Sagnir - 01.04.1988, Síða 15

Sagnir - 01.04.1988, Síða 15
Bændur falla fyrir markaðnum Að vísu kom það oft fyrir að kaup- menn notuðu peninga sem þeir gáfu út sjálfir og giltu aðeins við þeirra eigin verslanir. Þannig kom- ust í umferð fyrir vestan blautfisk- seðlar og brauðmiðar sem upprunn- ir voru hjá Ásgeirsverslun, stórveld- inu í viðskiptum á ísafirði. Aðrar verslanir gáfu einnig út sína pen- inga. Kaupmenn höfðu þennan hátt á til að liðka fyrir viðskiptum. Það var ólíkt þægilegra að greiða fyrir blaut- an fisk í einhverri verstöðinni með ávísun á vörur en að afhenda vör- una sjálfa. Þetta kom sér einkum vel eftir að markaðshald kauptíðanna fór að dragast saman. Verð þessara seðla var talið í krónum, en þó var ekki hægt að skipta þeim fyrir venju- lega peninga á nafnverði. Engar ná- kvæmar heimildir eru þó til um hve mikið ísfirskir kaupmenn felldu sína peninga enda voru þeir afar tregir til að breyta þeim í gjaldgenga mynt. Á síðari hluta 19. aldarinnar var verð á vörum skráð hærra en þær kostuðu í raun og veru enda gáfu kaupmenn afslátt ef greitt var með peningum. Við skipti á vörum gætti þessa falska verðlags ekki. Þegar peningar fóru að berast að ráði til landsins kom munurinn á peninga- °§ vöruverði vel í Ijós en hann bendir til að gengi peninga hafi ver- ið of hátt. Þótt útgáfa verslana á seðlum hafi liðkað fyrir verslun þeirra sem gáfu þá út þá svaraði hún engan veginn kröfum manna um greiðslu í pen- ingum því viðskiptavinirnir voru eft- if sem áður bundnir verslunum. Kaupmennirnir högnuðust á útgáfu seðla vegna þess að þeir tryggðu þeim viðskipti. Einnig varð hágeng- ið til þess að ef þeir greiddu með Peningum fyrir vinnu eða vöru þá •apaðist munurinn sem var á pen- mga- og vöruverðinu. Fullgilda pen- mga vildu þeir því helst ekki láta frá sér fara. Seðlar sem miðuðust við raun- verulegt vöruverð, eða varan sjálf þegar hún var notuð sem gjaldmið- 'II. voru því verri peningar en seðlar með bankaábyrgð eða enskt gull. Kaupmenn reyndu eðlilega allt til að halda í verðmætari peningana og notuðu þá verri í viðskiptum. Þessi tilhneiging til að ryðja betri pening- um úr vegi og nota þá verri er í hag- fræðinni skýrð með svokölluðu Greshamlögmáli. Af þessu sést að skipulag verslun- arinnar var frumstætt út 19. öldina og raunar miklu lengur. Engu að síður voru viðskiptin nógu lipur til að geta verið farvegur sterkra áhrifa frá erlendum mörkuðum sem um- byltu atvinnulífi í héraðinu á sein- ustu árum aldarinnar. Auðæfi hafsins Nítjánda öldin var tími árabáta og seglskipa í sjósókn íslendinga. Til viðbótar við nýtingu jarðarinnar færði útgerð þessara skipa lands- mönnum lífsbjörgina. Eitt af ein- kennum brauðstritsins á síðustu öld var óvenjuleg sérhæfing í störfum manna. Tölur um atvinnuskiptingu bera með sér að yfirgnæfandi meiri- hluti landsmanna hafi lifað af land- búnaði sem stundaður var bæði til lands og sjávar. Seinustu ár 19. aldarinnar var hinn eiginlegi landbúnaður mjög minnkandi þáttur í búskapnum á verslunarsvæði ísafjarðar meðan árabátaútgerðin nálgaðist æ meir að teljast sjálfstæð atvinnugrein. Þróun bátaútvegsins var samstíga breyting- unum á skipulagi verslunarinnar um og eftir 1890. Útvegsbændur hylltust til að setjast þar að sem auðveldast var að koma fiskinum í verð og vafstur við fiskverkun og flutninga tók minnstan tíma. Þannig urðu aukin umsvif kaupmanna til að auð- velda útvegsbændum að hafa út- gerð árabáta að aðalatvinnu í stað aukagetu með landbúskap. Þegar öll kurl komu til grafar reyndist blautfiskverslunin hag- kvæmari en gömlu kauptíðavið- skiptin. Að vísu var óumdeilanlegt að fleiri aurar fengust fyrir pund af verkuðum fiski en óverkuðum jafn- vel þótt beinn kostnaður við verkun- ina væri reiknaður með. En það vó þyngra að blautfiskverslunin gerði útvegsbændum kleift að sækja sjó- inn fastar en áður og vinna þannig upp verðmuninn með meiri afla. Ný skipting á verkum kaupmanna og bænda leiddi því til þess að afköst bátaflotans jukust mikið þótt bátum fjölgaði ekki að marki. Útgerð þilskipa var tvímælalaust þýðingarmesta tækninýjungin í ís- lenskum sjávarútvegi á öldinni sem leið. Þilskipin voru drjúg viðbót við útgerðina og til þeirra má víða rekja fyrstu drög að stórútgerð í landinu. Vestur við Djúp var útgerð þilskipa mikilvægur þáttur í atvinnulífinu frá því á öndverðri nítjándu öld og fram á þá tuttugustu. í söguritum er oft litið svo á að með þilskipaútgerðinni hefjist hnign- un bátaútvegs hér á landi. Er þá jafnan gengið út frá beinni sam- keppni milli árabáta- og þilskipaút- gerðar í líkingu við það sem Þorkell Jóhannesson lýsir í riti sínu um Al- þingi og atvinnumálin. Þar segir: Róðrarskipunum voru takmörk sett um sjósókn og afla og varð ekki úr bætt. Þar báru þilskipin hærra hlut, og í samkeppni við þau varð bátaútvegurinn að lúta í lægra haldi.8 í Frá einveidi til lýðve/dis ályktar Heimir Þorleifsson á sama veg og segir að bátum fari „að fækka jafn- framt því sem hin eiginlega skútu- öld gengur í garð.“9 Við fyrstu sýn er þessi skoðun vissulega álitleg enda virðast tölur um fjölda árabáta og þilskipa styðja hana. Að öðru verður þó reynt að færa rök hér. Greinilegt er af sögu útgerðarinn- ar á verslunarsvæði ísafjarðar að árabáta- og þilskipaútvegirnir áttu sitthvað saman að sælda og í sum- um tilvikum rákust hagsmunir þess- ara greina á. Þar skiptir samkeppnin um vinnuaflið mestu en á seinustu árum 19. aldar varð mannekla fyrir vestan til að hækka kaupgjald. Manneklan virðist hafa komið harðar niður á þilskipaútgerðinni en báta- útgerðinni og fyrir kom að þilskip- um var ekki haldið til fiskjar vegna þess að engir sjómenn voru tiltækir. Það verður þó að hafa í huga að fyrir vestan takmarkaðist útgerð þil- skipa að mestu við sumartímann þegar vinna við fullvinnslu afla var einnig mest. Róðrarnir frá hausti til vors skiptu bátaútvegsmenn hins vegar mestu máli. Þörf útvegsgrein- anna fyrir vinnuafl skaraðist því ekki SAGNIR 11
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.