Sagnir - 01.06.2000, Síða 26

Sagnir - 01.06.2000, Síða 26
enda engar heimildir sem gefa slíkt til kynna. Þó er augljóst að þeir sem hlutu frekari menntun annars staðar í Evrópu voru betur að sér í tónlist og gerðu sér betur grein fyrir nauðsyn þess að efla tónlistar- starf hérlendis eins og Þórður biskup Þorláksson (1637-1697). Afar fáar heimildir er að finna sem varða söng- kennslu á fyrstu áratugum latínuskólanna. Sam- kvæmt mastersritgerð Guðlaugar R. Guðmundsson- ar um latínuskóla á Islandi urðu litlar breytingar á starfsemi þeirra frá 16. öld og fram á fyrstu áratugi þeirrar 18. Ef við treystum því erum við svo lánsöm að eiga til lýsingu Þorsteins Péturssonar (1710-1785) á Staðarbakka á námsefni Skálholtsskóla 1729-1734. Samkvæmt frásögn Þorsteins var það biskupinn sjálf- ur, Jón Arnason (1665-1743), sem stóð fyrir söngtöfl- unni og kenndi þeim í neðri bekknum þar sem hann var góður söngmaður.'7 A meðal þeirra nótnahandrita sem skoðuð hafa verið eru söngfræðirit því þótt appendix Þórðar hafi verið eina söngfræðiritið sem var prentað í yfir hund- rað ár voru fleiri skrifuð. Ólafur Brynjólfsson (1708- 1783) skrifaði söngfræðirit árið 1755 „Appendix sem er stutt undirvísun um einfaldan söng". Handritið ber vott um góða almenna tónfræðiþekkingu og þar Tónlist var stór hluti námsefnis á öllum skólastigum og ávallt kennd á biskupsstólunum. Tónlistarkennslan hefur ef- laust verið misgóð eins og gengur og gerist. I raun og veru þurfti aðeins einn einstakling með góða tónlistarþekkingu við skólana til að halda uppi þeirri tónlistarkennslu sem kveðið var á um í tilskipunum um skólastarf og svo virðist sem gæði og umfang kennslunnar hafi mikið til byggst á því hvort biskupinn væri áhugasamur og vel að sér í tónlist. Tónlistarmenntaður biskup sem lagði ríka áherslu á góðan kirkjusöng gat haft gífur- lega mikil og góð áhrif á allt sönglíf í landi þar sem verðandi prestar fóru að loknu námi til starfa um allt land með söngkunn- áttu í farteskinu og gátu þannig stuðlað að betri tónlistarkunn- áttu meðal almennings. Tónlistarlíf á íslandi á 17. öld. Vitneskja okkar um íslenska tónlist á 17. öld byggist að mestu leyti á umsögnum um söng landsmanna í skýrslum og bréfum en minna er um beinar lýsingar á kirkjusöng og öðrum tónlist- arflutningi en á kaþólskum tíma2'1. Heimildir um söng- og tón- listarlíf landsmanna eftir siðaskiptin eru langt í frá samhljóða um gæði íslenskrar tónlistar. Hér á eftir munum við líta á tvær heimildir frá fyrri hluta 17. aldar sem gefa afar ólíka mynd af söng- og tónlistarlífi landsmanna. * V, ^Hiwmnlníw vptct- m i'i)it'«u |li<I |vt iV) ríi.4> Íty|idi4 -Sf • y þttjuar '• >1 C„Va]Ju,tum vur ^crrm» C^,(V/aí) ljtmm^uro0 Jvmjjui tnarm úý) Putglc&fp ^ ÉáÉkbiSföy*2'fufaúati J,tcílunu aí aTbjakuiu tíuorar ut 1,# píi jevfp ubiqtie jtáfAS aÍ0 - -«*^**é\ fauTfe Jjafcv Owmjiotcm CHmc 4a * M m h * ^ n m 0 r ’ol’ifiavL £r (ut^ ffntlu luo » rf* H^| - ‘ ^ Crtfo fybintÍH(a<t 'Vo,»ntu„l Qiuf,*, Dmc Dymm JuáTume « >» l^ iartiafi -vctb/ J'Iy> ferjuttt-ncva r, ÓDCufjí, Kvv ?"w * * * n 4itffiMcr'Vtuh CoýnofctwbJ H # H • H * * % tí1' W ^ fi tnjmm Jtu/icw- \l« fx mnur Sýnishorn úr sama Grallaranum og hér aÖ framan. Gott sýnishorn um glæsilega unnið handrit, enda þótt Grallarinn hafi þegar hér er komið við sögu verið til á prenti í tæpar tvær aldir. er komið inn á flest þau atriði sem varða tónlist.18 Ólafur lærði til prests í Skálholtsskóla þar sem hann útskrifaðist 1737 og hlaut hann enga frekari mennt- un.19 Söngfræðiþekking hans er gott dæmi um hversu góða tónlistarkunnáttu alþýðuprestar gátu haft eftir almennt prestnám innanlands. Samkvæmt því sem Arngrímur Jónsson skrifar í Anatome Blefkeniana 1612 voru Islendingar vel að sér í söng og hljóðfæra- leik í upphafi 17. aldar, smíðuðu sín eigin hljóðfæri, þekktu lag- fræðina vel og gátu sungið ófalskt í mörgum röddum.21 Anatome Blefkeniana var svarrit Arngríms Jónssonar við vinsælli ferða- sögu eftir Dithmar Blefken sem kom út í Þýskalandi árið 1607. 24
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.