Sagnir - 01.04.1988, Qupperneq 60

Sagnir - 01.04.1988, Qupperneq 60
Illir verslunarhættir Hafrtir sem kaupmenn sigldu á 1602-1787. Þeim kauphöfnum er sleppt sem aðeins uar siglt á í skamma tíma. maður sem fólkið á staðnum felldi sig ekki við af einhverjum ástæðum, t.d. að hann skyldaði menn til að kaupa visst magn af ónauðsynleg- um varningi en neitaði að selja þeim nokkuð ella. Fólk yrði þá að bregða sér yfir á næstu höfn til að fá sómasamlega afgreiðslu. Kaupmað- urinn þar fengi þá svo mikið af við- skiptavinum að hann annaði ekki eftirspurn og vöruskortur yrði. Kaupmenn ættu því í erfiðleikum með að vita hve mörgum þeir þyrftu að þjóna hverju sinni þar sem þac kæmi aldrei í ljós fyrr en of sein hvernig kaupmaðurinn á næsti höfn stæði sig það árið. En Árni tel ur nauðsynlegt fyrir þá að hafa þess atriði á hreinu. Árni er smeykur um að verð svæðaskiptingin afnumin muni kaupmenn veigra sér við að selja landsmönnum vörur upp á krít, jafn- vel þótt þeir séu borgunarmenn fyrir láninu, af ótta við að þeir hafi safn- að skuldum hjá öðrum kaupmönn- um. Einnig bendir Árni Magnússon á að fátt geti orðið eftir á ýmsum höfnum ef landsmönnum verði frjálst að versla þar sem þeim henti og tek- ur dæmi af Húsavík og Dýrafirði í því sambandi enda þótt hann þori ekki að fuliyrða neitt um það. Hann sér því ekki að starfi þeirra Páls í rannsókn á landshögum sé lokið, jafnvel þótt félagsverslun verði komið á." En hvaða rök færir Árni fyrir því að kaupsvæðaverslun verði áfram? ✓ Arni vill líka kaupsvæðaverslun Árni telur að hverfi sú samkeppni sem einkaleyfisbréf kaupmanna frá 1684 bjóði upp á sé illt í efni. (Sú samkeppni gekk hins vegar ekki upp eins og fyrr var nefnt.) Árni er á því að bréfið hvetji kaupmenn til að koma með sem bestar vörur til landsins. Og hverfi samkeppnin, sem hann nefnir svo, þá verði vörur á öllum höfnum jafngóðar eða - slæmar. Landsmenn megi síðan greiða fyrir þær eins og þær væru alltaf í fínu lagi.12 Á hinn bóginn kvartar Árni sjálfur yfir því að sýslu- menn hafi ekki veitt landsmönnum nægilega vernd fyrir ofríki kaup- manna.13 Þar með viðurkennir Árni að 8. grein einkaleyfisbréfsins, þar sem möguleikinn á samkeppni var gefinn, sé aðeins dauður bókstafur. Hann heldur samt ótrauður áfram og segir að í kaupsvæðaverslun reyni kaupmenn að sinna svæði sínu á þann hátt að þeir tapi ekki kúnnum yfir til nágrannans. Þessu væri öfugt farið í félagsverslun að dómi hans. Félagið gæti sent ákveð- ið magn af vörum á hverja höfn sem rétt dygði til að halda lífinu í al- múganum á svæðinu en ef menn vildu eða þyrftu meira yrðu þeir að fara yfir á næstu höfn til að fá það sem upp á vantaði. Félaginu kæmi það ekkert við, — það fengi jafn mikið í sinn lilut. Einnig gæti félagið tapað á því að flytja inn mikið af ýmsum nauðsynja- vörum, s.s. mjöli o.fl., því að þær væru dýrari erlendis en hér á landi. Þessi mismunur stafaði af því að á íslandi var verðlag fast í utanrík- isversluninni. Þannig var áhættunni af verðlagsbreytingum erlendis komið yfir á kaupmenn, — ef verð hækkaði þar töpuðu þeir. Hins veg- ar gæti félagið flutt til landsins vörur sem væru ódýrar erlendis og auð- velt að geyma. Viðskiptavinurinn yrði einnig að kaupa ákveðið magn af slíkum vörum ef ekki væru til nauðsynjavörur upp í innleggið. Annars sæti hann uppi með varning sinn, erfitt væri að flytja hann heim aftur og auk þess alls óvíst hvort hægt yrði að gera betri kaup að Rýnt í rökfærslu Árna Nú er rétt að staldra við og skoða þessar hugmyndir Árna og rök- semdir nánar. Hann vill að verslun- in verði áfram bundin í svæðum. Hann er á móti því að fólki sé frjálst að versla þar sem því sýnist því að fátt geti orðið eftir á sumum höfnum. Nú var það hlutverk þeirra Páls Vídalíns að endurmeta svæða- skiptinguna. Ef það var hentugra fyr- ir bónda að versla á V'opnafirði en Húsavík svo dæmi sé tekið þá hefðu þeir félagar eflaust leyft honum það. Þetta hefði því komið í sama stað niður. Þó rnun Árni liafa haft í hyggju að láta nokkra fórna sér fyrir aðra, — láta þá versla á dálítið óhentugum stað svo hægt yrði að halda þar úti sæmilegri verslun fyrir þá sem byggju í kring. Hér má velta því fyrir sér hvort slíkt væri nauð- synlegt undir félagsverslun, — fé- lagið hefði getað haldið uppi einni og einni óhagkvæmri verslun án þess að hljóta mikinn skaða af. Önnur röksemd Árna fyrir áfram- haldandi svæðum er að kaupmenn 56 SAGNIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.