Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Side 54

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Side 54
 að fullu ljóst en sambærilegar bygg- ingar benda til að hann hafi verið notaður til framleiðslu. Uppgröftur býlisins Gröf, suður af Vatnajökli, leiddi í ljós, fyrir utan íbúðarhús, tilheyrandi framleiðsluhús og var eitt þeirra, sem sagt er hafi verið kornþurrkari, keimlík byggingunni í Gautavík.125 Byggingin sem snýr SSV- NNA er með ferhyrndu herbergi sem er 2 x 3 m stórt og var hellugólf þess að hluta varðveitt. Veggirnir voru úr torfi, studdir steinhleðslu að innan. Inngangurinn var í vesturhorni bygg- ingarinnar. Gengt honum leiðir 0,5 til 0,7 breiður og 1 m langur gangur inn í þurrkherbergið en þvermál hans er í kringum 1,5 m (mynd 41). Undir ganginum var hlaðin lögn sem gerði flutning á reyk og varma mögulegan. Til þess að koma í veg fyrir að eldur hafi komist í þurrk- herbergið og næði að læsa sig í kornið var settur steinn fyrir opið til þess að minnka það. Öskunni var sópað í holu fyrir framan lögnina sem var gerð úr lóðréttum steinhellum. Plöntuleifar sem fundust í henni voru greindar sem bygg (Hordeum vulgare).126 Öræfin, þar sem Gröf er, lögðust í eyði í eldsumbrotunum í Öræfajökli árið 1362.127 Sama hvítgráa öskulagið er þar að finna og í Gautavík undir elstu þekktu byggingunum. Til þess að staðsetja þau nákvæmlega í tíma eru fundirnir frá Gröf ekki nógu afgerandi en enginn fundur á staðnum mælir gegn því að bærinn hafi verið í byggð á 14. öldinni. Þetta er því elsti korn- þurrkari sem fundist hefur á Íslandi. Mynd 40. Uppistandandi leifar nausts á milli Gautavíkur og Beruness. 125. Gísli Gestsson, Gröf í Öræfum. Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1959. 126. Sturla Friðriksson, Korn frá Gröf í Öræfum. Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1959. 127. J. Voionmaa, Lundur, Borgarfjarðar- sýsla. Í 128) M. Sten- berger (ritstj.), Forntida gårdar i Island (1943). __________ 54

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.