Sagnir - 01.06.2000, Page 87

Sagnir - 01.06.2000, Page 87
Þangbrtmdur var sendur afÓlafi Tryggvasyni til að kristna íslendinga. lögmálum og kerfum, það er fyrir forsendum sem einkenna fé- lagssöguna. Einar virðist trúa að með réttum lestri heimilda og röklegu innsæi sé hægt að komast að hinu sanna. Algildisskiln- ingur á sannleikshugtakinu virðist því vera til staðar hjá honum þar sem táknmiðið vísar til heilbrigðrar, almennrar skynsemi. Einar hefur sig upp yfir tíma og rúm og leiðréttir misskilning hjá höfundi frumheimildar án þess að blikna. Hann leitast með öðrum orðum við að þröngva eigin skynsemisformgerð upp á meinta atburði kristnitökunnar. En þrátt fyrir greinilegan ásetn- ing hefur hann ekki náð að hefja sig yfir goðsögnina um sann- leiksást Ara, dregur ekki í efa vilja hans til að segja satt frá og tel- ur hann ekki halla viljandi á neinn. Þar gerir rökhyggjumaður- inn Einar Arnórsson sig sekan um hringrök því að um „ævi Ara fróða er fátt vitað annað en það sem hann segir sjálfur í íslend- ingabók".42 íslendinga saga I (1956) eftir Jón Jóhannesson var fyrst og fremst ætluð til stuðnings námi í íslendinga sögu við Háskóla Islands og ætti því að vera gott dæmi um akademískar skoðan- ir þess tíma. I formála kemur höfundur inn á þá afstöðubreyt- ingu sem orðið hafi hjá fræðimönnum til heimildagildis fornrit- anna undanfarna áratugi og því séu eldri sagnarit mjög að úr- eldast. Hann ræðir einnig um nýjungar á sviði fornleifarann- sókna og jarðfræði sem nýtast muni vel í sagnfræðirannsóknum framtíðarinnar. Sem dæmi um þetta nefnir hann tímasetningar út frá öskulögum og rannsóknir á loftslagsbreytingum.43 Hér vísar Jón væntanlega til yfirvofandi áherslubreytinga innan sagnfræðinnar þar sem þungamiðjan hefur færst af frásögnum yfir á formgerðir; fornmuni og annað það sem tengist viðkom- andi tímum og hægt er að rannsaka á vísindalegan hátt. Þetta á líka við um texta fornrita sem eru þá frekar skoðaðir sem gildis- leifar en staðreyndir. Sjálfur er Jón á dálítið öðrum nótum í efn- istökum sínum. Líkt og fyrirrennarar sínir þá telur Jón að treysta megi íslend- ingabók Ara fróða varðandi kristnitökuna nokkurn veginn, svo langt sem hún nái. Aðrar heimildir með viðbótum við söguna telur hann mjög varhugaverðar með tilliti til sannleiksinni- halds.41 Óhætt er að segja að frásögn Jóns af kristnitökunni sé nokkuð hlutlæg í nútímalegum skilningi. Hann lætur heimild- irnar að mestu tala og þungamiðjan er frásögn íslendingabókar. En innan frásagnarinnar fellir hann þó sláandi gildis- dóma sem sýna vel hve trú hans á sannleiksgildi at- burða er þrátt fyrir allt sterk. Þetta segir Jón til dæm- is um málflutning Þorgeirs á Lögbergi: „Þar hélt hann örlagaríkustu ræðu sem haldin hefur verið á fs- landi".45 Það kemur því ekki á óvart að hann telji kristnitökuna „meðal þeirra atburða, er mestum og merkustu tímamótum hafi valdið í sögu þjóðarinn- ar".46 í anda rökhyggjumanns 20. aldar metur Jón það svo „að stjórnmálaleg hyggindi hafi ráðið mestu um úrslitin á alþingi árið 1000, þau hafi mátt sín meira en trúarofstæki eða fastheldni við forna siði, þegar á herti".47 Eftir stendur að Jón Jóhannesson virðist fremur nota handritin sem frásagnaheimildir í stað þess að skoða þau sem gildisdóma skrásetjara og samtíðar þeirra. Formgerðarlegri afstaða til heimilda Sveinbjörn Rafnsson hefur fjallað um heimildagildi Landnámu og íslendingabókar og í grein hans um kristnitökufrásögn Ara (1979) er að finna umtals- verða breytingu á fræðilegri afstöðu til hennar, ef mið er tekið af framangreindum skrifum. Þar segir um heimildargildi frásagnarinnar: íslendingabók er frásagnarheimild um kristnitökuna og meira en hundrað árum yngri en hún að eigin tali. Um leið og heim- ildin er flokkuð sem frásagnarheimild verður Ijóst að frá sjónarmiði heimildargagnrýni verður að gjalda varhuga við ýmsu í frásögn- inni og reyna að prófa hana eins og kostur er. Þegar bent er á að heimildin er skráð meira en hundrað árum síðar en atburðir þeir sem hún greinir frá að eigi að hafa gerst verður ljóst að heimildin stenst ekki gagnrýniskröfur um rit- unartíma sem næst atburðum, gleymska og gáleysi geta þar leikið lausum hala, að ekki sé minnst á ómeðvitaðar tilhneigingar, meðvit- aðan áróður og lærðan tilbúning. En hvernig sem þessu er farið þá er ljóst að Islendingabók er beinn vitnisburður um þær hugmyndir sem Ari Þorgilsson, og væntan- lega Teitur Isleifsson, gerðu sér eða vildu gera sér um kristnitökuna. I þeirri merkingu verð- ur Islendingabók ekki flokkuð sem frásagnar- heimild, hún verður óyggjandi sögulegur vitnisburður um hugmyndir sagnaritara í upphafi tólftu aldar um kristnitökuna.48 Með þessu hefur Sveinbjörn dregið staðreyndagildi heimildarinnar mjög í efa, ólíkt því sem flestir fyrir- rennarar hans gerðu, en þó virðist trúin á gildi Ara sem sagnaritara ennþá til staðar. Það er í samræmi við þetta að umræða Sveinbjamar snýst ekki beint um atburði kristnitökunnar heldur hvaða kristindóm Ari telji að þar hafi verið lögtekinn. Án þess að ná- kvæmlega sé farið út í niðurstöður hans má segja að hann færi að mörgu leyti ágæt rök fyrir því að kristni- tökusagan sé „mótuð af hugmyndum lærðra manna á síðari hluta elleftu aldar og fyrri hluta hinnar tólftu um kristnihald".4’ Sveinbjörn telur að menn hafi oft í trú sinni á 85
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.