Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Page 49

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Page 49
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 22 47 Stofa 201, þriðjudagur 8. desember Lífeðlis- og lífefnafræði Fundarstjóri: Jón Ó. Skarphéðinsson E-64 Stefán B. Sigurösson 10.45-11.00 E-65 Kristín Magnúsdóttir 11.00-11.15 E-66 Hörður Filippusson 11.15-11.30 E-67 Logi Jónsson 11.30-11.45 E-68 Þórarinn Ólafsson 11.45-12.00 64 RANNSÓKNIR Á SLÉTTUM VÖÐVUM í BERKJUM LUNGNA MEÐ TILLITI TIL ASTMA. Slefán B. Sicurðsson. Hilmar Björgvinsson, Þorsteinn Sv. Stefánsson og Bjami Torfason. Lífeðlisfræði, Læknagarði, H.I. og Landspítalinn Hluti þeirri alvarlegu lungnasjúkdóma sem hrjá okkur stafa af þrengingum öndunarvega sem gera öndun mun erfiðari. Almennt er álitið að þessar þrengingar byrji með samdrætti t' sléttum vöðvum í barka og berkjum, en síðar komi fram bólga og aukin slímmyndun sem gæti viðhaldið þrengingunni, þótt samdrátturinn hætti. Mikið af þeirri þekkingu sem við höfum nú á uppbyggingu og starfsemi öndunarvega kemur frá rannsóknum á sléttum vöðvum í barka (tracheal smooth muscle). Barkinn hefur verið notaður í stað berkja vegna þess hve erfitt er að ná berkjum óskemmdum úr lungnavefnum. Þau dýr (marsvín, rottur, hundar) sem hingað til hafa verið notuð til þessara tilrauna hafa smágerð lungu. Menn ákváðu því að barki og hinir sléttu vöðvar hans væru fullgildir fulltrúar fyrir berkjur og gæfu nægilega góða mynd af starfsemi þeirra. Nú er vitað að ofnæmisviðbrögð í lungum eins og þau sem koma fram í upphafi astmakasts stafa af þrengingum f miðlægum berkjum. Þvf þróuðum við aðferð til að nota þessar berkjur og fundum að mikill munur getur verið á viðbrögðum þeirra og barkans. Fyrsti hluti þessara rannsókna fór fram erlendis með hunda sem módel. Hér á landi höfum við notað svínalungu og geftst vel. Síðastliðin tvö ár hefur rannsóknarstofan í samvinnu við Landsspítalann unnið með mannlungu. Lungu þessi eru fengin úr skurðaðgerðum við lungnakrabbameini þar sem fjarlægja þarf annað lungað. Þá höfum við notað heilbrigðasta hlutann til rannsókna. Tekist hefur að þróa aðferð til að ná berkjunum úr lungnavefnum, fjarlægja brjósk og bandvef þannig að eftir er einungis sléttur vöðvi með tilheyrandi band- og taugavef ásamt epitheli, sem þó er einnig hægt að fjarlægja. Þessi vöðvasýni starfa mjög vel, svara rafertingu með samdrætti og svara lyfjum og boðefnum eins og ætla mátti út frá niðurstöðum frá tilraunadýrum. Niðurstöður sýna að ( samdráttarsvöruninni er slökunarþáttur, þ.e. að við rafertingu losna ekki einungis örvandi efni úr frumum (taugaendum), heldur einnig efni sem verka slakandi. Okkur hefur einnig tekist að sýna fram á að slökuninni er ekki miðlað af B-viðlökum eins og ætla mætti, þar sem ekki er hægt að koma í veg fyrir slökunina með viðurkenndum B- blokkerum. Unnið er að frekari rannsóknum til að finna hvaða cfni er um að ræða. Auk þessa hafa rannsóknir okkar sýnt að þessar sléttu vöðvafrumur eru algjörlega háðar kalsíum í ytra umhverfi til að geta dregist saman. Niðurstöður þessara rannsókna gætu skipt máli varðandi meðhöndlun astma og skyldra sjúkdóma þar sem samdráttur í berkjum er talinn byrjunareinkenni sjúkdómsins. Styrkt af Rannsóknarsjóði H.í. og Vísindaráði.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.