Sagnir - 01.04.1988, Side 81

Sagnir - 01.04.1988, Side 81
Rjómabú Líklega hefur mjólkin sú ekki verið góð til smjörgerðar. Einnig er Ijóst að gott ástand var ekki í gæðamál- um og sóðaskapur við mjaltir, ekki síst í augum Danans Grönfeldts sem eflaust var vanari meira hrein- læti í sínu heimalandi. Fleira stakk í augu. Gólfin í flestum rjómabúun- um voru meira eða minna ófull- nægjandi og skemmd. Einnig var hreyfiaflið, sérstaklega á vatns- knúnu búunum, ófullnægjandi eða of lítið svo að ekki tókst að strokka nógu hratt.28 Smjörskálarnir voru oft á þessum tímum „ómerkilegir og óvandaðir, slegnir upp „til bráða- birgða“, og erfið vinnuskilyrði í þeim.29 Gluggar voru óopnanlegir, gólfin „miður góð“, sem og her- bergjaskipan óhentug. Reyndar þóttu strokkarnir góðir en smjör- hnoðunarvélarnar ekki eins góðar. Sýrugerðin þótti ekki takast alveg nógu vel, og baráttan við gerlana ekki nógu markviss. Eitthvað var kvartað undan „olíubragði" árið 1905.30 „Olíubragð að smjöri getur stafað af því, að rjóminn er illa sýrður, strokkurinn of heitur, eða smjörverkunin sjálf er eitthvað í ólagi." Gæðaeftirlit var haft með rjóman- um. Voru gefnar einkunnir fyrir hann í stigum og þótti gott að fá 10 stig og „til fyrirmyndar og eftir- breytni" að fá hærri einkunnir.31 Yfir landið var meðaleinkunnin árið 1906: 9,3 stig, árið 1907 var meðal- einkunnin 9,5 og árið 1908 komst meðaleinkunnin í 9,7 stig svo að álykta má að rjóminn og smjörið hafi batnað. Árið 1911 var meðal- einkunnin yfir landið fyrir rjómann 10,11 stig.32 Smjörverkunin batnaði því ár frá ári. Sigurður taldi, í grein árið 1919 þegar niðursveiflan var í starfsem- inni, að rjómabúin hafi átt þátt í ýmsum nýjungum öðrum, samfara starfsemi sinni: Auk þessa eiga rót sína að rekja til smjörbúanna ýmsar nýjungar í búnaði, er stóðu í sambandi við starfsemi þeirra, og ruddu sjer til rúms á næstu árum eftir aldamót- in siðustu. Má þar nefna notkun vagna og akstur. Smjörbúa-fjelagsskapurinn und- irbjó, beint og óbeint, sláturhúsa- fjelagskapinn hjer á landi. Smjör- búin ruddu þar brautina.33 Einnig stóð „Smjörbúa-fjelagsskap- urinn" fyrir því að finna góða mark- aði erlendis og hátt verð fyrir smjörið. Mjólkurskólinn Meginhlutverk Hans Grönfeldts hér á landi var að kenna mjólkurmeð- ferð og átti hann að vera forstöðu- maður mjólkurskólans. Fyrstu árin var skólinn á Hvanneyri í Borgar- firði. Hófst kennsla í fyrsta sinn þar þann 1. nóvember árið 1900. Aðeins einn nemandi var fyrsta misserið, Guðlaug Ólafsdóttir úr Reykjavík.34 Næsta misserið urðu þær 5 sem stunduðu námið allt kennslutíma- bilið sem var 3 mánuðir vorið 1901. Skólinn fékk inni í kjallara skóla- hússins á Hvanneyri en síðan var þar byggt veglegt skólahús fyrir mjólkurskólann, bæði fyrir bóklega og verklega kennslu. Þetta hús brann haustið 1903 og var skólinn reistur aftur á Hvítárvöllum í Borgar- firði.35 Árið 1905 var skólinn gerður að 8 mánaða skóla. Skólasókn var mjög misjöfn en fór minnkandi er leið á styrjaldarár og var síðast kennt þar veturinn 1917- 1918. Sóttu engar stúlkur um nám í honum síðan. Aðsóknin að skólan- um var í beinu sambandi við áhuga bænda og búaliðs á rjómabúastarf- seminni og á árunum eftir fyrri 'ÚSf tók ti/ starfa árið 1929, ert þar sameinaðist dreifing og uinns/a mjó/kur. SAGNIR 77
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.