Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Blaðsíða 9

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Blaðsíða 9
 1. Upphaflega hvatningu að rannsóknunum þakka ég prófessorunum dr. E. Püschel og dr. G. Milden- berger, báðum í Bochum. 2. Samkvæmt norrænni málhefð, sem einnig gildir á Íslandi, hefjast miðaldir fyrst þegar víkingatíminn líður undir lok. 3. Kristján Eldjárn, Kuml og haugfé (1956). 4. K. Eldjárn, Carved Panels from Flatatunga, Iceland. Acta Arcaeologica 24, 1953; E. M. Mageröy, Tilena fra Mödrufell i Eyafjord. Viking 17, 1953; sama, Flatatunga Problems. Acta Arcaeologica 32, 1961; M. Thórdason, Islands Middelalderkunst. Í H. Shetelig (ritstj.), Nordisk Kultur 27: Kunst (1931). 5. M. Stenberger (ritstj.), Forntida gaardar i Island (1943). Auk ýmissa greina í Árbók Hins íslenska forn- leifafélags. 6. Sem undantekningu frá þessu má nefna eldri rannsókn gerða af Finni Jónssyni, Hinn forni kaupstaður „at Gásum“ birt í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1908. 7. T. Capelle, Bericht über eine vorläufige Unter- suchung des mittelalter- lichen Handelsplatzes Gautavík im Sudosten Islands. Archäologisches Korrespondenzblatt 8, 1978. __________ 9 Rannsóknirnar í Gautavík voru gerðar að undirlagi Þórs Magnússonar, þjóð- minjavarðar.1 Takmarkið var að finna með hjálp fornleifafræðilegra rann- sókna merki um viðskiptatengsl Íslands á seinni hluta miðalda, sem stóðu í raun lengur yfir þar en á meginlandi Evrópu. Gautavík var talinn mjög álitlegur rann- sóknarstaður, því hans er oft getið sem verslunarstaðar og hafnar í miðalda- handritum, auk þess sem rústirnar á staðnum voru auðgreinanlegar. Hingað til hefur megináhersla rannsókna á sviði fornleifafræði á Íslandi einskorðast við víkingatímann og fyrri hluta miðalda.2 Um er að ræða landnámstímann og tímabilið þar á eftir. Helst hafa verið rannsakaðar grafir3 og útskurðarlist4 frá tímabilinu en kerfisbundnar rannsóknir voru einkum bundnar við uppgrefti á rústum bóndabæja5, á meðan rústir verslunarstaða lágu afskiptar.6 Þetta á bæði við um upphafstímabil Íslands- sögunnar og síðmiðaldir. Lýsing var gerð af svæðinu í Gautavík sumarið 19787 og árið 1979 hófst svo upp- gröfturinn. Bæði árin var það Þýska rannsóknarráðið sem stóð straum af öllum kostnaði fyrir þýsku þátt- takendurna og á það miklar þakkir skilið fyrir það. Við uppgröftinn störfuðu Íslendingarnir Guðmundur Ólafsson, Ívar Gissurarson og að hluta til Gunnlaugur Haraldsson. Auk höfundar tóku eftirtaldir Þjóðverjar þátt í upp- greftinum; Barbara Grodde og Birgit Mecke, nemar frá Háskólanum í Münster, sem og stúdentarnir Rainer Halpaap, Wulf Holtmann og Hans- Günter Tuitjer sem eru meðhöfundar þessarar skýrslu. Þar sem ekki stóð til að skipuleggja langtíma rannsóknaráætlun var grafið á fyrirfram ákveðnum uppgraftarreitum. Alls voru rannsakaðir fjórir reitir, sem áttu að gefa sem skýrasta mynd af svæðinu öllu og þá einnig því sem ekki yrði grafið upp. Á meðan vinna fór fram á svæðinu sem og við úrvinnslu nutum við aðstoðar dr. Kristjáns Eldjárns forseta og fyrrum þjóðminjavarðar í Reykjavík, Þórs Magnússonar, þjóð- minjavarðar, dr. Björns Thorsteinssonar prófessors (vegna samtímaheimilda), Guðrúnar Larsen frá Jarðvísindastofnun HÍ í Reykjavík (við greininga gjósku- laga), Landmælinga Íslands, sem lét okkur í té loftmynd til notkunar, dr. K.- F. Schreiber prófessors og dr. R. Thöle, landafræðideild West-fälische Wilhelms Universität (við greiningu jarðvegs- sýna), dr D. Stöffler prófessors við steindafræðideild Westfälische Wil- helms Universität (við gerð þunnsneiða úr tígulsteinum) sem og dr. B. Trier, Vestfalska Þjóðminjasafninu (við rönt- gengreiningu járnhluta). Allir þessir aðilar voru tilbúnir til að hjálpa og eiga þeir mínar innilegustu þakkir fyrir. Sér- stakar þakkir fá íslensku samverkamenn mínir, sem gerðu uppgröftinn í Gauta- vík að sérstaklega ánægjulegu þýsk- íslensku samvinnuverkefni. Torsten Capelle Formáli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.