Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Side 26

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Side 26
 voru jarðvegssýni tekin til að búa til jafnþykktarlínukortið. Tvö sýni voru tekin á suðurströnd Berufjarðar. Nærri Teigarhorni reyndist þykktin annars vegar vera 2,5 sm niður á 25 sm dýpi og hins vegar 1,8 sm niður á 37 sm dýpi. Annað sýni, tekið í túnfætinum norður af bænum Berunesi, var á 53 sm dýpi og mældist gjóskulagið 1,5 sm á þykkt.66 Í sniðum frá Gautavík fundust þar að auki mjög þunnar gjóskulínur sem eru úr eldgosi í Kverkfjöllum árið 1477 – eldfjalli nyrst í Vatnajökli.67 Taka verður einnig hér til greina vandamál varðandi annars vegar land- sig og hins vegar landris, í tengslum við rannsóknirnar í Gautavík. Hægt hefur verið að sanna landsig á svæðunum austur af Vatnajökli með- fram Lóni og Höfn.68 Samkvæmt Sigurði Þórarinssyni hefur sigið verið á bilinu einn og tveir metrar á sumum stöðum í Austur-Skaftafelli síðan á landnámsöld. Í stóra lóninu vestur af Vestra-Horni fundust órofin gjóskulög undir nú- verandi vatnsyfirborði en þetta ferli landsigs útskýrir einnig af hverju lónið hefur ekki breyst til dagsins í dag, þrátt fyrir allt sandmagnið sem jökulfljótin bera með sér. Dýpi lónsins hefur þess vegna verið nokkuð stöðugt. Ástæðan fyrir landsiginu er aukið ísmagn sem safnast hefur fyrir í Vatna- jökli síðan á ísöld. Sigið er til komið vegna viðbragða jarðskorpunnar við aukinni þyngd ísmassans. Að öllum líkindum nær þessi þrýst- ingur íssins til hins nærliggjandi Beru- fjarðar. Lítið sig gæti hafa haft þau áhrif að hluti af bygginga frá mið- öldum hafi orðið sjónum að bráð. __________ 26 66. Sigurður Þóararins- son, The Öraefajökull Eruption of 1362. Acta Naturalia Islandica II/2, 1958. 67. Sigurður Þóararins- son (sjá neðanmálsgrein 66), mynd 18. 68. S. Thorarinsson, The Thousand Years Struggle against Ice and Fire (1956) 47.

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.