Sagnir - 01.04.1988, Side 30

Sagnir - 01.04.1988, Side 30
Innlifunarkenning Collingwoods Collingwood Robin Georg Collingwood fæddist í Coniston á Englandi 1889, hann hlaut menntun í Rugby og Oxford. í Oxford fékk hann áhuga á forn- leifafræði og varð á sínum tíma einn virtasti fræðimaðurinn um tímabil Rómverja á Bretlandseyjum og helsta rit hans um það var Roman Britain sem kom út 1936. Collingwood hafði einnig mikinn áhuga á heimspeki og fékk hann sína fyrstu heimspekistöðu árið 1912 í Oxford og gegndi hann kennslustörfum til ársins 1941 er hann lét af störfum sökum heilsubrests. Collingwood taldi lífsstarf sitt vera að byggja brú (rapprochment) milli heimspeki og sögu. Hann áleit að heimspekingar frá dögum Descartes hefðu verið of uppteknir af náttúruvísindum og hugtökum þeirra. Tvö heimsstríð höfðu sannfært hann um að náttúruvísindin væru óhæf til að leysa vandamál mannlegra samskipta, en heimspeki tengd sögu virtist mun líklegri til árangurs. Um 1936 fer Collingwood að hugleiða heimspeki sögunnar og skrifaði þá 32 fyrirlestra um það. Þeim skipti hann í tvo meginflokka sem hann ætlaði síðar að vinna uppúr í bók. Fyrri hlutinn er um það hvernig hugtakið saga hefur þróast frá Heródotusi til nútímans, seinni hlutinn er frumspekilegur eftirmáli eða heimspekileg umfjöllun um eðli, viðfangsefni og aðferð sögunnar. Seinni hluti bókarinnar fór að taka á sig mynd vorið 1939 þegar Collingwood átti stuttan stans á Jövu. í honum ætlaði hann að ræða megineinkenni sögunnar sem sérstakra vísinda og síðan um samband sögunnar við náttúruvísind- in, heimspekina og um merkingu sögunnar í daglegu lífi. Arið 1940 endurskoðaði hann handritið frá 1936 og endurskírði það sem „Hug- mynd sögunnar" (The Idea of History). Þegar hér var komið var Coll- ingwood orðinn mjög sjúkur og varð að láta af skriftum en hann ósk- aði að þessi verk yrðu gefin út eftir sinn dag, eins og fært væri. Coll- ingwood dó 1943 og bókin The Idea of History kom út tveim árum seinna, 1945, undir ritstjórn T.M. Knox.1 Þessi grein er unnin uppúr The ldea of History að mestu leyti og er hluti af vinnu minni til BA-prófs um kenningu Collingwoods. sagnfræðingurinn með spurning- unni markað rannsókn sinni stefnu og ræður þá sjálfur efnistökum.: En er naégjanlegt að spyrja? Spurn- ing getur falið í sér svarið og þar með gert allt verkið hlutdrægt, þarf ekki einhverjar reglur? Collingwood víkur lítið að þessu en nefnir þó að sagnfræðingurinn verði í upphafi vinnu sinnar að hafa almenna þekkingu á sögunni um- hverfis rannsóknarefnið og geta rök- stutt tök sín á efninu og framsetn- ingu. Líklega tæki Collingwood undir það að spurninguna sjálfa þurfi að rökstyðja en hann segir einungis að hún verði að vera þannig að hægt sé að svara henni. Spurningin verður því að leiða til einhverrar þekkingar og hún má ekki vera þannig að hún staðfesti einungis fyrirfram skoðun sagnfræðingsins. Dæmi um ranga spurningu væri: „Voru íslendingar aumingjar eða Danir grimmdarseggir?" Ég veit ekki hvort hægt væri að svara þessari spurningu en sá sem reyndi það kæmist nákvæmlega að þeirri niður- stöðu sem hann helst kysi. Verkið þyrfti þó ekki að vera uppfullt af sleggjudómum eða öðrum slíkum ófögnuði, það getur verið sett upp mjög „vísindalega" með mörgum af tilvísunum í traustvekjandi heimild- ir en samt væri þetta verk ofurselt hlutdrægninni.'1 Við skulum bæta hér við annarri ábendingu frá Collingwood, en hann segir að með spurningunni þá spyrji sagnfræðingurinn sjálfan sig. Hér er sagnfræðingurinn kominn í aðalhlutverkið og ábyrgðin flutt frá heimildunum yfir á hann sjálfan. Það er þannig ekki heimildunum að kenna eða þakka hvort verkið er gott eða slæmt heldur sagnfræðingnum sjálfum. Með sama hætti og það er ekki fyrirmynd málarans sem gerir verk hans frábært eða lélegt heldur túlkun hans og framsetning á fyrir- myndinni. Skæra og lím sagnfræðingurinn reynir að öðlast hlutlægni með því að draga sjálfan sig úr sviðsljósinu eða reynir að fela sig í frumskógi heimildatilvísana og vonar að les- endur haldi að hann hafi hvergi kornið nálægt þessu verki, nema í mesta lagi að hann hafi skrifað inn- gang frá eigin brjósti. En með þess- um hætti einum tekst honum aldrei að ná fram hlutlægni, eins og við sáum að ofan þá hlýtur sagnfræð- ingurinn ætíð að leggja eitthvað frá eigin brjósti í verk sitt. Hér eiris og endmnær segja umbúðirnar lífið um innihaldið Hlutlægni í sagnfræði næst ekki fram með því að afneita hlutdeild sagnfræðingsins í fræðunum. Ef hægt er að ná fram hlutlægni í sagn- fræði þá næst hún fremur með því að viðurkenna hlutdeild fræði- mannsins í verkinu. En vel mætti spyrja hvort hlutlægnishugtakið sé réttilega skýrt hvað varðar mannleg fræði. Sóknin eftir að skrifa algerlega hlutlæga sögu er byggð á ótraustum grunni þar sem hún felur í sér sam- þykki þess að til sé einn sannleikur, sem sé algildur fyrir alla menn alls staðar og á öllum tímum. Þá er hin hlutlæga saga opinberun stóra Sann- leika. Krafan um að sagnfræðingar eigi að skrifa algerlega hlutlæga sögu, sníður sögunni alltof þröngan stakk og horfir fram hjá þeirri staðr- eynd að hver kynslóð verður að skrifa sína eigin útgáfu af sögunni.5 í þessu samhengi skulum við hefja umræðuna um innlifunar- kenningu Collingwoods, en fyrir hana er hann þekktastur. 26 SAGNIR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.