Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Blaðsíða 22

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Blaðsíða 22
 til sjávar en ósar hennar eru vegna rofs stöðugum breytingum háðir. Tals- verður munur á flóði og fjöru, eða meira en einn metri, og veldur hann líka breytingum á strandlínunni. Þegar staðfræði Gautavíkur er skoðuð úr lofti (mynd 6) má greinilega sjá mosann og graslendið sem er í innri hluta víkurinnar. Sterki græni liturinn á láglendinu er þar greinilegur í hrjóst- rugu umhverfinu. Við nánari eftir- grennslan á svæðinu kom í ljós að undirlendið þar er alsett litlum görðum. Erfiðleikum olli að ekki var hægt að túlka alla garðana sem mannvistarleifar verslunarmannanna, búða þeirra eða annarra húsakynna. Voru þetta þúfur, íslenskt jarðvegs- fyrirbæri. Þær eru litlir hólar þaktir gróðri sem samanstanda af Snarrót.53 Form þeirra eru margbreytileg. Út- breiddastar eru kúpullaga þúfur með hringlaga útlínum, 30-80 sm háar og 20-120 sm þykkar. Sums staðar standa þær þétt saman, oft með 10-15 sm millibili. Þær eru einnig til flatari, líkt og skildir eða garðar.54 Helst má finna þær á láglendi Íslands allt niður að sjávarmáli. Tilvist þeirra og mismun- andi útlit má rekja til frosts og mis- munandi undirlags jarðvegarins.55 Ekki er hægt að sleppa því að taka þúfurnar inn í myndina við fornleifafræði- rannsóknir á þessu svæði. Leifar af búðaþyrpingum sjást greini- lega þrátt fyrir þúfurnar á flötum gras- bölunum við sjávarmálið norðan- megin víkurinnar sem meira en eins metra háir jarðvegsgarðar eða djúp jarðföll. Breidd garðanna, sem getur verið meira en 1,5 metri, ræðst annars vegar af byggingarháttunum, að hlaða úr torfi, og hins vegar af náttúrulegu rofi. Torfið var líklega tekið í næsta nágrenni staðarins og notað til hús- bygginga í staðinn fyrir timbur, því það gaf betri einangrun. Jarðvegssnið tekin í rannsókninni varpa ljósi á hversu sterk veðrunin og jarðvegseyðingin hefur verið. Sniðin sýndu mikla lagskiptingu og marga liti. Litafjöldinn stafar af umbreytingu jarðefna vegna, bæði vegna ytri og innri eyðingarafla. Á Íslandi er vindrof mjög virkt vegna götóttrar gróðurþekju og þ.a.l. er víða vindborinn fokjarð- vegur. Stöðugur vindur af jöklum og hafi hefur í för með sér umfangsmikla enduruppsöfnun jarðlaga. Sérstaklega athyglisverð eru lög eldfjallagjósku inn á milli jarðvegslaga. Í dag geta eldfjallafræðingar, með hjálp aðferða náttúruvísinda, ákvarðað hvaða gosi hvert gjóskulag tilheyrir. Vegna þess að stærri eldgos voru einnig skráð í annála má afmarka ákveðin tímabil í jarðvegssniði sem innihalda svona gjóskulög. Þessar fullkomnu forsendur aldursgreiningar voru til staðar í jarðvegssniðum í Gautavík. Gjóskulög fundust bæði undir og ofan á byggingum. Þau eru þó ekki alltaf lárétt vegna áhrifa áður- nefndra þúfnamyndana. Í sniðum austursamstæðunnar var ljóst 1,5 sm þykkt gjóskulag56 upprunnið úr eldgos- inu í Öræfajökli árið 1362.57 Lagið er ljóst, líkt og úr líparíti,58 á meðan flest önnur gjóskulög á Íslandi eru svört og úr basísku basalti.59 Öræfin eru í um 140 km fjarlægð, miðað við loftlínu, frá uppgreftinum. Við hið kröftuga gos þar þeyttust gosefni hundruð kílómetra í gegnum loftið þar til þau loks féllu til jarðar. Samkvæmt Sigurði Þórarinssyni60 er __________ 22 53. E. Schunke, Zur Genese der Thufur Islands und Ostgrönlands. Erdkunde 31, 1977. 54. E. Schunke (sjá neðan- málsgrein 53) 280 f. 55. E. Schunke (sjá neðanmálsgrein 53) 286. 56. S. Thorarinsson, Der Öraefajökull und die Landschaft Öraefi. Erdkunde 13, 1959, 131. Gjóska er samheiti fyrir föst efni sem fylgja gosum (m.a. vikur, ösku). Það er efni sem ekki er gaskennt og flýgur í gegnum loftið, samanber orðið hraun sem flæðir úr eldfjallinu. 57. Guðrúnu Larsen, Reykjavík, eru hér með færðar þakkir fyrir greiningu gosulaga. Sjá viðhengi. 58. Si O2 69-70%. 59. S. Thorarinsson (sjá neðanmálsgrein 56). 60. S. Thorarinsson (sjá neðanmálsgrein 56).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.