Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Page 21

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Page 21
 Noregs frá þessum punkti eru meira en 1000 km og til norðurodda Skotlands eru meira en 800 km. Verslunar- staðurinn stóð við innanverðan Beru- fjörð, syðsta fjörð Austfjarða (mynd 2). Hann er 19 km langur og tveggja til fjögurra kílómetra breiður. Fjörðurinn liggur í NV-SA inn í landið og opnast í suðaustur. Utan við minni fjarðarins er Papey. Til suðurs teygir sig svo hafn- laus sandströnd landsins við fætur hinna miklu jökla. Innst í firðinum og við Berunes er 35 – 37 faðma djúp rás.52 Verslunarstaðurinn Gautavík var staðsettur á norðurströnd Berufjarðar, við náttúrulega vík sem er um 500 x 500 metrar að stærð. Undirlagið er keilulaga malarframburður þar sem lækurinn Búðará rennur í fjörðinn (mynd 5). Það er einungis á fáum stöðum við fjörðinn sem basalthlíðarnar víkja það mikið frá strandlengjunni að nægilegt svæði sé til þess að komu fyrir byggð (myndir 3 og 4). Berufjörð umlykja nefnilega líka fjallgarðar frá norðvestri til suðausturs sem falla sérstaklega sunnanmegin í firðinum beint niður að sjávarborðinu. Þeir rísa í allt að 1000 metra hæð og eru því fyrir ofan snjó- línu. Fjallshlíðarnar eru að mestu gróðurlausar og mikið veðraðar. Landfræðilegar rannsóknir í Gauta- vík gáfu eftirfarandi niðurstöður: Víkin takmarkast vestanmegin af litlum hæðarhrygg, Búðarmel. Hann er lágur en með brattan hamravegg. Norðan- megin er flatlendi, nokkuð meira en austanmegin þar sem landið hækkar lítillega. Í miðri víkinni rennur Búðaá __________ 21 52. T. Thoroddsen, Island – Grundriss der Geo- graphie und Geologie. Petermanns Geograph- ische Mitteilungen, Ergänzungsheft 152/53, 1905/06, 89. Mynd 4. Yfirlitsmynd tekin úr vestri af byggðu svæði Gautavíkur.

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.