Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Side 9

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Side 9
 1. Upphaflega hvatningu að rannsóknunum þakka ég prófessorunum dr. E. Püschel og dr. G. Milden- berger, báðum í Bochum. 2. Samkvæmt norrænni málhefð, sem einnig gildir á Íslandi, hefjast miðaldir fyrst þegar víkingatíminn líður undir lok. 3. Kristján Eldjárn, Kuml og haugfé (1956). 4. K. Eldjárn, Carved Panels from Flatatunga, Iceland. Acta Arcaeologica 24, 1953; E. M. Mageröy, Tilena fra Mödrufell i Eyafjord. Viking 17, 1953; sama, Flatatunga Problems. Acta Arcaeologica 32, 1961; M. Thórdason, Islands Middelalderkunst. Í H. Shetelig (ritstj.), Nordisk Kultur 27: Kunst (1931). 5. M. Stenberger (ritstj.), Forntida gaardar i Island (1943). Auk ýmissa greina í Árbók Hins íslenska forn- leifafélags. 6. Sem undantekningu frá þessu má nefna eldri rannsókn gerða af Finni Jónssyni, Hinn forni kaupstaður „at Gásum“ birt í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1908. 7. T. Capelle, Bericht über eine vorläufige Unter- suchung des mittelalter- lichen Handelsplatzes Gautavík im Sudosten Islands. Archäologisches Korrespondenzblatt 8, 1978. __________ 9 Rannsóknirnar í Gautavík voru gerðar að undirlagi Þórs Magnússonar, þjóð- minjavarðar.1 Takmarkið var að finna með hjálp fornleifafræðilegra rann- sókna merki um viðskiptatengsl Íslands á seinni hluta miðalda, sem stóðu í raun lengur yfir þar en á meginlandi Evrópu. Gautavík var talinn mjög álitlegur rann- sóknarstaður, því hans er oft getið sem verslunarstaðar og hafnar í miðalda- handritum, auk þess sem rústirnar á staðnum voru auðgreinanlegar. Hingað til hefur megináhersla rannsókna á sviði fornleifafræði á Íslandi einskorðast við víkingatímann og fyrri hluta miðalda.2 Um er að ræða landnámstímann og tímabilið þar á eftir. Helst hafa verið rannsakaðar grafir3 og útskurðarlist4 frá tímabilinu en kerfisbundnar rannsóknir voru einkum bundnar við uppgrefti á rústum bóndabæja5, á meðan rústir verslunarstaða lágu afskiptar.6 Þetta á bæði við um upphafstímabil Íslands- sögunnar og síðmiðaldir. Lýsing var gerð af svæðinu í Gautavík sumarið 19787 og árið 1979 hófst svo upp- gröfturinn. Bæði árin var það Þýska rannsóknarráðið sem stóð straum af öllum kostnaði fyrir þýsku þátt- takendurna og á það miklar þakkir skilið fyrir það. Við uppgröftinn störfuðu Íslendingarnir Guðmundur Ólafsson, Ívar Gissurarson og að hluta til Gunnlaugur Haraldsson. Auk höfundar tóku eftirtaldir Þjóðverjar þátt í upp- greftinum; Barbara Grodde og Birgit Mecke, nemar frá Háskólanum í Münster, sem og stúdentarnir Rainer Halpaap, Wulf Holtmann og Hans- Günter Tuitjer sem eru meðhöfundar þessarar skýrslu. Þar sem ekki stóð til að skipuleggja langtíma rannsóknaráætlun var grafið á fyrirfram ákveðnum uppgraftarreitum. Alls voru rannsakaðir fjórir reitir, sem áttu að gefa sem skýrasta mynd af svæðinu öllu og þá einnig því sem ekki yrði grafið upp. Á meðan vinna fór fram á svæðinu sem og við úrvinnslu nutum við aðstoðar dr. Kristjáns Eldjárns forseta og fyrrum þjóðminjavarðar í Reykjavík, Þórs Magnússonar, þjóð- minjavarðar, dr. Björns Thorsteinssonar prófessors (vegna samtímaheimilda), Guðrúnar Larsen frá Jarðvísindastofnun HÍ í Reykjavík (við greininga gjósku- laga), Landmælinga Íslands, sem lét okkur í té loftmynd til notkunar, dr. K.- F. Schreiber prófessors og dr. R. Thöle, landafræðideild West-fälische Wilhelms Universität (við greiningu jarðvegs- sýna), dr D. Stöffler prófessors við steindafræðideild Westfälische Wil- helms Universität (við gerð þunnsneiða úr tígulsteinum) sem og dr. B. Trier, Vestfalska Þjóðminjasafninu (við rönt- gengreiningu járnhluta). Allir þessir aðilar voru tilbúnir til að hjálpa og eiga þeir mínar innilegustu þakkir fyrir. Sér- stakar þakkir fá íslensku samverkamenn mínir, sem gerðu uppgröftinn í Gauta- vík að sérstaklega ánægjulegu þýsk- íslensku samvinnuverkefni. Torsten Capelle Formáli

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.