Sagnir - 01.04.1988, Síða 77

Sagnir - 01.04.1988, Síða 77
Margrét Júníusdóttir og Guðrún Andrésdóttir standa við strokk Baugsstaðabúsins. fínna. Spurningin var bara hvenær íslenskir bændur tækju upp þessar nýjungar frá Dönum. Og hver var staða íslensks landbúnaðar? Islenskur landbúnaður í kreppu fyrir aldamótin 1900 Sauðasala til Englands hafði tíðkast 3 síðari hluta 19. aldar. Hámarki náði salan um 1890 og nam þá fimmtungi af útflutningsverðmæti landsmanna. Eftir þetta fór að halla undan fæti í sauðasölumálum, verðfall varð í byrjun 10. áratugarins °g innflutningshöft voru sett af Bret- Urn árið 1896 vegna smitvarna/’ Nú voru bændur komnir í sömu stöðu og fyrir sauðasöluna og gripu því fegins hendi fréttum af góðu gengi dansks mjólkuriðnaðar. Ágúst Helga- son bóndi í Birtingaholti sagði þetta í endurminningum sínum: Síðustu ár 19. aldarinnar, eftir að tók fyrir sauðasöluna til Bretlands, voru afar erfið fyrir landbúnaðinn. Sauðfjárafurðir kolféllu í verði, ... og flestir bændur á Suðurlandi urðu þá að leggja í mikinn kostnað við endurbyggingar bæja og húsa eftir jarðskjálftana miklu 1896. Á erfiðleikana jók það einnig, að tvö til þrjú síðustu sumur aldar- innar voru mjög óþurrkasöm, svo hey, einkum töður, hröktust mjög. Ég braut heilann látlaust um það, hvað til bragðs skyldi taka. Með sama áframhaldi niður á við mundi allt enda í hruni og volæði bæði hjá mér og öðrum. Maður frétti af glæsilegum bú- skap hjá Dönum. Þeir seldu ó- grynni af smjöri og ostum á háu verði til Englands frá sínum herragörðum, en einnig frá sam- vinnumjólkurbúum smábænda. Var þar ekki einnig fær leið fyrir okkur smábændurna?7 Að undirlagi Ágústs í Birtingaholti og fleiri manna var farið að athuga þessa leið. Sigurður Sigurðsson bú- fræðingur frá Langholti í Flóa fékk styrk til að kynna sér búnaðarhætti í Noregi og í Danmörku árið 1897. Tveimur árum síðar birtist grein eftir hann í Búnaðarrítinu sem segja má að hafi valdið kafiaskilum í ís- lenskri landbúnaðarsögu. Greinin fjallar vítt og breitt um landbúnað þessara tveggja þjóða sem hann heimsótti og sérstaklega um mjólk- urbúin þar. í niðurlagi greinarinnar hvatti Sigurður íslenska bændur til að stofna mjólkurbú: „Verði það eigi gjört, hafa menn þar með kveðið upp dauðadóm yfir landbúnaðinum á íslandi og íslenzku þjóðerni."8 Ári síðar tóku Ágúst í Birtingaholti og sveitungar hans sig til og stofnuðu fyrsta mjólkurbúið. Hreppamenn stofna rjómabú Árið 1900 stóð Búnaðarfélag íslands fyrir því að hingað til lands var feng- inn danskur ráðunautur, Hans Grönfeldt að nafni, til þess að „kenna mjólkurmeðferð og mjólkur- vinnslu".9 Einnig átti hann að sjá um kennslu í mjólkurfræðum. Hinsvegar átti hlutverk Sigurðar Sigurðssonar við uppbyggingu búanna að vera það að fá bændur til að stofna rjómabú, útvega áhöld, fjármagn, og sjá til þess að skikkanlegt verð fengist fyrir smjörið. Hans Grönfeldt kom hingað í júnílok árið 1900 og tók strax til starfa, kynnti sér ástand mála, og fór austur fyrir fjall, að Hrepphólum í Hrunamannahreppi þar sem bónd- SAGNIR 73
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.