Sagnir - 01.04.1988, Qupperneq 50

Sagnir - 01.04.1988, Qupperneq 50
Sagnfræði og fjölmiðlun ist best í fréttamennskunni. Guðjón: Ég hugsa að það nýtist nokkuð vel hér á íslandi því fjöl- miðlar eru flestir fámennir hér. Óðinn: Ég held, svo maður ein- faldi þetta svolítið, að manni nýtist best að kunna að beita bókum, og maður ímyndar sér að maður viti frekar - eða ætti að minnsta kosti frekar að vita betur en aðrir hvar eitthvað er að finna. Svo kemur að góðu gagni að kunna að fara með heimildir, en það lærir maður líka á löngu starfi í blaðamennsku. En nám í sagnfræði styttir sjálfsagt leið- ina eitthvað. Hraðinn og mistök í fréttamennsku Einar: Ég hef ekki orðið var við það að þeir sagnfræðingar sem ég hef unnið með vinni á nokkurn skapað- an hátt öðruvísi en aðrir blaða- menn. Það kemur strax til þessi hraði sem sveigir vinnubrögðin um- svifalaust inn á ákveðnar brautir. Blaðamennska er að verulegu leyti rútínustarf. Það er sama þótt blaða- menn reyni oft að telja sér trú um annað. Rútínan felst í því að þurfa að fylla eitt blað á dag eða frétta- tíma á hverjum klukkutíma og það eru allt önnur vinnubrögð en mér sýnist menn vera vanir úr sínu námi og starfi sem sagnfræðingar. Þannig að ég held að fjölmiðillinn hafi á endanum betur út úr þessum slag. Það sem nýtist best úr sarpi sagn- fræðinga er þessi almenna þekking sem kemur þarna til. Það er einmitt mjög sorglegt hvað sjaldan sagn- fræðingar geta sest niður og nýtt þá menntun og sérþekkingu sem þeir hafa. Það væri miklu betra, ef það kæmist á sérhæfing í faginu og að mönnum gæfist betri tími að vinna verkefnin. Það hafa allir sem ég hef heyrt tala um blaðamennsku af ein- hverju viti, verið að grátbiðja um í mörg ár. Þá myndi blaðamennskan eða fréttamennskan kannski rista dýpra og menn sleppa við að gera leiðindamistök sem öðru hverju verða. Guðjón: Blaðamennska hér hefur tilhneigingu til að verða svolítið yfir- borðskennd af því að blaðamenn hafa ekki tíma til að vinna nógu vandlega og leita nógu ítarlega að heimildum og tala við nógu marga. Allt verður að gerast á fljúgandi fart. Ef efni á að vera eitthvað unnið, er sjaldgæft að fjölmiðlarnir leyfi blaða- mönnum sínum að vinna í viku eða kannski hálfan mánuð að því. Þetta er nánast dagleg rútína hjá flestum fjölmiðlum. Þessi svokallaða rann- sóknarblaðamennska er tæpast til hér. Ef ég væri settur í það á fjöl- miðli hér kl. eitt að degi að segja allt um „Stefaníu" og Stefán Jóhann Stefánsson þá yrði ég að vera búinn að skila því kl. sjö um kvöldið. Þá ríður á því að ég viti hvar ég á að leita. Og ef ég hef góða þekkingu á þessu sviði þá verður mín frétt traustari heldur en ef einhver væri settur í þetta sem vissi ekkert um það. Hans frétt yrði sennilega yfir- borðskenndari. Óðinn: Fyrst verið er að nefna þetta dæmi sérstaklega, þá má margt af því læra og kannski einkum fyrir sagnfræðinga. Það er ákveðin „dilemma" fyrir mann sem horfir á þetta og er sagnfræðimenntaður, og jafnframt fréttamaður, og sér hvað er að gerast og hvað gerðist. Annars vegar er krafa sagnfræðinnar um stranga heimildaskoðun og það allt saman, og svo aftur það að frétt er sögð einhvers staðar úti í heimi og hún er gripin á lofti af því að hún er frétt. Þar er vitnað í leynilegar heim- ildir og það er erfitt að fá að sjá þessar leynilegu heimildir, menn skulu ekki gleyma því. Guðjón: Það sagði einn ágætur íslenskur núverandi hæstaréttar- dómari við mig að við blaðamenn værum í mjög mikilvægum störfum þar sem við værum að skrá söguna frá degi til dags. Sp.: Lítið þið þannig á það? Guðjón: Ja, ég geri þetta ekki að mínum orðum, en hann sagði þetta við mig og ég hef verið að hugleiða þetta. Hann var að undirstrika hvað við værum mikilvægir. En hvort þetta er rétt hjá honum eða ekki, það skal ég ekki segja um. Óðinn: Mín tilfinning er sú að fæstir blaða- og fréttamenn hafi þetta daglega með í farteskinu, þessa hugsun að þeir séu að rita sögu þjóðarinnar. Guðjón: En það sem þeir skrifa verður seinna notað sem heimildir. Óðinn: Það er þá frekar að þeir sem eru sagnfræðilega menntaðir, eða hafa sans fyrir sögunni, skilji þetta og ræði dálítið sín á milli. Ég held að það sé staðreynd. Gísli: Það viðhorf er mjög ríkj- andi á blöðunum að það sem menn eru að gera sé markaðsvara númer eitt. Það sem maður skrifar að morgni er orðið verðlaust að kvöldi. Þegar þetta er farið út kemur manni það ekki lengur við. Þetta ræður oft þannig að menn eru alveg lausir við þá hugsun að líta á blaðið sitt eins og t.d. ísafold fyrir 100 árum. Það er ruslatunnumatur á morgun og ekk- ert meira um það. Sp.: Þú hugsar þá sem sagt ekki að þú sért að skrá söguna? Gísli: Ég held að menn týni því niður mjög fljótlega. Guðjón: Ég hef aldrei hugsað þannig. Einar: Ef við tökum þetta mál [Stefáns Jóhanns Stefánssonar- máliðj þá er þar ekki prósess sem verður á einum degi, daginn sem upphaflega fréttin er birt. Þegar þetta mál verður skoðað í Ijósi sögunnar þá verður það tekið og skoðað yfir miklu lengra tímabil þannig að við sjáum að fyrsta fréttin, sem kveikir alla umræðuna, er að- eins hluti af öllu ferlinu. Þarna verð- ur sem sagt fyrir opnum tjöldum á löngum tíma það sem gerist í sagn- fræðinni meira í eins manns huga þegar menn detta niður á eitthvað, afla sér nánari heimilda og komast að því að það er rangt. Hérna gerist þetta fyrir opnum tjöldum. Ég held að það sé það mikilvæga við frétta- mennskuna að málið sé gert upp á endanum. Óðinn: Skýringin á þessari vondu frétt er sameiginlegur vandi fretta- mennskunnar og sagnfræðinnar og nútíma sagnfræðirannsókna: Það er þessi heimildaleit. Allir fréttamenn kvarta undan því, og sagnfræðingar kannski líka, hversu erfitl er að nálgast sumar upplýsingar. Það væri hægt að koma í veg fyrir ýmsan misskilning, og meiðyrðin þá lík- lega í leiðinni, ef þessir hlutir væru meðhöndlaðir á svolítið upplýstari hátt. 46 SAGNIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.