hver annarrar, veltu sameiginlega fyrir sér gátum visindanna og studdu hver aðra ef erfiðleikar steðj- uðu að. Snemma lærðist þeim að karlmönnunum var ekki treystandi og að ekki var hægt að snúa sér til þeirra í nauðum. Sumar áttu þó feður er studdu þær en þannig var til dæmis farið um „Minervu frá Hollandi," Önnu Maríu von Schurmann en stjarnfræðing- urinn Caroline Herschel naut hins vegar stuðnings bróður síns. Öðrum konum tókst að samræma heimilislífið og starfið og eru stærðfræðing- arnir Laur Bassi og Mary Somerville dæmi um það. Mary Somerville og Caroline Herschel urðu fyrstu meðlimir Konunglega félagsskaparins á Engfandi. Um svipað leyti og þær unnu að rannsóknum sínum - Caroline Herschel fann meðal annars 5 nýjar hala- stjörnur á himinhvolfinu - seldist upp hver prentunin af annarri af bókinni „Hin sanna skylda konunnar": „Reyndu ekki að öðlast þekkingu á þvi sem þér sæmir ekki að vita. Þú skalt ekki sækjast eftir for- boðinni þekkingu; þvi sú kona er hamingjusamari sem lítið Heima hjá kvenrithöfundinum rekur allt á reiðanum. 17

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.