Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Qupperneq 55

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Qupperneq 55
 Bygging í Lundi er hvað grunn- formið varðar lík þeirri sem hér um ræðir.128 Hún var rétthyrnd og mældist að innan 8 m löng og 2,5 m breið en þvermál hringlaga byggingarinnar er 2,5 m (mynd 42). Veggirnir eru úr steinhleðslum að utan sem innan en fyllt er á milli þeirra með mold. Leifar hellugólfs eru fyrir hendi. Gripi skortir sem og sögulegar heimildir og gerir það aldursgreiningu ómögulega. Einnig er ómögulegt að ákvarða hlut- verk en í dag er almennt talið að hér sé um að ræða hlöðu og fjós. Fundurinn í Gröf sýnir hins vegar að kornþurrkun var þekkt á Íslandi. Óhag- stæðar umhverfisaðstæður á eyjunum í Norður-Atlantshafi sem og á strand- svæðum á Bretlandi og Skandinavíu til að þroska korn ýtti undir þróun þurrktækninnar.129 Sýnt hefur verið fram á tengingu milli Skotlands, eyjanna í norður Atlantshafi og Skandinavíu með mál- vísindalegum rannsóknum. Almenn orð fyrir þurrkofn í Skotlandi er Kill eða Kiln130 og á gelísku sòrn en elstu hugtakið yfir slíka þurrkun á sænsku er kölna.131 Gelíska hugtaksins þorn er getið árið 1314 í V-Noregi og enn þann dag í dag er það þekkt í orðmyndunum tonn eða torn en hér er um trégólf þurrk- herbergis fyrir malt að ræða.132 Í Færeyjum er notað orðið sodnur um slíka þurrkun.133 Þar bætast við orðasambönd eins og sofnhús fyrir byggingar sem þangað til á níunda ára- tug síðustu aldar voru notuð til að þurrka rúg. Fjögur mismunandi form þurrkhúsa eru þekkt eftir því hvar þau eru landfræðilega staðsett.134 Tegundin frá Orkneyjum, sem kallast „Orkney-Kiln“, er líkust þeim sem fundist hafa á Íslandi. Þurrkherbergið þar er byggt við ferhyrnda hlöðu. Það er einn metri í þvermál og er allt að 5 metrar á hæð. Grind er lögð í um eins metra hæð en á hana var kornið breitt út sem þurrka átti. Hægt var að komast að grindinni í gegnum litlar dyr og upp nokkrar tröppur. Kamína var notuð til þess að kynda upp og hitinn leiddur úr henni undir tröppurnar og inn í þurrk- herbergið. Afgangurinn af bygging- unni var notaður sem birgðageymsla. Þurrkofnarnir eru í þessum tilvikum ekki byggðir inn í ferhyrndu rýmin heldur standa þeir frítt við skamm- hliðina. Tenging hringlaga byggingar- innar og rétthyrndu yfirbyggingar er enn hægt að sjá á Lewis (Suðureyjum). Byggingarnar sem enn þann dag í dag eru notaðar sem birgðahús eru með kúpullaga þaki, og göngustígur um- hverfis það er á ferhyrndum grunn- inum.135 Ef teknir eru saman þættirnir sem nefndir voru hér á undan kemur í ljós að tegund byggingarinnar í Gautavík er mjög lík þeim sem finnast á eyjum N- Atlantshafsins og voru notuð sem kornþurrkunarhús. Þessi tilteknu ís- Mynd 41. Sofnhúsið á Gröf (eftir Gísla Gestsson). 128. J. Voionmaa, Lundur, Borgarfjarðar- sýsla. Í M. Stenberger (ritstj.), Forntida gårdar i Island (1943). 129. H. Hinz, Zur En- twicklung des Darren- wesens. Zeitschrift für Volkskunde 51, 1954. 130. A. Fenton, Lexiconi- graphy and historical interpretation. Í G.W.S. Barrow (ritstj.),The Scottish Tradition (1974). 131. I. Talve, Kölna. Kulturhistoriskt lexikon for nordisk middelalder 10 (1965), 132. A. Ropeid, Bryggning. Kultur- historiskt lexikon for nordisk middelalder 2 (1957). 133. H. Rasmussen, Korntørring og – taerskning på Faerøerne. Kuml 1955. 134. L. Scott, Corn- drying Kilns. Antiquity 25, 1951. 135. A Fenton, Continuity and Change in the Building Tradition of Northern Scotland. The Åsa Wright Memorial Lectures 4 (1979) 10. __________ 55
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.