Sagnir - 01.04.1988, Page 78

Sagnir - 01.04.1988, Page 78
Rjómabú inn þar á bæ, skildi mjólkina með skilvindu og strokkaði rjómann sjálfur. Gefum Grönfeldt orðið: Því næst fór ég að Syðra-Seli og dvaldi þar í 7 daga. Þar höfðu 5 bændur, í félagi, komið á fót mjólkurbúi; útvegað sér þyrilskil- vinduna, strokk, rjómaílát og fleiri áhöld til þess að framleiða smjör í sameiningu. Dags-mjólkin var 700 pd. og flutt til búsins tvisv- ar á dag, eftir mjaltirnar og skilin undir eins. Undanrenninguna og áirnar tóku félagsmenn heim til sín í tómu fötunum. Rjóminn var sýrður með áum, og stokkaður daginn eftir. Smjörhnoðunarvél var ekki til, en smjörið hnoðað með smjörspöðum, og látið svo niður í ílát, er tóku 100 pd.10 Forvígismaður fyrir stofnun búsins á Seli var Ágúst Helgason í Birtinga- holti, eftir ábendingu Sigurðar Sig- urðssonar í Búnaðanitinu 1899.11 Hvatti hann sveitunga sína til að stofna með sér rjómabú, tvö frekar en eitt. Aðeins tókst að stofna ann- að búið árið 1900. Tók það til starfa að Syðra-Seli þann 10. júlí árið 1900 og stýrði því Haraldur Sigurðsson bóndi á Hrafnkelsstöðum en fjórir nágrannar hans voru einnig með.12 Þetta bú starfaði við erfið skilyrði fyrsta árið vegna lélegs tækjakosts en ekkert fé fékkst þá til tækjakaupa. Sem dæmi um erfiðið má nefna að rjóminn var strokkaður í sveifar- knúnum strokk og bændurnir þurftu að flytja alla mjólkina að búinu, skilja hana þar og flytja heim undan- rennu og áfir. Úr rættist er land- stjórnin fór að lána til framkvæmda að upphæð 2 þúsund kr. á hvert bú. Fyrsta rjómabústýra íslands var Steinunn Sigurðardóttir frá Kóps- vatni og fékk hún 30 krónur á mán- uði þessar 8 vikur sem búið starfaði árið 1900.13 Bóndinn á Seli lánaði húsnæði til starfseminnar fyrstu tvö árin. Árið 1901 var Selsbúið gert að rjómabúi, félagsmenn voru þá níu. Umsvif rjómabúanna Töflur sem fylgja þessari grein tala sínu máli um starfsemi búanna, hvað þau voru mörg, hve mikið framleitt var, hve mikið var flutt út og hvar þau voru flest. Nokkur atriði til viðbótar má nefna um breytingar og nýjungar í starfsemi þeirra eða atriði sem höfðu áhrif á hana. Árið 1902 fór það í vöxt að reistir væru sérstakir skálar fyrir starfsem- ina, og þá kallaðir smjörskálar eða rjómaskálar en áður létu bændur ónotuð bæjarhús undir þá. Starfsemin var að nokkru leyti háð veðurfari. Slæmt veðurfar var árin 1906-1907 og engin aukning því á smjörframleiðslunni. Fór hún minnkandi á árunum 1906-1907 og varð ekki aukning fyrr en 1909 að smjörgerð náði því sama og var 1905.14 Þótt aukning hafi orðið á fram- leiðslunni milli ára fjölgaði búunum ekki, heldur lengdu þau starfstím- ann og störfuðu sjö rjómabú meira eða minna um vetrartímann árið 1910. Einnig fjölgaði „kúpeningi" hjá sumum og hjá öðrum búum fjölgaði félögum. Þar sem bændur voru flestir og samgöngur bestar, blómguðust rjómabúin best. Á Suðurlandi gekk reksturinn betur eins og komið verður að síðar. Einnig má segja að þar hafi samstaða meðal bænda verið meiri en annarstaðar og er hægt að minnast á Smjörbúasam- band Suðurlands sem mun að því er best er vitað hafa staðið fyrir útflutn- ingi smjörs og komið því á markaði hér og erlendis. Forvígismaður Smjörbúasambandsins var Ágúst Helgason í Birtingaholti en hann var forvígismaður sunnlenskra bænda á þessum tíma og stóð meðal annars fyrir stofnun Sláturfélags Suður- lands árið 1907. Stærstu smjörútflytjendurnir voru þessir árið 1910: Baugsstaðarjóma- búið með 22.834 pund, Rangár- rjómabúið með 22.660 pund, Rauða- lækjarrjómabúið með 22.060 pund, Hróarslækjarbúið með 21.235 pund og Arnarbælisbúið með 20.400 pund. Þessi fimm sunnlensku bú framleiddu þriðjung útflutts smjörs þetta ár.'r> Fjöldi félagsmanna um livert bú var breytilegur og fór eftir ýmsu. Veðurfar, samstaða og samgöngur hljóta að hafa haft sitt að segja. Ef- laust hafa fjárhagsleg efni eitthvað spilað inn í og fordómar verið út í rjómabúin til að byrja með. En trú bænda á rjómabúunum fór vaxandi. Reyndar varð smá afturkippur árin 1907 og 1908. Hámarki náði þátttak- an í rjómabúunum rétt fyrir styrjöld- ina. En í stríðinu breyttust allar að- stæður til verri vegar varðandi er- lendan markað. Og á innlenda mark- aðnum varð auðvelt að selja óvand- að heimasmjör. Hlutur Sunnlendinga árið 1910 var 82,6 af hundraði og fór vax- andi.16 En árið 1924 voru öll rjóma- búin staðsett á Suðurlandi. Höfðu rjómabúin í öðrum landshlutum verið lögð niður á slæma kaflanum sem varð upp úr fyrri heimsstyrjöld. Sigurður Sigurðsson taldi ástæðuna fyrir minnkandi framleiðslu árin 1913-1914 vera hræðsluna við ófrið og því ekki auðvelt að selja smjörið erlendis.17 Árið 1917 var útflutn- ingsbann sett á og lítið sem ekkert selt út í nokkur ár á eftir. En um svipað leyti var sett á hámarksverð á smjöri í Reykjavík og hafði enn af drifaríkari afleiðingar því nú gátu bændur fengið hærra verð fyrir heimaunnið smjör. Kusu bændur því oft að hætta að senda rjóma í rjómabúið, strokka sjálfir og selja á hærra verði en fékkst fyrir rjóma- bússmjör. Nú reyndist heimafram- leiðslan hagkvæmari og rjómabúin virtust aðeins vera höfð til vöru- vöndunar. Reynt var að rétta við og endur- vekja rjómabúin árið 1923. Mestu munaði um sölu smjörs til Englands, fyrir tilstuðlan Smjörbúasambands Suðurlands en þá tókst að finna nýja markaði fyrir smjörið í Englandi. Rjómabúunum fjölgaði og útlitið var bjart. Stofnuð voru ný rjómabú og önnur endurvakin eftir dvala styrj- aldaráranna og þeim fjölgaði aitur en eingöngu á Suðurlandi. Munu nokkur þeirra hafa starfað til 1929 eða þar til bændur fóru að ganga í Mjólkurbú Flóamanna sem tók til starfa það ár. Þó svo að búunum hafi fjölgað eftir 1922 náði starfsem in ekki sömu útbreiðslu og fyrir stríðið. Einn hluti af starfsemi rjómabú- anna fór vaxandi en það var osta- gerð. Árið 1919 seldu þau ost fyrir 74 SAGNIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.