Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Page 30

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Page 30
 Uppgröfturinn í Gautavík fór fram á fjórum svæðum (mynd 5). Vesturrúst- irnar (= W) voru aðskildar frá hinum svæðunum vegna þess að lækur rann milli þeirra. Við ströndina (= U) var aðeins grafinn sniðskurður. Innan austurrústanna (= O) grófu íslensku samverkamenn okkar upp stórt hús. Milli reitsins við ströndina (U) og austurrústanna (O) lá naustið (B), sem gekk einnig undir nafninu suðurrústir, en þar fundust tvær byggingar ofan á hvor annarri sem höfðu haft mismun- andi hlutverki að gegna og voru frá mismunandi tíma. Uppgraftarreitirnir voru mældir sam- kvæmt hnitakerfi sem sett hafði verið út af íslenskum samverkamanni áður en uppgröfturinn hófst og ásar þess skilgreindir með X og Y. Skurð- punktur ásanna lá fyrir utan það svæði sem kom til greina fyrir búsetu á mið- öldum, til þess að tryggja að ekki þyrfti að nota mínusgildi fyrir fundi á svæðinu. X-gildin hækka til norðurs og Y-gildin til austurs. Á þennan hátt var hægt að bæta við þeim minjum sem síðar skutu upp kollinum á norðvestur- strönd víkurinnar. Margir vísindamenn telja staðinn líklegan lendingarstað vegna hamarsins sem er á stöku stað lóðréttur. Rannsóknir því til staðfest- ingar á svæðinu hafa hins vegar ekki borið árangur. Ekkert landsvæði er heldur að finna í klettunum sem gæti hafa þjónað hlutverki tengivegar milli lendingarstaðarins og byggðarinnar. Hæðarmælingarnar á myndum 21, og þeim sem fylgja, á eftir eru miðaðar við meðalstöðu sjávar. Vesturrústirnar Við rætur hæðarhryggjarins „Búðar- mels“ er vestursvæðið í Gautavík stað- sett. Það er sjálfsagt frá þessum rústum sem Olaus Olavius segir frá.91 Daniel Bruun gaf jafnframt út af staðnum teikningu sem er reyndar afvega- leiðandi hvað varðar mælikvarða og stefnu rústanna.92 Vesturrústirnar eru enn þann dag í dag sýnilegar með sínum sérstaklega háum veggjagörðum (mynd 8). Snið í gegnum hinar enn óröskuðu minjar sýnir þetta mjög greinilega (mynd 9). Auðvelt er að greina í sundur einstaka herbergi á yfirborðinu. Þau eru mörg tengd saman og hafa því myndað samantengda heild. Vesturrústirnar liggja milli hnitanna Y 346 og Y 378 annars vegar og hins vegar X 182 og X 199 í hinu stað- bundna hnitakerfi (mynd 10). Rústirnar voru því rúmlega 30 m langar og að hámarki 17 m þar sem þær voru breiðastar. Af yfirborðinu er ekki hægt að dæma um það hvort sum herbergin hafi verið byggð við síðar. Af eins- leitni veggjarústanna má hins vegar ætla að öll byggingin hafi verið byggð á saman tíma. Uppgraftarsvæðin 91. O. Olavius, Oeco- nomisk Reise igiennem de nordvestlige, nord- lige og nordostlige Kanter af Island (1780) 551 f. 92. D. Bruun, Fortids- minder og Nutidshjem paa Island (1928) 125 f. __________ 30

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.