Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Page 52

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Page 52
 hafi verið úr torfi og steinum líkt og veggir venjulegra húsa. Naustin hljóta að hafa verið töluvert stór. Frægt dæmi er naust konungs Hákonar Hákonar- sonar í Bergen. Það á að hafa verið 45 m langt og 30 m breytt og var fyrst notað sem hátíðarsalur.116 Fornleifafundir gefa einnig frekari vísbendingar um stærð bátaskýla, t.d. 27 x 4,9 m (Killingsviken) (117); 33 x 6–8 m (Nes/Rogaland) (118); 32 x 7– 8,5 m (Stend, Fana/Hordaland).119 Bátaskýlin sem Rolfsen120 hefur safn- að saman upplýsingum um sýna hins vegar að einnig voru til töluvert minni svoleiðis byggingar, t.d. naust nr. 12 sem var einungis 7 m á lengd. Naust nr. 39 er 8,5 m langt og 2,7 m breitt. Á aftari skammhliðinni fundust tvær stoðarholur, sem ef til vill stóðu í tengslum við uppbyggingu þaksins. Aldur þessa nausts er sagður vera 870 ± 70. Sambærilegur fundur var gerður á L‘Anse Aux Meadows á Nýfundna- landi.121 Þar voru fjórar sporöskjulaga upphækkanir í landslaginu rannsakaðar þar sem tvær tilheyrðu saman í hverju tilfelli. Innri hluti þeirra var grafinn lítillega niður og veggirnir voru aðeins nokkurra sentimetra háir. U-laga grunnform þeirra var frekar stutt og breitt (meðalgildi milli innri og ytri marka): Grunnform 1: ca 5,50 x 2 m; Grunnform 2: ca. 7 x 3,50 m; Grunn- form 3: ca. 8 x 3 m og Grunnform 4: ca. 5 x 4 m. Þessi naust snéru ekki öll til sjávar. Stoðarholur fundust aðeins í nausti nr. 4 en hér gætu hafa staðið burðarstoðir fyrir þakið. Stjórnandi uppgraftarins útilokar heldur ekki að stoðirnar standi í sambandi við þil- klæðningu naustsins. Þök þessara fjögurra nausta voru líklega þakin með grasþökum sem lágu á timburvirki úr viðardrumbum eða greinum. Það sem bendir til að grasþökur hafi verið notaðar í þak naustanna í L‘Anse Aux Mynd 39. Naustið, suðursvæði, gjóska. 116. U. Schnall (sjá neðanmálsgrein 106) 287. 117. E. Hinsch, Naust og hall i jernalderen. Bergens Museums Årbog 1960. 118. P. Rolfsen, Båt- naust på Jaerkysten (1974) 20-22. 119. P. Rolfsen (sjá neðanmálsgrein 118) 27-28. 120. P. Rolfsen (sjá neðanmálsgrein 118) 83-88. 121. A. E. Christensen, The excavation of the boatsheds. Í A.S. Ingstad, The Discovery of a Norse Settlement in America (1977) 109 ff. __________ 52

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.