Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Side 57

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Side 57
 utanfrá. Hefur þá um kaldreykingu verið að ræða. Samantekt Hægt var að greina óljóst og nokkuð einsleitt lag eldfjallagjósku frá 1362 í svörtum gólflögunum. Kolaleifar í þeim ná að opi múrsteinahringsins en það bendir til þess að miðja bygg- ingarinnar hafi verið hækkuð og að eldur hafi logað á gólfinu. Hæð múr- steinahringsins má einnig greina af kolaríku svæði sem liggur að veggjum hans en þeir hafa takmarkað dreifingu kolanna. Augljóst er þess vegna að naustið hefur ekki verið stærra en ferhyrnda byggingin sem reist var úr torfi og grjóti, þ.e. sú sem múrsteina- hringurinn er byggður inni í, því ekki er hægt að greina stækkun útveggja í sniðunum. Þessi ferhyrnda bygging var 2,5 m að innanmáli og 7 m á lengd. Eldfjallagjóskan frá 1362 og 1477 gera aldursgreiningu á henni auk þess auð- velda en byggingin þjónaði hlutverki þurrkunar- og e.t.v. reykingarýmis (múrsteinahringur) og lagarhúsnæðis (staðbundið ker). Hluta af byggingunni var töluvert seinna breytt í naust. Það hefur ekki verið byggt fyrr en eftir 1755 sam- kvæmt greiningu á yngstu gjósku- lögunum á staðnum. Steinveggur hafði hins vegar verið reistur á torfveggjum byggingarinnar (langhliðum) á 14./15. öld. Efnið kemur líklega úr bygg- ingunni sem fyrir var, vegna þess að steinarnir í henni gátu aðeins legið í ákveðinni stöðu. Steinveggur var loks reistur yfir múrsteinahringinn sem ekki lengur var notaður og myndaði yngra naust sem var í laginu eins og skeifa. Ekki ríkir algjör samstaða um þá túlkun sem hér er lögð fram en hún stangast á við hugmyndir íslensku samverkamannanna um staðinn. Leir- kerafundirnir sem hafa verið greindir staðfesta hins vegar tilgátu um aldur og hlutverk byggingarinnar. Munurinn er lítill en engu að síður er vert að nefna hann. Íslensku samverkamennir- nir telja mögulegt að eldfjallagjósku- lögin, sem eru fyrir ofan trékolaríka gólfið, séu bæði úr sama gosinu frá árinu 1755. Mismunandi hæð væri samkvæmt þeim tilkomin vegna ójafna í landinu á tímum uppbyggingarinnar. Enginn sem gróf á staðnum tók hins vegar eftir slíkum ójöfnum þar. Þar sem mikil jarðvegsþykknun var greinanleg á milli trékolaríks gólfsins og gjóskulagsins eru menn sammála um að múrsteinahringurinn sé miklu eldri en öskufallið. Íslensku samverka- mennirnir telja að byggingin sé frá áratugunum í kringum 1500 eða fljót- lega þar á eftir en þeir byggja þessa túlkun sína á reynslu sinni við rann- sóknir á samhengi jarðlaga innanlands. Austursvæðið eftir Guðmund Ólafsson140 Eystra rústasvæðið er sunnan undir og utan í lágum mel, skammt austan við Búðará sem er í Gautavíkinni miðri (mynd 5). Rannsóknir á austursvæðinu hófust þann 23. júlí og var lokið 24. ágúst 1979. Á þessu tímabili var eitt hús grafið upp sem nefnt er rúst I. Áður en hafist var handa við rannsóknina var fjöldi húsarústa ekki kunnur. Eldri athuganir bentu til þess að á svæðinu væru á milli þrjú og sex hús. Fljótlega 140. Guðmundi Ólafs- syni, Þjóðminjasafninu í Reykjavík, er þakkað á þessum tímapunkti fyrir ómælda hjálp við vett- vangsvinnuna, sem og handleiðslu við upp- gröftinn og óeigingjarnt framlag við ritun heildarskýrslunnar. __________ 57

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.