Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1998, Síða 62

Læknablaðið - 15.12.1998, Síða 62
962 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 gæðaþróun í öllum þeim hóp- um sem hún þarf að ná til? „Helsti vandinn þar er ótt- inn við breytingar og það er ekki bundið við ísland. Við komum upp ákveðnu vinnu- lagi og flestir eru samvisku- samir og vilja vinna vel. En stundum temjum við okkur slænr vinnubrögð án þess að við gerum okkur grein fyrir því og enginn bendir okkur á það. Stundum gerum við okk- ur grein fyrir því en okkur stendur ógn af því að láta benda okkur á það. Þess vegna er svo mikilvægt að haga þessu ferli þannig að ekki sé verið að leita að sökudólgunr heldur séum við öll að reyna að bæta okkur. Auðvitað þýðir þetta ekki að litið sé framhjá frávikum, á þeim þarf augljóslega að taka. En lausnin á vandanum má ekki alltaf vera eingöngu fólg- in í því að hreinsa út skemmdu eplin. Þar sem slíkt er gert að aðalatriði hefur það alltaf vakið upp mikla and- spyrnu. Það má nefna Banda- ríkjamenn sem dæmi en þeir komu sér snemma upp víð- tæku og feikilega dýru eftir- litskerfi í heilbrigðisþjónustu sem hafði fyrst og fremst það hlutverk að finna sökudólga og henda þeim út. Staðreyndin er sú að það er í mannlegu eðli að reyna að breiða yfir mistök sín. En mis- tök eru á sinn hátt fjársjóður því af þeim má mikið læra þótt vissulega viljum við ekki að mistökin leiði til örkumla eða dauða. Öll gerum við mis- tök en við lærum af þeim og gerum þau ekki aftur.“ Gæðastarfíð skilar árangri - Nú er oft talað um að í heilbrigðiskerfinu, ekki síst á sjúkrahúsum, séu háir múrar á milli fagstétta sem eigi í inn- byrðis valdabaráttu. Sé eitt- hvað hæft í þessu þá er þetta tæplega góður vettvangur fyrir samstarf að gæðamálum. „Nei, það getur vissulega verið erfitt. Læknar hafa í tím- ans rás haft dálitla tilhneig- ingu til að setja sig á stall í þessu kerfi. Þeir búa vitaskuld yfir mikilli sérþekkingu á viss- um sviðum og þess vegna hef- ur mér stundum fundist að læknar telji sig yfir það hafna að vinna að gæðamálum. Sum- ir segja sem svo að þeir séu alltaf að vinna gæðavinnu og að það sé svo stíft eftirlits- kerfi, þótt óbeint sé, í kringum okkur að við kæmumst aldrei upp með slæm vinnubrögð. En það er orðið mjög tlókið mál að sinna sjúklingi, til dæm- is á hátæknisjúkrahúsi. Það eru ekki bara læknar senr koma þar við sögu heldur fjölmargir aðrir, tæknifólk og umönnun- arstéttir. Það verður ekki hjá því komist að þessar stéttir ræði saman. Og þótt það sé á vissan hátt ógnandi að ræða málin þvert á faglegu landa- mærin þá er það reynsla allra sem slíkt hafa gert að það ber árangur." - Þá er komið að því hvern- ig hægt er að meta árangurinn af gæðastarfinu. „Já, það er stundum sagt að árangursmat í gæðastarfi séu svo mjúk sannindi að á þeim sé ekki hægt að byggja. Þetta snýst um aukna lífslengd, lífs- gæði og vellíðan sjúklinga sem erfitt er að mæla. Það hafa verið gerðar þjónustu- kannanir þar sem sjúklingar eru spurðir hvað þeim finnist um þjónustuna og útkoman úr þeim hefur undantekningalítið verið jákvæð. En þær svara í sjálfu sér ekki þeirri spurn- ingu hvort það sé gæðastarf- inu að þakka því það er svo margt sem hefur áhrif á þjón- ustuna. Það er hins vegar mín til- finning að gæðastarf FIH hafi skilað árangri. Ég hef ferðast vítt og breitt um landið og hitt heilsugæslulækna að máli sem eru langflestir sammála um að svo sé. Sérstaklega hafa þeir nefnt að staðallinn sem við gáfum út 1986 og aftur 1993 hafi skilað sér í bættum vinnu- brögðum. Það er farið eftir honum og hann hefur gefið góða raun.“ Eftirlitið er sameiginlegt verkefni - Þú minntist á eftirlit með heilbrigðisþjónustu, hverjir eiga að hafa það með hönd- um? Er til dæmis eðlilegt að læknar líti eftir sjálfum sér? Eða væri kannski hugsanlega að gera eins og nú er gert með samræmdu prófin að gefa læknum og heilbrigðisstofn- unum einkunnir og birta þær opinberlega? „Ég held að það sé afskap- lega erfitt að taka upp svona einkunnakerfi. Við verðum að hafa það í huga að þegar læknar eru að meðhöndla sjúklinga þá eru þeir að fást við einstaklinga sem eru hver nreð sínum hætti og enginn eins. Það hafa verið búnir til staðlar fyrir meðferð fjöl- nrargra sjúkdóma en það þarf æði oft að víkja frá þeim og laga meðferðina að einstak- lingnum. I þessu ferli er afar mikilvægt að hlusta á sjúk- linginn og taka mark á kvört- unum hans en láta ekki staðal- inn stjórna sér. Það er hins vegar mjög nauðsynlegt að hafa leiðbein-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.