Sagnir - 01.04.1988, Page 29

Sagnir - 01.04.1988, Page 29
Sigrún Asta Jónsdóttir Innlifunarkenning Collingwoods Huer hefur ekki ímyndað sér að starf sagnfrœðings fœlist í að grúska í gömlum og rykföllnum skjölum, í leit að óþekktum heimildum sem varpað gœtu nýju Ijósi á sögulega atburði? Líklega halda margir að starf sagnfræðingsins sé að mestu leyti fólgið í því að kanna heim- ■ldir af ýmsu tagi, að minnsta kosti virðast þær vera það mikill hluti af ntverkum sagnfræðinga að vel mætti álykta að þau hvíldu á heim- ildunum einum saman. Eitthvað virðist þetta þó vera ein- faldur heimur - líkt og heimildir séu véfrétt sem sagnfræðingar leiti ffegna hjá og flytji síðan okkur hin- um sem hvern annan heilagan sannleik. En sagan er ekki goðsögn Þar sem einn sannleikur er til í höfði guðanna, sagan er saga mannlegs veruleika og sá sem segir söguna er auðvitað maður og hluti af þeim veruleika sem hann reynir að lýsa. Heimildir eru þannig ekki utan og °fan mannlegs veruleika, heldur einmitt skapaðar af honum. Sagan er ekkert einfalt mál Sagnfræðingurinn verður að horfast 1 augu við það að heimildir eru aldrei fæmandi og hann getur ekki verið fullkomlega viss um að hafa túlkað Þmr allar rélt. Þetta eru aðalvanda- mál þeirrar sagnfræði sem kennd hefur verið við „skæri og lím“ (scissors-and-paste). Nafngiftin lýs- ir aðferðinni vel en hún felst í að klippa heimildirnar niður og líma þær síðan saman aftur eða endur- segja þær. í aðferðinni er heimild- unum gert mjög hátt undir höfði og þá vill oft gleymast að heimildir eru mannleg afurð en ekki guðleg. Vit- neskja okkar um söguna er ekki vegna þess einungis að við höfum heimildir um hana, þar sem heim- ildir eru eitt en túlkun okkar á þeim annað. Hér eru heimildirnar settar í hús- bóndasætið, þar sem sagnfræðing- urinn verður einskonar þræll heim- ildanna og getur enga sögu sagt án þeirra. Jafnvel sú saga sem hann getur sagt með þeim er ófullkomin og verður hann þá sífellt að leita betri og betri heimilda. Um þennan sagnfræðing má með sanni segja að hann sjái ekki skóginn fyrir trjánum. Þá felst ákveðinn tvískinnungur í skæra og lím aðferðinni. Þar sem hún boðar að heimildirnar einar eigi að skapa verkið, en sagnfræð- ingurinn á að vera eins konar rann- sóknarvél sem lætur ekkert pers- ónulegt af mörkum, hefur hvorki til- finningar né skoðanir. Samt sem áður verður sagnfræðingurinn að velja heimildir og hafna; hann getur auðvitað ekki tekið allar með þar sem sumar heimildir standast ekki eða eru ótraustar eða koma málinu einfaldlega ekkert við. Þetta verður hann sjálfur að ákveða og þar af leiðandi getur hann ekki lengur ver- ið hin hlutlausa rannsóknarvél. Þeg- ar sagnfræðingurinn setur síðan efni sitt fram verður hann hreinlega að bæta inn í og draga frá til þess að ná.fram einhverri heildarmynd.2 Kenning Collingwoods felst m.a. í því að reyna að komast framhjá þeim vandamálum sem skapast í skæra og lím aðferðinni. Að hans mati er aðalmálið að skapa sagn- fræðinni sjálfstætt sjónarhorn og það næst með spurningunni. Co/lingwood talar jafnuel um að setja söguna á pyntingarbekkinn og kreista úr henni suörin Sagnfræðingurinn mótar spurning- una í upphafi rannsóknar sinnar og þá getur hann notað hvaða heimild sem er til að svara spurningunni. Hann hefur ekki lengur það hlutverk að endursegja heimildir heldur að fá svar við spurningu sinni og hér eru heimildirnar fremur orðnar sannanir fyrir svarinu. Að auki hefur SAGNIR 25
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.