Sagnir - 01.06.2000, Qupperneq 110

Sagnir - 01.06.2000, Qupperneq 110
verði til á varðveisluhæfu formi en fyrir fáum árum. Astæðan er sú að tölvupósturinn kemur oft í stað símtala, sem augljóslega geymast illa. Tölvupóstur er ákaflega frjálslegur tjáningarmáti, formlegir siðir eru almennt ekki notaöir, sendendur leggja minna upp úr réttri stafsetningu og málfræði í bréfum sínum þótt flestir séu sammála um að villur af þessu tagi séu neikvæðar. Vegna þessa er tölvu- póstur gjarnan stuttur og hnitmiðaður, galsafenginn og ungæðislegur. Hér að ofan lagði ég að jöfnu tölvupóst nútímans og sendibréf „gamla" tímans. Að flestu leyti er inni- hald og efni bréfanna svipað þótt eflaust megi færa gild rök fyrir því að stíll tölvupóstsins sé að mörgu leyti frjálslegri og líkari talmáli heldur en fyrirrennari hans sendibréfið. í bók sinni Menntun, ást og sorg fjallar Sigurður Gylfi Magnússon nokkuð um heimildargildi bréfa. Þar segir hann meðal annars: „Framhjá hinu er ekki hægt að líta að bréfin geta haft mikla kosti... einkum í þeim tilfellum þar sem samband bréfritara og við- takanda er náið og þeir láta tilfinningar sínar óhindr- að í ljós."2 Vegna þess að tölvupósturinn er frjálsleg- ur, aðgengilegur og mikið notaður í óformlegum samskiptum er ég þeirrar skoðunar að hann geti reynst heimildalegur fjársjóður fyrir alla þá sem hafa áhuga á að vinna með persónulegar heimildir. Þegar fram í sækir verður tölvupósturinn án efa viðfangsefni rannsakenda úr ólíkum áttum. Hægt er að hugsa sér forvitnilegar rannsóknir á svokölluðum „urban legends" eða þjóðsögum nútímans. Flestir tölvupóstsnotendur kannast við keðjubréf og annað efni sem gengur manna í millum og munu mann- fræðingar framtíðarinnar án efa gramsa lengi í þeim. Ennfremur verður spennandi að rannsaka tölvupóst með tilliti til tungumálsins, ritmáls og dægurmenn- ingar þjóðarinnar. Þá er ótalið persónuleg samskipti, tilfinningar og líf almennings við upphaf tölvualdar ásamt hreinum rannsóknum á tækninni og nýtingu hennar við upphaf 21. aldarinnar. I auknum mæli mun tölvupóstur verða notaður í stjórnsýslu og opin- beru lífi og því notaður sem heimildir í stjórnmála- og stofnanasögu hverskonar. Rafrænar undirskriftír murtu hafa breytingar í för með sér Það hlýtur að vera eðlilegt að tölvupóstur falli undir lög um skilaskyldu eins og önnur gögn sem verða til í opinberum stofn- unum og fyrirtækjum. Það er mér þó til efs að mikið af honum falli í þann flokk. Lög um skilaskyldu taka alls ekki yfir öll gögn sem til verða í stofnunum og það eru einmitt óformleg gögn og fyrirspurnir af ýmsum toga sem ekki eru skilaskyld. Eg held að þetta sé því ekki aðkallandi sem stendur en mun sjálfsagt breyt- ast mikið með tilkomu rafrænna undirskrifta. Þær munu gera einstaklingum og stofnunum kleift að undirrita skjöl með raf- rænum hætti og þannig gera eiginhandarundirskriftir óþarfar s.s. við undirritun fjárskuldbindinga. Ágætt dæmi um þetta er af mínum vinnustað, Hagstofunni, en nú þurfa landsmenn að skila undirrituðum eyðublöðum vilji þeir flytja lögheimili sitt. Þau gögn ber að varðveita. Með tilkomu rafrænna undirskrifta mun almenningur geta sent póst með slíkri undirskrift í sama tilgangi. Augljóslega þarf að geyma þann póst líkt og eyðublöð- in nú. Skilaskylda á rafrænum gögnum er mikið til umræðu í safnaheiminum og hafa Danir t.d. tekið upp skilaskyldu á raf- rænum útgáfum hverskonar. Þessi umræða mun magnast enn með úbreiðslu rafbóka og tímarita og ég tel einsýnt að íslend- ingar munu fylgja fordæmi Dana. Eins og áður sagði krefst þessi þróun nýrra aðferða og varðveislutækni þar sem tryggt er að ávallt verði hægt að lesa stafrænar upplýsingar frá hvaða tíma sem er. Það er borðleggjandi að tölvupóstur er skilaskyldur eins og staðan er í dag, svo framarlega sem efni hans og innihald gefa tilefni til. Að mínu viti eru það fá bréf sem enn eru skilaskyld en það er ljóst að þeim mun fjölga gríðarlega á næstu mánuðum og árum. 1 Gunnar Karlsson: „Kristnitaka íslendinga og menningaráhrif hennar", Andvari, Nýr flokkur XLII, 125. árg, 2000. 2 Sigurður Gylfi Magnússson, Mennhm, ást og sorg, Reykjavík 1997. [Studica Historica 131 bls. 53. 108
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.