Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Page 31

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Page 31
 Þrír hópar herbergja eru sýnilegir. Inngangarnir vísa til suðurs og að strönd víkurinnar. Einungis austasti hópur herbergjanna er með annan inn- gang sem snýr í austur. Suðurlanghlið heildarbyggingarinnar er mest röskuð og ekki var hægt að meta stærð að minnsta kosti eins herbergis. Tvö her- bergi í norðvesturhluta bygginganna hafa ekki sýnilega innganga. Hvernig þessi herbergi voru tengd öðrum her- bergjum er einungis hægt að ákvarða með frekari uppgrefti. Til þess að fá einhverja hugmynd um vesturrústirnar var opnaður hluti mið- herbergisins í miðhópi herbergjanna (mynd 11). Herbergið var skilgreint sem W I. Líkt og við var að búast fundust undir grassverðinum kröftugar grjóthleðslur sem mynduðu beina veggjalínu þrátt fyrir hrun þeirra (mynd 12). Veggurinn við innganginn var í það minnsta í grunninn úr grjóti. Utan við og ofaná grjóthleðslunni Mynd 8. Vesturrústirnar frá S-SA. Mynd 9. Vesturrústirnar, yfirborð N-S sniðs og V-A sniðs á svæði W I. __________ 31

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.