Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Page 53

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Page 53
 Meadows er torflag sem fannst sums staðar í þeim og náði milli veggja. Fremri skammhlið bygginganna var annað hvort opin eða lokuð með hurð en reyndar fundust engin ummerki um þær. Veggirnir hafa borið minnst af þyngd þaksins. A. E. Christensen lýsir þeim sem einangrandi skjólveggjum sem reistir voru undir þakið sem borið var uppi af stoðum. Jafnvel þótt að gera megi ráð fyrir því að veggir naustanna fjögurra hafi upphaflega verið lengri, þá sýna þau engu að síður fram á að naustin voru byggð fyrir minni báta. Það sama á við um naustin í Gautavík og Nord-Sunde við Stav- anger.122 Með hliðsjón af uppgröfnum bátum frá víkingatímanum og miðöldum reyndi A. E. Christensen að gera sér grein fyrir gerð þeirra báta, sem gátu hafa legið í L‘Anse Aux Meadows.123 Allir bátarnir voru dæmigerðir fyrir sinn tíma. Samkvæmt Christensen sýna þeir jafnframt hinn dæmigerða fiskibát sem var notaður við strendur Íslands og Noregs allt fram á 19. öld. Bátarnir sem geymdir voru í naustinu í Gautavík voru örugglega líkir þeim. Sambærileg naust voru notuð á Íslandi allt fram á síðustu aldir, líkt og sést á rústum byggingar, sem staðsett er um 2 km frá Gautavík en þak hennar er hrunið (mynd 40). Þetta naust, sem síðast var notað ekki alls fyrir löngu, líkist sannarlega naustunum sem grafin hafa verið upp. Þar sem þessi tegund nausta hefur haldist nær óbreytt í gegnum aldirnar, er aldursgreining út frá formi og legu þeirra næstum ómöguleg. Aðeins gripir gætu hjálpað til við nákvæmari tíma- setningu. Hvort um hróf eða naust hafi verið að ræða í Gautavík er ekki hægt að segja af nokkurri vissu. Hugtökin lýsa í raun sömu byggingargerð - í það minnsta er það svo samkvæmt niður- stöðum fornleifarannsókna. Hlutverk múrsteina- byggingarinnar Múrsteinabyggingin er sú fyrsta sinnar tegundar sem fundist hefur á Íslandi. Það athyglisverðasta við hana er að byggingarefnið í henni er ekki innlent. Möguleiki er að múrsteinarnir hafi komið með kaupmönnum til Íslands sem ballest og skildir eftir. Í stað hennar hefur t.d. þungur fiskfarmur verðið tekinn um borð. Ef það er rétt skýring á tilvist múrsteinanna á Ís- landi, þá má búast við að þeir myndu finnast annars staðar einnig. Sú er hins vegar ekki raunin. Þá er nær einungis sá möguleiki fyrir hendi að þeir hafi verið fluttir hingað til lands í þeim tilgangi að nota þá til byggingar. Sér- staklega múrsteinslagt gólfið með undirstöðunum gefur til kynna að þeir sem byggðu múrsteinshringinn hafi kunnað til verka við nýtingu þessa byggingarefnis. Múrsteinarnir hljóta einnig að hafa verið betur til verksins fallnir en það byggingarefni sem fáan- legt var á Íslandi. Í þessu samhengi ber að geta þess á ný að í kringum 1534 eiga verslunar- menn frá Hamborg að hafa flutt hús til Íslands.124 Hvort um heil hús hafi verið að ræða er ekki vitað með vissu. Um tilbúna hluta húsa gæti hafa verið um að ræða, til dæmis ramma úr tré, já eða ef til vill einungis byggingarefni eins og múrsteinar. Til hvers múrsteins- hringurinn hefur verið notaður er ekki 122. P. Rolfsen (sjá neðanmálsgrein 118) 83- 88. 123. F. Johannessen, Båtene fra Gokstadskipet. Viking 4, 1940; H. Åker- lund, Fartygsfynden i den forna hemnen i Kalmar (1951). 124. E. Baasch, For- schungen zur hamburg- ischen Handelsgchichte I. Die Islandfahrt der Dautschen namentlich der Hamburger vom 15. bis 17. Jahrhundert (1889). Neðanmálsgrein 7 og 108 f. __________ 53

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.