Sagnir - 01.06.2000, Síða 10

Sagnir - 01.06.2000, Síða 10
skapar við aðra landa sína hafa aukist. í bók sinni I Babýlon við Eyrarsund segir Margrét Jónasdóttir frá því að stríðsárin hafi verið blómaskeið íslenska stúd- entafélagsins í Kaupmannahöfn. „Meðal sumra stúd- enta varð heimþráin þrálát og þjöppuðu þeir sér saman í einangruninni."11 Það er því ekki ólíklegt að ætla að stríðið hafi haft svipuð áhrif á félagsstarfsemi Islendinga í Þýskalandi. Hörmungar stríðsins gengu ennfremur mun harðar yfir fólk þar í landi heldur en í Danmörku og voru því mun fleiri og brýnni verk- efni sem fyrir Félagi Islendinga í Þýskalandi lágu en félagsmál og samkomuhald. I félagstilkynningu frá því í desember 1940 segir: „Nú á tímum er nauðsyn- legra en nokkru sinni fyr, að við Islendingar temjum okkur samheldni og félagslyndi, einnig utan lands- ins. Sambandi okkar við ættjörðina er svo að segja al- veg slitið um sinn. En við getum reynt að rækja skyldur okkar við samlanda okkar hér og haft nánara samband við þá en hingað til og frétt af þeim, einni[g] gegnum félagið."12 Styrjöld brýst út Þegar styrjöldin hófst versnaði staða Islendinga í Þýskalandi mjög. Samgöngur og í raun nánast öll samskipti við ísland stöðvuðust. Þegar Þjóðverjar lögðu Danmörku og Noreg undir sig í apríl 1940 lentu margir Islendingar þar í töluverðum vandræð- um. Skipasamgöngur, sem og allar póstsamgöngur, lögðust nær algerlega niður en sendiráð íslands í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi gerðu það sem þau gátu til þess að hjálpa fólki sem var í fjárhagskrögg- um en stór hluti Islendinganna á meginlandinu var námsmenn sem vanir voru að fá reglulegar peninga- sendingar að heiman. Aðeins örfáir íslendingar komust heim af eigin rammleik. Fræg varð ferð vél- bátsins Frekjunnar með nokkra íslendinga innan- borðs sem sigldi frá Jótlandi, um Norðursjó og yfir Atlantshafið til Reykjavíkur. Þótti þetta hin mesta svaðilför. Margir Islendingar urðu þó innlyksa í Þýskalandi öll stríðsárin. Fáir komust frá Þýskalandi í för Esju, skips Eimskipafélagsins, sem sigldi til Islands frá Pet- samo í Finnlandi þann 5. október 1940 með 276 Is- lendinga innanborðs, sem flestir komu frá Dan- mörku.13 Stjórn F.Í.Þ. leitaði leiða til þess að koma boðum heim til íslands fyrir þá Islendinga sem eftir urðu í Þýskalandi. í júlí 1940 taldi Árni Siemsen mögulegt að koma bréfum heim ef þau væru send til Ítalíu, þaðan til Portúgal, síðan til Bandaríkjanna og svo loks heim. Þessar sendingar væru þó ekki fyrir póst frá Þýskalandi og því þyrfti að senda hann frá Danmörku. Þessi leið reyndist þó ófær14 en bréf sem á annað borð komust milli Þýskalands og íslands voru fleiri mánuði á leiðinni.151 júlímánuði 1940 var hringt til Islands frá Svíþjóð og sagt frá heilsu Islend- inga á meginlandinu1'’ og í byrjun desember sendi Árni Siemsen 25 orða sendingu til íslands í gegnum Rauða krossinn þar sem einungis kom fram að „okk- ar fólki liði vel". Þetta var svar við sams konar orð- sendingu að heiman, sem var sex mánuði á leiðinni.17 Helgi P. Briem sendifulltrúi íslands í Portúgal aðstoð- aði einnig þá Islendinga sem voru innlyksa á megin- landinu og reyndi að koma bréfum á milli þeirra og skyldmenna á Islandi. Björn Sv. Björnsson fyrsti ritari Þegar stríöiö braust út versnaöi staöa íslendinga í Þýskalandi mjög og margir uröu innlyksa á meginlandinu. Stríöiö hafði mikil áhrif á starfsemi og markmiö F.Í.Þ. og síðar varaforseti F.Í.Þ. var ánægður með þessa hjálp Helga og sagði í endurminningum sínum að ,,[þ]ess vegna vorum við „meginlandarnir" ekki alveg sambandslausir við heimalandið, þótt samgöngur væru nær engar vegna stríðsins."18 Útvarpssendingar til íslands Til að bæta úr samskiptaörðugleikunum við heimalandið reyndi félagið, með Björn Kristjánsson í broddi fylkingar, að koma á út- varpssendingum til íslands svo hægt væri að koma jólakveðjum heim. Samkomulag náðist milli Björns og Þýska Ríkisútvarpsins um að sendar yrðu jóla- og nýárskveðjur frá félagsmönnum í gegnum Hamborgarútvarpið. Tíminn sem félaginu var úthlut- aður á öldum ljósvakans var þó mjög takmarkaður svo hver fé- lagsmaður fékk aðeins að senda 25-30 orða kveðju til „ættingja og vina" en ekki til nafngreinds fólks. Ekki tókst að láta kveðju- sendingarnar fara fram fyrir jólin eins og gert hafði verið ráð fyrir, til þess reyndist tíminn of naumur. Þær fóru fram tvisvar, fyrst þann 28. desember og svo á nýárskvöld frá Ríkisútvarpi Hamborgar. Fyrri sendingin heyrðist víst ekki sem best en hin síðari heyrðist vel, að minnsta kosti í Reykjavík.19 Sami háttur var hafður á næstu jól allt til loka stríðs.20 Þessar útvarpssendingar F.Í.Þ. til íslands voru brautryðj- endastarf en þó var hér ekki um að ræða reglulegar útsending- ar. Árið 1941 voru teknar upp daglegar útvarpssendingar á ís- lensku hjá þýska Ríkisútvarpinu í Berlín að frumkvæði dr. Lien- hard, yfirmanns norðurdeildar Ríkisútvarpsins, til að hrekja „hinar fáránlegu lygar bandamanna" á Islandi. Fyrsta sending- in fór fram 17. júní og sagði þulur útvarpsins að það gæti orðið tengiliður milli Þýskalands og Islands. Utvarpað var á hverjum degi, 15 mínútur í senn. Utvarpssendingarnar voru fyrst og fremst áróður fyrir málstað Þjóðverja en einnig voru fluttar fréttir af Islendingum í Þýskalandi. Sendingarnar stóðu til stríðsloka og veitti Þórarinn Jónsson þeim forstöðu allan tím- ann.21 F.I.Þ. var ekki í neinum tengslum við þetta framtak.22 8
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.