Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Side 18

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Side 18
 lagðist Þjórsárdalur í eyði og þar með býlið Stöng.39 Um miðja 14. öld hófust jafnframt eldgos í Öræfajökli.40 Þýðingarmikil fyrir þróun menning- arlandslags á Íslandi voru og eru eldgos sem verða undir jökli en undir ísbreiðum stóru jöklanna eru virk eldfjöll hulin. Verði eldgos undir þeim bráðnar ísinn umhverfis gíginn vegna hitans og vatnið ryður sér leið, sprengir hluta jökulsins af og rífur ísdranga á stærð við hús með sér. Slíkt getur haft í för með sér eyðileggingu stórra land- svæða. Í kjölfarið gossins í Öræfajökli árið 1362 hófst, sem dæmi má nefna, mikið jökulhlaup sem leiddi af sér að blómstrandi byggð lagðist í eyði. Nafn svæðisins breyttist úr Héraði, þ.e. stórri byggð, í Öræfi, eða óbyggð.41 Þrátt fyrir gríðarleg áhrif þessara hamfara urðu áhrif öskufalls á svæðið samt enn umfangsmeiri en hlaupið sjálft, samkvæmt Sigurði Þórarinssyni eldfjallafræðingi.42 Öskufallið í kjölfar þessa goss varð gríðarmikið og sjást merki þess í jarðlögum í Gautavík. __________ 18 Mynd 2. Kort af Berufirði en það sýnir legu Gautavíkur við norðurströndina. 39. Kristján Eldjárn, Stöng í Þjórsárdalur (1971) 3. 40. S. Thorarinsson, The Öræfajökull Eruption of 1362. Acta Naturalia Islandica II/2, 1958. 41. S. Thorarinsson, Island. Í A. Sömme (ritstj.), A Geography of Norden (1960). 42. S. Thorarinsson, Der Öraefajökull und die Landschaft Öræfi Erdkunde 13, 1959, 131.

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.