Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Síða 13

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Síða 13
 Íslenski bóndinn þurfti strax frá byrjun að vera sjálfbær. Hann þurfti ekki einungis að vera útsjónarsamur til að geta fætt fjölskyldu sína og hjú með hjálp annars takmarkaðs náttúrulegs efniviðar, heldur þurfti hann líka að búa yfir kunnáttu til að meðhöndla tré og járn. Skortur á þéttbýliskjörnum með handverksverkstæðum kallaði á sjálfstæði einstaklinganna. Þéttbýlis- myndun, sem var forsenda sérhæfingar og upphaf verslunar og iðnaðar, hófst ekki á Íslandi fyrr en undir lok 19. aldar. Vegna þessa var frá upphafi á hverju býli svokölluð smiðja, sem var alhliða verkstæði þar sem fram fór öll nauðsynleg handverksvinna. Gott dæmi um þetta var grafið upp að Stöng í Þjórsárdal.18 Bærinn þar fór í eyði eftir Heklugosið 1104.19 Eldfjalla- gjóskan sem þekur rústirnar býður fornleifafræðingum upp á bestu að- stæður til aldursgreiningar. Vegna staðbundinna aðstæðna eru oft betri aðstæður til uppgraftar á Íslandi, heldur en í öðrum löndum á meginlandi Evrópu. Fyrir víkinga- öldina voru engir aðrir landnemar og því þarf yfirleitt ekki að búast við flóknum jarðvegslögum vegna langrar notkunar ákveðinna staða. Ekki er hægt að tala um hina engilsaxnesku eða írsku einsetumenn sem komu á undan víkingunum sem landnema í þrengstu merkingu þess orðs. Víkinga- tíminn og miðaldirnar sem á eftir fylgdu eru einu tímabilin sem forn- leifafræðin mun rannsaka. Það er sjald- gæft að byggt hafi verið ofan í eldri minjar og þeim þar með raskað. Þar sem saga Íslands spannar einungis ellefu hundruð ár eru rústir oft auð- greinanlegar í landslaginu sem litlar öldur á yfirborðinu. Akuryrkja hefur verið mjög lítið stunduð og því ekki mikið um að rústir hafi verið plægðar burt. Oft á tíðum gefur staðbundin landslagslýsing góða þekkingu um svæðið. Til að svara spurningum um aldur og tímaröð gefa eldgos miðalda mjög góðar vísbendingar, þar sem gjóskan frá þeim dreifðist víða en litur og efnasamsetning gjóskunnar er alltaf mismunandi. Vinna fornleifafræðinga á Íslandi er þó samt ekki alltaf auðveld, þar sem upp geta komið vandamál sem ekki eru algeng á meginlandinu. Í fyrsta lagi er það vegna þeirra byggingarefna sem notuð voru. Helst á þetta við um torfið sem erfitt er að greina frá öðrum jarðvegi. Eins getur reynst erfitt að ákvarða hvernig veggir liggja vegna skorts á veggjastoðum. Stærð einstakra húsa er því einungis hægt að ákvarða eftir að gólf hefur verið grafið upp í heild sinni. Möguleikar íslensku landnáms- mannanna við að byggja upp viðskipti voru frá upphafi takmarkaðir. Af korn- tegundum var nær eingöngu hægt að rækta bygg. Landið var líka best fallið til sauðfjárræktar en þó einnig naut- griparæktar. Sauðfjárræktin setur enn þann dag í dag svip sinn á landið. Hægt var jafnframt að nýta fjölda fiski- og fuglategunda til matar. Þar ber helst að nefna lundann en hann mun vera mjög góður á bragðið og gefa af sér fínan dún. Það hefði mátt ætla að vegna þessa fátæklega vöruúrvals hefði Ísland fljót- lega einangrast frá Evrópu, þaðan sem íbúarnir þurftu á hágæðavöru að halda. Því getur ferðin yfir vindasamt Norður-Atlantshafið varla hafa borgað __________ 13 18. A. Roussel, Stöng - Thjórsárdalur. Í M. Sten- berger (ritstj.), Forntida gårdar i Island (1943). 19. Kristján Eldjárn, Stöng í Þjórsárdal (1971) 3.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.