Sagnir - 01.06.2000, Page 63

Sagnir - 01.06.2000, Page 63
upp í guðsorði og góðum siðum en hafa ber í huga að ,,[e]ngin guðsþjónusta er góð nema skynsamleg."® Adeila hans snýr gegn ströngum lærdómi sem einungis miðar að utanbókarlær- dómi guðsorðsins en tekur lítt til skilnings barnsins. Björn segir: [Slíkur lærdómur er] vanhelgun Guðs nafns og venur þau [börnin] á skynlaust munnflapur fyrir Guði. Það spillir þeirra sinniskröftum, sem eyðast til að læra mikið buldur utanbókar og mælgi þá, sem barnið skilur ei betur en klaufdýr eða flóðdýr, veit ekki heldur hvað það þylur og hugsar aldrei til að fá það sem bænin upp telur.61 Mikilvægt er að fólk átti sig á því að böm fæðast ekki fullorðin og hafa því aðrar þarfir, annan skilning. Þau þurfa tíma til þess að leika sér vegna þess að leikur þeirra er ríkur þáttur eðlilegs þroskaferils. í þessu sambandi nefnir Björn sérstaklega dansinn og kosti hans fyrir andlegt og líkamlegt heilbrigði, en dans hafði mjög verið litinn hornauga á lærdómsöldinni. Allt „leikfang og skemmtan" verður þó að vera innan skynsamlegra og synd- lausra marka og er hlutverk móðurinnar að gæta þessa í hví- vetna. Björn kallar þær mæður sem enga leiki og dansa vilja sjá „forneskjukonur" sem kúgi „meyjamar til að hanga jafnan við leiðinlegar luntasetur og ólundar handaskol."62 Geðslag barna og upplag er misjafnt og ber að taka tillit til þess við uppeldið og forðast að hafa olnbogabarn.63 Alltaf skal uppeldið þó miðast við að það sé börnunum sjálfum og föður- landinu til gagns.64 En magnaðasta kaflann í ritum Björns sem lýtur að viðhorfum til barna má finna í Atla. Svo virðist sem ís- lendingar hafi á tímum harðinda og volæðis þótt ungbarna- dauði jafnvel blessun í hörðu ári. Björn tekst svo sannarlega á flug þegar hann andmælir þessu viðhorfi sem honum þykir ómannlegt og óguðlegt í alla staði. Börn telur Björn guðsgjöf og velgjörðir og synd að árna þeim feigðar. Slík hugsun sé sprottin „af vantrú, leti eða grimmd." Og þegar Atli tjáir öldungnum að þau séu best komin í himnaríki svarar hann fullum hálsi: Mikill trúmaður gjörist þú nú að þú vilt senda börn þín upp í himin. En þetta er yfirvarp því að réttari raun er þér það innan brjósts að bömin eti ei af því sem Guð gef- ur þér. Þessi þín hræsni getur þó ekki náð út yfir ræktar- leysi þitt svo það hyljist. Fyrst þú unnir ekki börnum þínum lífs vegna þess þú þarft að klæða þau og fæða svo lætur þú sem þú gimist þeirra sáluhjálp, einasta af því þau eta þá ekki frá þér. En þyrftir þú að fæða þau á himni þá myndir þú fá þeim annarstaðar dvöl. Börnin erfa landið og því hlýtur heill allra og framtíð lands og lýðs að vera undir því komin að foreldrar elski böm sín og hlúi að þeim.65 Sýn Björns á heimilið og fjölskylduna er í fullu samræmi við sýn hans og stuðning við gamla samfélagið. Uppeldishugmynd- ir hans em í anda upplýsingarinnar, boða aukið umburðarlyndi, aukinn skilning, minnkandi refsihörku, en er á engan hátt beint gegn ríkjandi samfélagsskipan.66 Ný mynd - í gömlum ramma I þessari grein hefur afstöðu Björns til gamla samfé- lagsins, stjórnskipunar, atvinnuvega og stétta, fjöl- skyldu og heimilis, föðurlandshugmynda og uppeld- ishugmynda verið gerð skil. Rökstudd er sú niður- staða að um leið og Björn var áhangandi ríkjandi samfélagsforms, gamla samfélagsins, var hann braut- ryðjandi í búfræðum, dyggur þjónn upplýsingarinn- ar og baráttumaður fyrir bættum lífsháttum og lífs- kjörum. Björn barðist undir merkjum skynsemi, upp- fræðslu og nýjunga. Trú hans á getu mannsins til að hafa afgerandi áhrif á líf sitt og afkomu var augljós leggur upplýsingarinnar og var beint gegn lútersk- um rétttrúnaði árnýaldar. Sjálfur sýndi hann trú sína í verki og vann ötullega að framkvæmdum og ruddi braut nýjunga. Björn skildi eftir sig gnægð heimilda sem vitna um stórhug hans, einnig á öðrum sviðum en hér hef- ur verið fjallað um. A efri árum snéri Björn sér nokk- uð að ritstörfum og sinnti þá mörgum hugðarefnum sínum. Hann snéri guðsorðaskýringum úr þýsku, rit- aði nokkuð af sagnfræði (t.d. um ævi Eggerts Ólafs- sonar) og lagði stund á málfræði. Árangur þess síð- astnefnda er orðabók yfir gamalt og nýtt íslenskt mál með latneskum þýðingum. Vitnar hún um djúpa þekkingu Björns og eljumikið starf á þessu sviöi.67 Má af þessu ráða að enn er margt ósagt um hugarheim þessa ágæta prests, svo ekki sé minnst á guðfræði hans. Verður slíkt að bíða betri tíma og aukins rúms. Birni er ágætlega lýst í heimildum, s.s. stuttu ævi- ágripi og mannlýsingu séra Björns Þorgrímssonar (1750-1832), en hann þekkti nafna sinn síðustu æviár hans.68 Sjálfur reisti hann sér verðugan minnisvarða í þekktu ljóði, Ævitíminn eyöist,m og lýsir þar hugsjón- um sínum og hugarheimi betur en nokkur annar. Því er við hæfi að ljúka þessu erindi með orðum Björns sjálfs: Æfitíminn eyðist, unnið skyldi langtum meir, sízt þeim lífið leiðist, sem lýist þar til útaf deyr, þá er betra þreyttur fara að sofa nær vaxið hefur herrans pund en heimsins stund líði í leti og dofa. Eg skal þarfur þrífa þetta gestaherbergi, eljan hvergi hlífa sem heimsins góður borgari, einhver kemur eptir mig, sem hlýtur, bið eg honum blessunar, þá bústaðar minn nár í moldu nýtur. 61
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.