Sagnir - 01.04.1988, Qupperneq 57

Sagnir - 01.04.1988, Qupperneq 57
sem bæði hafa mikinn áhuga á sögu staðarins og tíma til þess að sinna nefndarstörfum. Það er sjálfsagt mjög misjafnt hvernig ritun sögu bæja og annarra byggðarlaga hefur verið ákveðin. Stundum hafa einstaklingar boðið fram verk sem þeir hafa unnið að í hjáverkum en í öðrum tilfellum hafa sveitarstjórnir átt frumkvæði að sögurituninni og ráðningu söguritara. En hvernig sem að þessu er staðið þá er þó ákaflega nauðsynlegt að verkþegi og verktaki setjist niður strax í upphafi og skipuleggi verkið, stærð þess og tilhögun, og reyni að glöggva sig á fjölda binda ritverksins. Á þann hátt má komast hjá ýmsum erfiðleikum síðar. Þyk- ist ég tala hér af nokkurri reynslu því þannig var ekki staðið að málum við ritun sögu Ólafsfjarðar, Hundrað ár í Horninu, og þegar handritið var endanlega búið til prentunar hafði engin ákvörðun verið tekin um áfram- hald verksins. Góður undirbúningur stuðlar að góðum árangri og jafnframt getur sá er verkið lætur vinna þá betur áttað sig á því hve mörg ár það mun taka. Það vill nefnilega stundum brenna við að ráðamenn sveitarfé- laganna haldi að sagnfræðingi nægi árið til þess að rannsaka sögu viðkomandi staðar og setja hana á blað, ef til vill er þá tekið mið af rithöfundum sem skrifa skáldsögu fyrir hver jól. Mér er t.d. kunnugt um að þegar i"áðamenn eins stærsta kaupstaðar landsins voru að leita að sagnfræðingi til að rita sögu staðarins nú fyrir nokkrum mánuðum þá reiknuðu þeir með því að rann- sóknin og ritunin tæki 1 - 2 ár, að minnsta kosti sumir þeirra! Eftir að sagnfræðingur hefur tekið að sér að rannsaka °g rita sögu einhvers byggðarlags verður það oftast eitt af hans fyrstu verkum að kanna það sem um staðinn hefur áður verið ritað. í því efni skiptir mjög í tvö horn. Um suma staði hefur mikið verið ritað árum saman en nni aðra hefur lítið sem ekkert verið fjallað, oftast minni ^yggðarlögin. Það gefur auga leið að þarna standa sagnfræðingar strax í upphafi ákaflega misvel að vígi. Olafsfjörður er dæmi um einangrað byggðarlag þar sem íbúarnir hafa fram til þessa talið sig hafa allt annað við h'mann að gera en að setjast niður til að skrifa um eitt eða annað. Afleiðingin er sú að nú þegar unnið er að rannsókn sögu byggðarlagsins er við fátt nýtilegt að styðjast annað en það sem varðveist hefur af frum- heimildum: hreppabókum og fundagerðabókum nokk- urra félaga. í sumum tilfellum er t.d. ekki hægt með V|ssu að nefna stofnár félaga eða fyrirtækja á þessari öld Ve§na þess að um þau hefur áður ekkert verið fjallað og fyrsta fundagerðabók þeirra hefur ekki varðveist. Á sama tíma hafa sagnfræðingar sem rannsaka sögu stærri kaupstaðanna ríkulegt efni við að styðjast, ævi- sógur athafnamanna, rit um sögu fyrirtækja og félaga- samtaka og jafnvel góð skjalasöfn. Því verður vart á móti mælt að sá sem vinnur að rann- sokn byggðasögu er í flestum tilfellum einangraður og a því oftast erfitt með að leita til annarra með ýmis vafa- rnál eða vandamál. Sjálfsagt þurfa sagnfræðingar mis- jafnlega mikið á slíkum stuðningi að halda, allt eftir því t'vernig vinnubrögð þeir hafa tamið sér og hversu ve! I)(‘ir eru að sér í fræðunum. Mér koma t.d. í hug ýmis orð og hugtök í gjörðabókum hreppanna frá síðustu öld og ýmsar tölulegar upplýsingar í hreppaskilabókum sem stundum tók mig langan tíma að fá einhvern botn í. Á slíkum stundum er ekki laust við að maður finni til einangrunar. Víða erlendis eru til handbækur um byggðasöguritun og tímarit, og jafnvel eru starfandi deildir innan sagnfræðideilda háskólanna sem sérhæfa sig í byggðasögu. Má nefna sem dæmi að í Noregi hefur verið staðið vel að þessum málum og byggðasögu verið gert þar hátt undir höfði.1 Vel mætti hugsa sér að í sagn- fræðinámi við Háskóla íslands yrði komið á námskeiði þar sem tekin yrðu fyrir þau fjölmörgu atriði sem á vegi byggðasöguritara kunna að verða og geta valdið honum erfiðleikum ásamt markvissri leiðsögn um notkun Þjóðskjalasafns íslands og önnur stærstu skjalasöfn landsins. Skoðanir manna á því hvernig eigi að rita byggða- sögu eru mjög skiptar. Sem dæmi má nefna heima- menn sem vilja fá sem nákvæmasta frásögn af sínu fólki, sögu félaga í bænum o.s.frv. Hins vegar eru svo sagnfræðingar sem margir hverjir gera allt aðrar kröfur um efnistök og fræðilega úrvinnslu efnisins. Hef ég þá sérstaklega í huga þá sagnfræðinga sem gagnrýnt hafa rit kollega sinna á þeim forsendum að þau fjölluðu of mikið um menn og málefni á viðkomandi stað, væru uppfull af efni sem kæmi ekki öðrum við en innansveit- armönnum. Þessi mismunandi sjónarmið geta valdið þeim sagnfræðingi sem tekur að sér að rita sögu kaup- staðar nokkru hugarangri og erfiðleikum. Þarna held ég að söguritarinn verði að taka mið af því hver það er sem lætur vinna verkið og ekki síður þeirri staðreynd að þeir sem fyrst og fremst koma til með að kaupa og lesa rit- verkið eru heimamenn og aðrir þeir sem á einhvern hátt tengjast staðnum. Söguritarinn verður þó að gæta þess að tengja verk sitt þjóðarsögunni eftir því sem hægt er. Komum við þá aftur að því að þeir sem rita sögu smærri byggðarlaganna standa í flestum tilfellum verr að vígi en þeir sem rannsaka sögu stærstu kaupstaðanna sem mest hafa tengst framvindu þjóðarsögunnar. Niðurstað- an getur því oft orðið sú að aðeins partur byggðasögu- rits stendur undir nafni sem sagnfræði. Afgangurinn er samansafnaður fróðleikur um eitt og annað úr sögu byggðarinnar sem heimamenn, og ef til vili ýmsir aðrir, hafa gaman og jafnvel gagn af. Á ekki slík söguritun full- an rétt á sér? Tilvísun I Sjá t.d. grein Jörn Sandnes í Landnámi Ingólfs 2. Rv. 1985, 155-159. SAGNIR 53
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.