Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Page 61

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Page 61
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 22 57 ÖLDRUNRRANNSÓKN IIJARTAVERNDAR E 80 Biiirn Einnrsson. Nikulíís Sigfiísson, o.fl., Rannsóknarstöö Iljartavcrndar Hóprannsókn Rannsóknarstöövar Hjartavernd- ar hófst 1967. Markmiö rannsóknarinnar er aö finna byrjunarstig lijarta- og æöasjúkdóma og ýmissa annarra sjúkdóma, finna algengi þeirra og tíöni sem og áhættuþætti meö forvarnaraögeröir í huga. í maí 1991 hófst sjötti og síöasti áfangi þessarar rannsóknar. Boöiö er til rannsóknar 1360 körlum sem fæddir eru 1907-’21, þ.e. voru 70 ára eöa eldri þegar rannsóknin hófst. Auk hinna heföbundnu rannsókna Hjartaverndar fer fram sérstök öldrunar- rannsókn á þessum hópi. Meö spurningum er athugaö algengi hjarta- bilunareinkenna, beinbrota, byltna, yfirliöa, floga, vöövaslappleika í efri hluta útlima, hægöavandamála, þvagtregöu og þvagleka, móöurlífseinkenna, þurig- lyndis og kvíöa, einnig eru kannaöar næringarvenjur m.t.t skorts, áfengisnotkun, lyfjanotkun og félagslegir þættir. Læknir skoöar færni og jafnvægi, blóöþrýstings- fall í uppréttri stööu, blööruhálskirtill er þreifaöur og prófaö er fyrir blóöi í hægöum. Minnisleysi og önnur heilabilunareinkenni eru skoöuö, mæld er fitudreifing meö maga- og mjaömaummáli. Blóöpróf sem bætt hefur veriö viö er B,2, Fólsýra, TSH og Testosteron. Rannsakaöir hafa veriö 470 karlar, sem er um helmingur þess sem búist er viö aö náist til skoöunar. Ekki er hægt aö draga neinar bráöabirgöaályktanir af þeim hópi sem skoöaöur hefur veriö, þar sem líklegt er aö sá hópur sem óskoöaöur er, sé sjúkari en hinn, og veröur fariö í heimsóknir bæöi á stofnanir og í heimahús. Gert er ráö fyrir aö karlarannsókninni Ijúki á næsta ári, en þá hefst samsvarandi rannsókn á konum. ÁHRIF SÉRHÆFÐRA ÓPÍÓÍÐ-ANTAGÓNISTA Á E 81 STARFSEMI SKYNBRAUTA VIÐ SKERT BLÓÐ- FLÆÐI TIL HEILA. Þorsteinn Gunnarsson. Svafa Sigurðardóttir & Jón Ólafur Skarphéðinsson. Rannsóknarstofa í Lífeðlisfræði. Tilgangur rannsóknanna var að kanna hlut k- ópíóíð-viðtakans í truflunum sem koma fram í starf- semi miðtaugakerfisins við skert blóðflæði til heila. Einnig könnuðum við hvort þessum áhrifum er miðlað innan eða utan miðtugakefisins. Undanfarin 10 ár hafa farið fram umfangsmiklar rannsóknir á lífeðlisfræði innrænu ópíóíðkerfanna (endogenous opioid systems) og tengslum þeirra við meinalífeðlisfræði blóðþurrðar f heila (cerebral is- chaemia). Við höfum þróað módel þar sem hægt er að fylgjast með starfsemi skynbrauta við minnkað blóð- flæði til heila í rottum með háþrýsting (spontaneously hypertensive rats). Meðalblóðþrýstingur er lækkaður niður í 50 mmHg með blæðingu sem veldur blóðþurrð í heila. Við það minnkar sveifluvídd vakins heilaraf- svars (somatosensory evoked potentials, SEP). Með því að gefa naloxone (Nal) eykst sveifiuvíddin aftur án breytinga í blóðflæði um heilabörk. Þarna er því að öllum líkindum um að ræða hömlun á starfsemi skyn- brauta sem miðlað er af innrænum ópíóíðkerfum. Nal er ópíóíð-antagónisti með sækni í þrjá viðtaka; p, K og 8 með mesta sækni í þann fyrstnefnda. Til þess að fá fram jákvæð áhrif á SEP þarf stóran skammt af Nal (5 mg/kg) sem bendir til þess að um viðtaka með lága sækni fyrir Nal sé að ræða, þ.e. 6 eða k. Áhrif Nal á SEP vara skemur en áhrif Win 44.441-3 sem er ópfóíð antagónisti með hlutfallslega meiri sækni í K-viðtak- ann. Til að kanna hvort áðurnefndum áhrifum Nal á SEP gæti verið miðlað af K-viðtakanum bárum við saman áhrif MR2266BS, sérhæfðs K-antagónista, við áhrif Nal f módelinu. Einnig athuguðum við áhrif naloxone methobromide (mNal) en mNal er ópíóíð antagónisti, hliðstætt við Nal, nema hann kemst ekki yfir blóð-heila-skör. Fjórði hópurinn var viðmiðunar- hópur og fékk eingöngu 0.9% NaCl lausn. Niðurstöðurnar eru í samræmi við fyrri rann- sóknir okkar á jákvæðum áhrifum Nal á SEP, og engin breyting sást í neinni breytu í viðmiðunarhópnum. Hins vegar höfðu hvorki MR2266BS né mNal mark- tæk áhrif á SEP miðað við viðmiðunarhópinn. Við ályktum því að jákvæðum áhrifum Nal á SEP sé miðlað innan miðtaugakerfisins og ekki af k- viðtakanum. Hinn hái skammtur sem þarf af Nal bendir til 8-viðtakans. Styrkt af RannsóknarsjóBi H.í. og Vísindaráði íslands.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.