Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Side 15

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Side 15
 auðveldara að veiða stærri tegundir sjávardýra, svo og villt dýr á landi en þau voru vart til á Íslandi. Hið verð- mæta kléberg var einnig til á Græn- landi í miklu magni30 og rekaviður barst jafnframt þar að landi í miklum mæli. Segja má að landnámi Norður- Atlantshafsins hafi lokið með byggð á Grænlandi í kringum árið 1000. Á norðanverðu bresku eyjunum, Fær- eyjum og Íslandi hófst búseta til frambúðar og tengsl voru mynduð við Skandinavíu og Evrópu með reglu- legum siglingum. Ekki var sömu sögu að segja frá Grænlandi. Á síðari hluta miðalda urðu skipsferðir þangað æ fátíðari, vegna þess að minnkandi gróði kaup- mannanna vó ekki lengur upp á móti erfiðum ferðunum þangað. Sú stað- reynd að Grænland varð hluti af norska ríkinu árið 1261 skipti þar engu máli. Um 1500 leið búseta norrænna manna á Grænlandi undir lok. Verslun- arferðir höfðu þá þegar lagst af og í kjölfarið varð skortur á helstu inn- fluttum nauðsynjavörum í landinu. Ferðum til Íslands var hins vegar haldið áfram frá Bretlandseyjum, Skandinavíu og meginlandi Evrópu. Ástæður þess að búseta á Grænlandi lagðist af hafa ekki verið útskýrðar að fullu. Svarti dauði gæti átt sinn þátt í því en hann herjaði á Skandínava á sama tíma og lagði marga bæi í auðn. Breyting á loftslagi til hins verra gæti einnig hafa átt sinn þátt í eyðingu byggðar á Grænlandi. Ennfremur geta árásir enskra og þýskra sjóræningja hafa náð til Grænlands um leið og þeir voru á ferð um Ísland á 15. öld. Að lokum er ekki hægt að útiloka að flutningar Eskimóa úr norðri hafi haft sín áhrif, þar sem margar sögur þeirra segja frá átökum við norræna menn.31 Eftir að norrænu byggðirnar lögðust af á Grænlandi var Ísland ekki lengur aðeins viðkomustaður á þessum fjar- lægu verslunarleiðum Norður-Atlants- hafsins, heldur endastöð þeirra. Vínland, með öðrum orðum Norður- Ameríka, hvarf þó enn hraðar en Grænland úr minni Evrópubúa.32 Til- raunir norrænna manna til að setjast að á austurströnd Ameríku stóðu stutt yfir. Það átti eftir að verða verk Kólumbusar að finna Ameríku í síðara skiptið og opna þar með endanlega fyrir fasta búsetu Evrópubúa þar. Það var síðan fyrst í nútímanum sem Græn- land uppgötvaðist að nýju. Fljót, vötn og strandlengjan búa yfir náttúrulegum ferðaleiðum og því þurfti ekki að standa í vegaframkvæmdum og byggðir mynduðust fyrir tilstuðlan fyrirliggjandi aðstæðna á vatnsbökk- unum. Siglingar yfir höf eru hins vegar annað og meira mál, sem fyrst var gert í Norðurhöfum á fyrri hluta miðalda. Það hafði í för með sér að ekki voru lengur farnar stuttar leiðir milli hafna, heldur var siglt á haf út, langt frá ströndinni. Dugnaður í úthafssigling- um, söfnun vista fyrir ferðir og siglingafærni varð að skilyrði.33 Skip með mikla burðargetu voru nauðsynleg til að standa undir arðbærum við- skiptum, annars borguðu hinar löngu ferðir sig ekki. Kuggar voru fyrstir slíkra skipa með mikla lest. Pakka varð vörunum þannig að þær héldust þurrar. Tunnur voru best til þess fallnar en þær mætti kalla flutningsgáma miðalda.34 Yfirráð yfir Norðurhöfum náðust fyrst á miðöldum, þ.e. frá lokum 9. aldar. Það fól í sér að Mið-Noregur, __________ 15 30. H. Ingstad, Die erste Entdeckung Amerikas (1966) 20. 31. K. J. Krogh, Viking Greenland (1967) 127 ff. 32. A. S. Ingstad, The Discovery of a Norse Settlement in America (1977). 33. D. Ellmers, Früh- mittelalterliche Handelsschiffahrt in Mittel- und Nordeuropa (1972) 227 f. 34. T. Capelle, Fass und Tonne. Ein Betrag zu Wörtern und Sachen. Í Arbeiten zur Frühmittel- alterforschung I, 1981.

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.