Sagnir - 01.06.2000, Page 28

Sagnir - 01.06.2000, Page 28
manna frá síðari hluta 18. aldar, sem flest allar gáfu íslenskri tónlist falleinkunn, voru taldar helstu heim- ildir um söng og hljóðfæraleik íslendingar á þeim tíma. Með þetta í huga er ekki að undra að flestir hafi áætlað sem svo að sú litla tónlist sem hér hljómaði á 18. öld hafi verið hörmuleg, og í raun og veru hafi ís- lendingar algerlega farið varhluta af allri tónlist á þessum tíma, verið sönglaus þjóð. Þegar betur er að gáð kemur hins vegar í ljós að svo var ekki, aðeins þarf að leita fanga víðar og rýna betur í heimildir. Erlendum ferðamönnum fannst flestum ekki mikið til íslenskrar tónlistar koma hvorki söngs né hljóðfæraleiks og töldu flesta Islendinga gjörsamlega hæfileikalausa á því sviði. Dæmi um það eru um- mæli Niels Horrebow29 (1712-1760) um íslenska tón- list um miðbik 18. aldar þar sem segir meðal annars: Hin eina skemmtun, sem þeir [íslendingar] iðka, er að kyrja hátt hin fornu, íslensku hetju- kvæði, sem þeir kunna ógrynni af. Við þau hafa þeir eins konar ruddaleg lög, því að þeir kunna ekkert til tónlistar eða hljómlistarleiks, nema einstöku fyndnir náungar, sem hafa séð Dani leika á fiðlu, og herma það svo eftir þeim, án þess þó að kunna nokkuð til þessa leiks.30 Víst er að ferðamennirnir sem hingað komu skrif- uðu samviskulega niður það sem þeir sáu og heyrðu og engin ástæða til annars en að ætla að þeir hafi sagt rétt og satt frá. Hins vegar ber að hafa í huga að ferðamennimir vom oftast efnaðir menntamenn af góðum ættum. Það má því ætla að þeir hafi farið til guðþjónustu í betri kirkjum þar sem öll tónlist hefur verið flutt af prestum og drengjakómm við orgelundirleik í stað almenns safnaðarsöngs. Einnig hafa þeir vanist ann- ars konar og líklega mun virðulegri skemmtunum þar sem atvinnuhljómlistarmenn hafa leikið undir dansi. Meðal sérkenna íslenska söngsins er hversu mik- ið er sungið í samstíga fimmundum31 og tritonus32 sem var bannað samkvæmt öllum tónfræðireglum þar sem þessi tónbil hafa óþægilegan hljóm sem hef- ur eflaust verið ein ástæða þess að útlendingum hef- ur fundist söngurinn falskur. Mun jákvæðari ummæli um söng og tónlistar- flutning Islendinga eru lýsingar þeirra sjálfra og næstu nágranna. Þar á meðal er lýsing í ævisögu Jóns Steingrímssonar eldklerks (1728-1791). Undir lok sjálfsævisögu sinnar kemur Jón inn á það hversu mikla ánægju hann hafi haft af fögrum söng þó hann sjálfur hafi ekki verið mikill söngmaður. Jón þakkar guði fyrir það að eiginkonur sínar, börn og stjúpbörn hafi öll haft góð hljóð og skýrir frá því að börnin hafi lært og æft tvísöng og sungið sín á milli og með öðr- um marga slíka sálma. A nokkrum stöðum í ævisögu sinni getur Jón um lystilegan söng og langspilsleik en hann sjálfur var lærður á hljóðfæri.33 Víða í heimildum þar á meðal í íslenzkum ævi- skrám er getið um fjölda söngmanna sem báru marg- ir viðurnefni vegna góðrar söngraddar auk allra þeirra manna og kvenna sem þekkt voru af kvæða- flutningi. A átjándu öld höfum við bæði biskupa og presta sem voru annálaðir söngmenn og kenndu sumir þeirra söng í Skálholtsskóla um lengri eða skemmri tíma.34 Til eru nokkur þekkt sönghandrit frá 18. öld. Þar á meðal er Lbs. 1927,4to. Hymnodia Sacra skrifað af Guðmundi Högnasyni (1713-1795) presti í Vestmannaeyjum 1742 sem hefur að geyma 101 sálm með nótum.35 Við þessi handrit bætast nú fjöldi áður óþekktra nótnahandrita sem rituð eru á 18. öld og komið hafa í leitirnar og er ljóst að mörg falleg sálma- og kvæðalög hafa fall- ið í gleymsku. Um sönglist íslendinga skrifar Hallgrímur Helgason í ís- lenskri tónmenntasögu „Vissulega hafa Islendingar jafnan haft yndi af söng. Þeir sungu af innri þörf, óáreittir af reglum og fyr- irskriftum. Tóniðkun byggðist á brjóstviti frekar en bókviti."36 Varla er hægt að lýsa íslenskri sönglist og þróun hennar betur en Hallgrímur gerir hér þar sem hann dregur fram þann mikil- væga þátt að flutningur söngs var nánast alveg frjáls og hver hafi sungið með sínu nefi. Grallarasöngurinn var söngur alþýð- unnar, einfaldur, vanabundinn söngur sem allir gátu tekið und- ir, hann var „Barkasöngur náttúruþjóðar".37 Niðurstöður Helstu heimildir okkar um tónlistarlíf á 16., 17. og 18. öld hljóta að vera sá gífurlegi fjöldi nótnahandrita sem hafa fundist við rannsókn þá sem unnin hefur verið á íslenskum tónlistararfi á vegum Collegium Musicum. Þessi áður óþekktu nótnahandrit sýna glöggt hversu röng þessi langlífa kredda er um skort okkar á tónlist fyrr á öldum. Allur sá fjöldi nótnahandrita sem varðveist hefur, hljóta að telj- ast góð heimild um tónlistarkennslu og -þekkingu sem hefur verið fyrir hendi og að söngurinn lifði góðu lífi hérlendis. Að- eins lítill hluti af öllum þeim nótnahandritum sem hafa fundist eru beinar uppskriftir annarra tónlistarhandrita og grallara. Flest þeirra innihalda lög úr ýmsum áttum og eru óyggjandi sönnun þess að margir hafi getað lesið eða skrifað nótur enda afar ólíklegt að fólk hafi skrifað nótur aðeins til að sýnast og eytt dýrmætu pappírsplássi í slíka sýndarmennsku. Lagboðarnir38 sem alls staðar vaða uppi gefa einnig til kynna að íslendingar þekktu fjölda laga sem hægt var að vísa í og fólk hafi getað sungið þau eftir minni. Afar ólíklegt má telja að fólk hafi haft fyrir því að skrá fyrirferðamikla nótnaskrift og löngu gleymda lagaboða ef enginn hefði haft not af því. Athugun á íslenskum tónlistararfi var orðin löngu tímabær þegar Collegium Musicum lagði upp með þetta metnaðarfulla verkefni, að rannsaka íslensk tónlistarhandrit á öldum áður. Með þessari rannsókn á vegum Collegium Musicum er í raun ver- ið að draga fram í dagsljósið áður óþekktan heim íslenskrar tón- listar sem hefur legið falinn í íslenskum handritum um aldir. Satt er að íslendingar notuðu löngu úrelta nótnaskrift, þver- brutu allar tónfræðireglur og skorti fullkomin hljóðfæri. Það þarf hins vegar ekki að merkja að hér hafi ekki verið nein tón- list. Niðurstöður þeirra rannsókna auk þeirra fjölmörgu manna sem þekktir voru að góðum og miklum söng ásamt lýsingum og skrifum Islendinga um tónlist sýna svo ekki verði um villst að Islendingar voru síður en svo sönglaus þjóð fyrr á öldum. Sú mynd sem við höfum haft til þessa af íslenskri tónlist hefur ein- faldlega verið máluð of dökkum litum. 26
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.