Sagnir - 01.04.1988, Síða 82

Sagnir - 01.04.1988, Síða 82
Rjómabú heimsstyrjöld, þegar rjómabúin voru 5-7 talsins, dofnaði hjá stúlk- um allur áhugi að læra rjómabú- stýrustörf. Árið 1921 var skólinn lagður niður. Rjómabúin liðu undir lok Vítt og breitt í greininni hef ég vikið að orsökum þess að dofnaði yfir starfsemi rjómabúanna. Hér verða þær dregnar saman. Rjómabúin áttu sitt blómaskeið árin 1905 til 1913 en þá fór að halla undan fæti og fór svo að árin 1919- 1922 voru einungis 5-7 rjómabú starfrækt, en þau voru 34 er flest var. Sigurður Sigurðsson var ráðu- nautur í nautgriparækt hjá Búnaðar- félagi íslands. Hans greinar í Bún- aðarritinu eru aðaluppistaða þess- arar greinar. í Tímann 1924 skrifaði hann nokkurskonar „minningar- grein" um rjómabúin en hvetur til „upplífgunar" þeirra.36 Þar rekur hann orsakir fyrir hruni þeirra. Á stríðstímunum var gripið til ýmissa aðgerða eins og útflutningsbanns árið 1917, vegna dýrtíðarinnar og einnig var ákveðið hámarksverð á smjöri sem olli því að bændur gátu ekki hækkað verð á smjörinu þegar eftirspurnin jókst. Þá skeði það að margir bændur fóru að strokka heima og seldu smjörið á hærra verði undir borðið. Þetta olli sundr- ung meðal bænda en bændur í ná- grenni Reykjavíkur nutu góðs. Samt taldi Sigurður hrunið hafa byrjað fyr- ir stríðið. Nefndi hann fimm ástæður fyrir hruninu: 1. Kjöt hækkaði í verði eftir að sláturhúsin komu til sögunnar og verkun þess batnaði. 2. Eftirspurn eftir dilkakjöti sem útflutningsvöru. Þá þótti það borga sig betur að leggja áherslu á kjötframleiðslu en mjólk til smjörgerðar. 3. Fráfærur lögðust niður, og leiddi það eðlilega af dilkasöl- unni og þessu góða kjötverði. 4. Fólksekla studdi og nokkuð að því, að margir hættu að færa frá. Reyndist oft erfitt að ná í unglinga til að smala og sitja hjá, og kaupakonur settu það upp, er þær réðu sig, að þurfa ekki að mjólka. 5. Og loks þetta, að þegar fór að bóla á smjöreklu hér í byrjun ófriðarins, og verðið á smjör- inu tók að hækka, og bændur gátu fengið sama verð fyrir heimaunna smjörið og smjörið frá rjómabúunum, þá var þeim nóg boðið og margir hættu að senda rjómalöggina sína til búanna, en strokkuðu hana heima og seldu smjörið þar sem þeim þótti best gegna. Allt þetta, sem nú var talið, og sjálfsagt eithvað fleira, studdi hvað með öðru að því, að veikja félagsskapinn og starfsemi búanna. Og nú er komið sem komið er. En rjómabúin lifðu samt og störf- uðu alveg fram að því er mjólkur- búin komu til sögunnar og jafnvel lengur.37 Mjólkurbúin höfðu það á stefnu- skrá að flytja mjólk á markað í Reykjavík auk vinnslu mjólkur- afurða. Með þeim hófst nýr kafli í félagsmálum bænda og verður ekki rakinn hér. Nokkur rjómabú störf- uðu þar til Mjólkurbú Flóamanna hóf starfsemi sína og mjólkurbílar fóru að renna um hlöð sunnlenskra bæja. Að lokum Hér hef ég rakið sögu rjómabúa á íslandi frá því þau voru stofnuð til þess er þau liðu undir lok. Land- búnaðurinn var í kreppu um alda- mótin vegna þess að sauðasalan hafði lagst af skömmu áður. Bænd- ur ákváðu því að stofna rjómabú til að flytja gæðasmjör á markaði er- lendis. Dafnaði þessi starfsemi vel fram að fyrri heimsstyrjöld en þá urðu nokkrir þættir til þess að þau lögðust flest af. Helsta ástæðan var sú að bændur fengu meira fé fyrir heimaunnið smjör á innlendan markað heldur en að senda rjóm- ann til rjómabúsins. Hættu allmarg- ir bændur þátttöku í þeim og lögð- ust þau flest niður. Árangur af starf- semi rjómabúanna var sá helstur að hún stuðlaði að auknu hreinlæti og bættu smjöri. TAFLA II. Fjöldi bænda í rjómabúum 1902-1915 Ár Fjöldi bænda Fjöldi bænda urn hvert rjómabú í rjómabúum 1902 180 133 1903 23 300 1904 31,8 700 1905 34 1085 1906 35,4 1100 1907 35,5 1066 1908 34,3 1130 1909 35,3 1165 1910 37 1220 1911 37,8 1170 1912 38,7 1200 1913 42,8 1200 1914 37,5 900 1915 37,5 900 Heimildir: Sigurður Sigurðsson: Búnaðarril, 2fi. árg., 128. Sigurður Sigurðsson: Búnaðarrit, 31. árg., 170. TAFLA 1. Skipting og framleiðsla rjómabúanna eftir sýslum árið 1910: Sýsla Fjöldi búa Framleitt til útflutnings Hlutfallstölur 1910 1909 Árnessýsla 12 150 000 pd 50 48 Rangárvallasýsla 6 87 000 - 29 31 Borgarfjarðarsýsla 3 17 600- 5,8 4,5 Skaftafellssýsla 1 11 000 - 3,6 4,5 Þingeyjarsýsla 3 10 300 - 3,4 4,7 Skagafjarðarsýsla 2 7 200 - 2,4 2,8 Kjósarsýsla 1 6 370 - 2,1 0 Eyjafjarðarsýsla 2 5 850 - 1,95 2,5 Mýrasýsla 1 2 620 0,8 0,7 Snæfellsnessýsla 1 1 440 0,48 0,95 Húnavatnssýsla 1 610- 0,2 0,22 Heilmild: Sigurður Sigurðsson: Búnaðarril, 2(1. árg., 123. 78 SAGNIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.