Sagnir - 01.04.1988, Síða 52

Sagnir - 01.04.1988, Síða 52
Sagnfræði og fjölmiðlun eða hef séð til fréttamanna, sem geyma ekki handrit sín. Þó er það að vinna á með tölvuvinnslunni. Guðjón: Svo er þetta allt for- gengilegt, bæði filmur og bönd og pappír, allt forgengilegt. Þetta verð- ur kannski allt ónýtt eftir svona 70 ár. Einar: Það eru til alveg ágæt dæmi. Það þarf ekki 70 ár til þess. Við sjáum það t.d. ef menn muna það þegar sjónvarpið ætlaði að endursýna leikrit Hrafns Gunnlaugs- sonar, Vandarhögg, þá var það band ónýtt í geymslu og það var reynt að keyra það af stað fimm sinnum og á endanum var því rennt út á filmu. Við höfum á Ljósvakan- um verið að yfirfæra músík sem er kannski 30 ára gömul af hljóðbönd- um yfir á stafrænt geymsluform. Þá höfum við fengið 30 ára gamlar frumupptökur og þær eru sumar bara ónýtar og ég get ímyndað mér hvernig er farið fyrir sumu af segul- bandasafni Ríkisútvarpsins. Óðinn: Ég fékk það staðfest mjög nýlega að þessi safnamál hafa verið í miklum ólestri þótt verið sé að bæta það núna og unnið að því grimmt. Ég held að sagnfræðingar ættu nú að veita þessu máli athygli. Þetta varðar þá eins og fréttamenn. Skráning var mjög vafasöm og illa unnin og af vanþekkingu á sínum tíma og geymslunni er háttað með ýmsu móti. Einar: Það er alger tilviljun sem ræður hvað er geymt og það er líka tilviljun hvað er skráð. Guðjón: Það eru þeir sem ákveða hverju á að henda og hvað er geymt sem eru að rita sögu framtíðarinnar. Óðinn: Við vorum að ræða um það í vinnunni um daginn hvað það er mikilvægt núna þegar við erum að stíga fyrstu skrefin í tölvuvæðing- unni að nota hana til fulls með flokkun og annað slíkt. Einar: Það er mjög sérkennilegt þegar maður hefur komist í tæri við það sem maður kallar alvörufrétta- miðla erlendis sem eiga góð heim- ildasöfn og hafa sagnfræðinga eða bókasafnsfræðinga í vinnu við þau, að sjá menn brúka þau. Ég hef aldrei séð slíkt af neinu viti eða svo heitið geti hérna. Það eru einstaka menn sem hlaupa á Landsbókasafnið og fá Ijósrit úr gömlum blöðum eða elt- ast við eitthvað, en oftar en ekki er skollið á þetta fræga „dead line“ og allt orðið of seint. Þeir keyra af stað án þess að hafa þetta í höndunum en þar sem ég hef séð þetta í góðu lagi virkar þetta ótrúlega vel: Blaðið sem heimild og ekki bara blaðið þitt heldur öll hin blöðin. Þetta á aðal- lega við um prentmiðlana. Það er svo mikið þægilegra að mörgu leyti að halda því við. Flokkunin á ljós- vakafréttum hérna hefur t.d. verið alveg ótrúleg. Fréttir eru settar inn í möppu í tímaröð og stungið í plast og menn flýta sér svo að setja þær í geymslu. Þær eru aldrei til meir. Það er engum sem dettur í hug að fara að leita uppi fréttir frá því í fyrra. Það er einstaka sérvitringur sem heldur til hliðar einhverju sem hann telur sig hafa gert vel og getur þá hlaupið í það aftur. Sagnfræðingar ónothæfir í þjóðfélags- umræðunni og sem álitsgjafar Óðinn: Það er eitt sem ég vil minn- ast á meðan ég man eftir því. Ég held að sagnfræðin mætti gjarnan þjóna fjölmiðlunum betur og ég held að fréttamenn t.d. reki sig oft á það hvað hér eru fáir sérfræðingar á einhverju tilteknu sviði, eða í ein- hverju tilteknu atriði, sem þeirvirki- lega þurfa fljótt og vel að fá upplýs- ingar og heimildir um. En ef menn hringja þá lenda þeir annaðhvort á einhverjum vangaveltubesefa sem getur engu svarað í hvelli eða fær ekki neitt. Hann segir bara: „Þetta er of viðkvæmt", eða þá það er sagt: „Það er enginn búinn að skoða þetta", „það er enginn sérfræðingur á þessu sviði". Ég held að það sé lykilatriði fyrir því að fjölmiðlar vilji nota sagnfræðinga í sínu starfi, að þeir finni að þar sé eitthvað sem hægt er að nota. Einar: Það á reyndar við um allar fræðigreinar og það er reyndar ein af hættunum sem fjölmiðill stendur frammi fyrir, sérstaklega Ijósvaka- fjölmiðlarnir, að þeir koma sér upp litlu fylgitunglasafni af sérfræðing- um. Maður þarf ekki annað en renna augum yfir svona sérfræði- greinar að maður veit um leið hverj- ir eru lögfræðingarnir sem alltaf er leitað til, hverjir eru jarðfræðingarn- ir sem alltaf er leitað til. Það eru ákveðnir læknar sem leitað er til. Ég er ekki alveg klár á því hverjir eru sagnfræðingarnir sem alltaf er leitað til. Guðjón: Ef á að tala um þjóð- hætti er það Árni Björnsson. Hvað ætli sé búið að hafa mörg viðtöl við Árna Björnsson um jólasveina og dagana? Einar: Ég hugsa að Árni hafi ekki bölvað öðru meira en að hafa skrif- að bókina Sögu daganna. Það er ábyggilega búið að vekja hann upp á skrýtnum stundum sólarhringsins til að berja hann inn í ýmsa dag- skrárþætti til að segja frá. Þegar hraðinn skiptir máli og af því Árni hefur góða frásagnargáfu, þá er miklu betra að fá hann til að segja frá þessu en að fara að staulast í gegnum einhverja lesningu. Sp.: Sagnfræðingar eru oft gagn- rýndir fyrir hvað miklir fræðimenn þeir eru. Þeir eru alltaf að slá úr og í. Óðinn: Þeir eru almennt séð alveg óskaplega óvirkir og ónothæf- ir í almennri fréttamennsku. Stór hluti frétta snýst um stjórnmál, sum- ir segja alltof stór hluti, og þegar reynir á eitthvað verulega, tilvísanir eða eitthvað, þó að það sé ekki nema þrjátíu ár aftur í tímann, þá kemur alltaf þessi eilífi vandi: Hver veit manna mest um þetta, og menn lenda bara á vegg. Einar: Það er mjög athyglisvert að það er önnur grein sem tengist svolítið sagnfræðinni sem hefur tek- ið þarna forystu, það eru stjórn- málafræðingarnir. Það eru ekki nema örfá ár síðan var farið að brúka stjórnmálafræðinga til að „kommentera" á fréttir. Nú er orðið til fylgitunglasafn af stjórnmála- fræðingum sem eru um margt klárir menn og hafa gert marga góða hluti. Sumir hafa starfað við miðlana og vita um hvað málið snýst og eru til- búnir til að hætta sér svolítið; vita að þeir eru oft að fjalla um túlkunar- atriði, þá eru þeir oft tilbúnir til að 48 SAGNIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.