Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Side 101

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Side 101
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 22 97 W C7 Á HÉRAÐI HAFA, Á SÍÐASTA ÁRATUG, ORÐIÐ VERULEGAR BREYTINGAR Á ALGENGI ÝMISSA ÁHÆTTUÞÁTTA ÆÐASJÚKDÓMA. Jóhann Axelsson I, Sigrún Guðmundsdóttir ', Guðrún Pétursdóttir 1, Gunnlaugur Ólafsson 1, Stefán B. Sigurðsson 1 og Ólafur Ólafsson 2 1) Rannsóknarstofa H.í. í lífcölisfr. og 2) Landlækniscmbættið Árin 1979 og 1980 voru 526 Héraðsbúar á aldrinum 6 - 60 ára rannsakaðir m.a. með tilliti til áhættuþátta hjarta- og æðasjúkdóma. Þetta var þáttur umfangs- mikillar heilsufarslegrar samanburðarrannsóknar á íslendingum og Vestur-íslendingum. Áratug síðar voru 123 einstaklingar á aldrinum 20-70 ára rannsakaðir að nýju m.t.t. sömu áhættuþátta. Hér verður gerður samanburður á nokkrum blóðfitugildum hjá aldurshópnum 20-60 ára árið 1980 og 1990. Meðaltalsgildi þríglýseríða hækkuðu um 20% á tímabilinu og fjöldi þeirra einstaklinga sem höfðu þríglýseríðgildi > 1,6 mM tvöfaldaðist. Ekki reyndist marktæk aukning á meðaltalsgildi heildar- magns kólesteróls á tímabilinu, hins vegar breyttust innbyrðis hlutföll kólesteról tegunda þannig hjá fjölda einstaklinga að ætla má að áhætta m.t.t. æðasjúk- dóma hafi aukist í þessum aldurshópi s.l. áratug. Nái HDL-kólesteról þvf að vera fjórðungur eða meira af heildarkólesterólmagni einstaklings er talið að það veiti nokkra vernd gegn kransæðasjúkdómi. Árið 1980 hafði helmingur úrtaksins HDL% > 25 en aðeins 30% árið 1990. LDL-kólesterólgildi > 4,1 mM höfðu 40% árið 1980 en 52% áratug síðar. Heildarkólesteról > 7,0 mM höfðu 10,7% úrtaksins við fyrri mælinguna en 18,2 við þá síðari. Hlutfall kólesteróltegunda Heildarkólesteról - HDL HDL hefur verið kallað æðarkölkunarstuðull, þetta hlutfall er af mörgum talið betri vísibreyta um áhættu en heildarmagn kólesteróls. Sé HDL-kólesteról 25% hcildarkólesteróls verður stuðullinn 3. Árið 1980 höfðu 18,8% úrtaksins æðakölkunarstuðulinn > 4 en 38,4% tíu árum síðar. Slyrkt af RannsóknarsjóOi H.í. og VísindaráOi. ^ KÖNNUN Á HÖGUM HJÚKRUNARFRÆÐINGA OG VIÐHORFUM ÞEIRRA TIL STARFA OG NÁMS : STARFSÁNÆGJA Raenheiður Haraldsdóttir. hifr. Jóna Siggeirsdóttir, hjfr. Ásta Thoroddsen, hjfr. Námsbraut í hjúkrunarfræði Háskóla Islands Innganeur. Skortur á hjúkrunarfræðingum til starfa hefur verið einn meginvandi íslenskrar heilbrigðis- þjónustu um áratuga skeið. Skyndilokanir sjúkradeilda og sveiflur f starfsmannahaldi vegna manneklu eru dýrar, og mikilvægt að þekkja sem best viðhorf hjúkrunarfræðinga til þeirra atriða er ráða vinnuframlagi þeirra. Markmið könnunarinnar var að kanna starfsánægju hjúkrunarfræðinga, streitu þeirra f starfi, vinnuálag, mannaskipti og skipulagsform hjúkrunar. Aðferð. Byggt var á slembiúrtaki 935 hjúkrunar- fræðinga í Hjúkrunarfélagi íslands og Félagi háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga og voru heimtur 66 % (Fhh 73%, HFÍ 62%). Samanburður nokkurra lýðfræðibreyta þýðis, úrtaks og svarenda gaf til kynna góða samsvörun. Mælitækið, spurningalistinn, mældi alls 335 breytur og var að hluta til byggður á eldri íslenskum könnunum en auk þess var notaður staðfærður spumingalisti McCloskey og Mueller ( MMSS ). Niðurstöður. Færri hjúkrunarfræðingar vinna fullt starf ( 33%), en konur í öðrum stéttum ( 48%). Tæp 23% hjúkrunarfræðinga finna mjög mikið eða mikið fyrir streitu tengdri störfum. íslenskir hjúkrunarfræðingar eru í heild heldur óánægðari í störfum en bandarískir kollegar þeirra (3.22 / 3.28). Þeir eru sáttari við vinnutímann og stuðning við fjölskyldur (þar með talin barnaheimili), en verulega óánægðari með launakjör sfn (2.34 / 4.ol). Fylgni reyndist marktæk (p=.05) milli starfsánægju og vinnutíma, vinnuaðstöðu, starfsanda, stjórnunar, árangurs hjúkrunar, stuðnings við starfsfólk og upplýsingastreymi, en neikvæð marktæk fylgni við sjreitu í starfi og framamöguleika. Ályktanir. Hugsanlega mætti auka vinnuframlag íslenskra hjúkrunarfræðinga með því að bæta möguleika þeirra til starfsframa og leita leiða til að draga úr starfstengdri streitu. Draga mætti úr örum, kostnaðarsömum mannaskiptum (staff tumover) með stjórnunaraðgerðum og kjarabótum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.