Sagnir - 01.06.2000, Side 38

Sagnir - 01.06.2000, Side 38
„Hví skal ég eigi gera þig þeitn líkastati er þú vilt líkastur vera, - en það er Óðitm?" Þorbjörg kona Páls Sölvasonar leggur til Hvamm-Sturlu tneð hnífi og stefnir í augað. var sóttur að málinu en hann var mestur höfðingi á Islandi og til hans var öllum stórmálum skotið. Jón „kvað í slíku sýnast mikinn ósóma og ágang" og kall- aði Hallgerði fyrir sig og virðist hafa þurft að beita miklum fortölum til að fá hana til að snúa aftur til bónda síns. Þessi frásögn er merkileg heimild sem sýnir að þrátt fyrir að Sturlunga snúist að mestu um valdabaráttu bryddir stundum á óheftum ástríðum. Síðar nam Sveinn sonur Sturlu Valgerði dóttur Hall- gerðar á brott og enn fóru málin undir Jón „og réð hann einn sem hann vildi og skipaði svo, að flestum líkaði vel."18 Ef til vill er verið með þessum forleik að sýna yfirburðastöðu Jóns Loftssonar sem valdamesta höfðingja landsins og tengsl hans við Reykhyltinga því þessi síðasti þáttur Sturlu sögu endar á árunum 1180-81 með alvarlegri deilu milli Hvamm-Sturlu og goðorðsmannsins Páls prests Sölvasonar í Reykholti, sem var bróðir Olafs prests á Helgafelli. Deildartungumálið ið eftir. En Jón náði að stöðva framgang hans og lækka í honum rostann án þess þó að særa stolt hans. Því áður en þingi lauk bauð hann „Sturlu barnfóstur og bauð heim Snorra, syni hans, og honum sjálfum til kirkjudags í Odda."21 f lok sögunnar má því líta svo á að bandalag Sturlunga og Oddaverja hafi myndast og það fullkomnar sætaskipti á valdastól Dalamanna og á sinn þátt í seinni tíma uppgangi Sturlunga.22 Hringnum er lokað með fóstri Snorra og það vísar aftur til fósturs Odda Þorgilssonar í upphafi sögunnar. Sturlungar stíga á sviðið Samkvæmt bókmenntalegri skilgreiningu má því segja að heildarhugmyndin að baki Sturlu sögu sé „að byggja upp með ákveðinni stígandi inngöngu Sturlu í hóp heldri höfðingja landsins" en greina jafnframt frá „inngöngu Sturlunga á leik- svið Islandssögunnar." Og að þeir hafi hugsanlega sjálfir „viljað hafa hönd í bagga með hvemig sú innganga liti út og með því lagt sinn fyrsta skerf í bókmenntalegri mótun íslandssögunn- ar."“ Þetta viðhorf kemur í sjálfu sér engan veginn á óvart því sagnaritun á tímum höfundar Sturlu sögu hlýtur að hafa verið að hluta til leit að formi sem hentaði vel svo ná mætti betur tök- um á hinni rituðu sagnalist. Afstaða höfundarins hlýtur að hafa sett mark sitt á sagnaritunina þá eins og nú. Færa má rök fyrir því eins og fram kemur hér að framan að Sturlu saga sé bók- menntalegt verk sem lúti að vissu leyti lögmáli frásagnarinnar en það þarf alls ekki að tákna að heimildargildi hennar sé minna fyrir vikið. I Sturlungasafninu greina fimm sögur og fyrsti hluti íslend- ingasögu frá atburðum sem gerast á tímabilinu frá 1117 til alda- móta og þær fjalla eins og reifað hefur verið hér að framan um deilur minni goða í héraði og sýnast smávægilegar ef litið er til þeirra örlagaríku atburða sem urðu á næstu öld. Efni sagnanna er nátengt efniviði Islendingasagna, deilurnar virðast stafa af persónulegum árekstrum, kröppum fjárhag og jafnvel ástamál- um. Atökin verða alltaf í héraði og goðarnir virðast halda fom- um völdum sínum í meginatriðum.24 En þó má ef til vill merkja það sem koma skal ef betur er að gáð því Sturlu saga er ágætt dæmi um goða á uppleið. Goði á uppleið í hinu svokallaða Deildartungumáli studdu mun fleiri höfðingjar Pál en Sturlu sem var ef til vill nýrík- ur utangarðsmaður í þeirra augum og kominn út fyr- ir áhrifasvæði sitt. Deilan snérist um flókið lögfræði- legt álitamál varðandi erfðir eftir Þóri prest í Deildar- tungu og konu hans Þorlaugu Pálsdóttur Sölvasonar. I frásögninni kemur fram eitt af þessum „aukaatrið- um sem flækja gang sögunnar" en gefa svo merkileg- ar heimildir um daglegt líf. Þar segir að Þórir hafi verið „auðmaður mikill... [og átt] hundrað kúgilda á leigustöðum og tíu lendur"19 sem sýnir að þegar á síðari hluta 12. aldar hafi ríkismenn verið farnir að safna jörðum og leigja út búfé. í samskiptum þeirra Páls og Sturlu stóð Páll höllum fæti og leitaði því til Jóns Loftssonar, sem var „allmikill vinur" Reykhylt- inga. Jón „kvað það eigi vel sama, að höfðingjar gengi við svo mikinn ójafnað á hendur svo dýrlegum kennimanni sem Páll var ...,,20og lofaði aðstoð sinni. Þótt Hvamm-Sturla hafi ef til vill ekki verið meðal jafningja kom hann fram af hörku, slægð og óbilgirni. Hann nýtti sér stöðuna út í æsar og hefði náð að efla völd sín og auð verulega ef kröfur hans hefðu geng- Goðorð á þjóðveldistímanum var ekki bundið við landfræði- leg mörk og því ekki landfræðileg eining heldur fyrst og fremst „mannaforráð." Grundvöllur þess var frjálst samband goða og bænda og gat bóndi sagt „sig í þing á alþingi eða á vorþingi ef hann vill, við þann goða er hann vill."25 Bændur gátu samkvæmt þessu valið sér nýjan goða ef þeim mislíkaði við þann gamla en afleiðingin gat orðið samkeppni og átök milli goða. Goðar þurftu því stöðugt að sýna hæfni sína og sá sem var fylginn sér og sigursæll í málaferlum naut æ meiri virðingar og æ fleiri bændur óskuðu þess að verða þingmenn hans. Þessi gagn- kvæmu bönd goða og bænda leiddu líklega til þess að raun- verulegt vald goðans hefur að mestu verið bundið við land- svæði sem næst höfuðbólinu. Það var kjarnasvæði goðorðsins. Aðalverkefni goða var að varðveita friðinn á kjarnasvæði sínu, skapa traust og trúnað og vernda bændur fyrir ágangi og áreitni. Mistækist það mátti búast við að goðinn missti virðingu sína og bændur teldu hagsmunum sínum betur borgið undir vernd annarra goða.26 Hins vegar var ekkert á móti því að einn og sami maðurinn gæti eignast fleiri en eitt goðorð og varð sú þróun ríkjandi er á leið. Hugmyndafræði Hvamm-Sturlu og hernaðaráætlun hefur 36
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.