Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Page 59

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Page 59
 fyrir snið C eru: X 147 / Y 516; hnitin fyrir D eru: X 130 / Y 505. Rúst I Rúst I er af ferhyrndu húsi sem mældist 5,8 m að lengd og 3 m á breidd að innanmáli. Áður en rannsókn hófst var það þessi rúst sem mótaði greinilegast fyrir svæði í landslaginu á austursvæðinu (myndir 44 og 45). Undir rúst I fundust leifar eldri bygginga. Í sniðunum A-B og C-D sáust greinilegar byggingaleifar í formi torfs, grjóts og raskaðra laga. Þessar leifar voru ekki hlutar af heilum húsum, heldur veggjum sem höfðu verið jafnaðir við jörðu, líklega að skapa pláss fyrir eldri hús. Veggirnir Veggirnir voru hlaðnir úr grjóti, torfi og mold. Grjótið var á innbrún veggjanna, hlaðið í þrjár til fjórar raðir með torfi á milli. Séð innan frá leit húsið út eins og veggirnir væru hlaðnir úr grjóti. Flestir steinarnir í grjót- hleðslunni voru milli 20 og 40 sm á þykkt en sumir þeirra voru eitthvað þykkri. Stærstur var hornsteinninn sem stóð austan megin við innganginn. Hann var um 60 sm í þvermál. Kjarni veggjanna var úr mold og torfi en það var ríkjandi byggingarefni á Íslandi í árhundruðir. Þykkt þeirra var 1-1,5 m. Veggirnir voru eftir upp- gröftinn ennþá 70 sm á hæð. Torfið sem hafði verið milli steinanna í grjót- hleðslunni var nær allt horfið. Upp- runaleg hæð veggjarins hefur því verið eitthvað hærri. Steinar úr efstu röðunum höfðu fallið inn í húsið. Langhliðarnar í húsinu voru verst farnar (mynd 46). Þær höfðu báðar fallið inn um miðjuna. Gaflarnir voru ekki eins illa farnir. Neðsta steinaröðin var öll á sínum uppruna- lega stað (mynd 47), fyrir utan horn- steininn við vesturhlið inngangsins. Hann hafði staðið lítið eitt innan við innganginn. Inngangur Inngangurinn í húsið var um 1 m á breidd og 2,4 m langur. Ekki fundust ummerki um hurð þó hún hljóti að hafa verið til staðar. Hún hefur líklega verið fremst í dyragættinni en ekki var hægt að ákvarða nákvæmlega hvar hún stóð. Gólfskánir Í rúst I voru tvö greinanleg gólflög. Það sýnir að húsið var í notkun á tveim tímabilum. Ef til vill er hér hægt að tala um tvö blómaskeið staðarins. Yfir báðum þessum gólflögum voru 20 sm þykk mannvistarlög, sem í voru sams- konar gripir og í gólfskánunum en þó í minna mæli. Húsið virðist því hafa verið í stöðugri notkun, þótt það hafi ekki alltaf verið nægilega mikið til þess að greinanlegar gólfskánir hafi náð að myndast (mynd 48). Neðra gólflagið Neðra gólflagið tilheyrir upprunalega húsinu og hefur myndast við neðsta kant steinveggjanna. Gólflagið var mjög þunnt og sums staðar ógreinan- legt. Meðfram veggjunum var það mjög blandað viðarkolum en minna bar á því þegar nær dró miðju, þar sem litur gólfsins var gráleitur. Við inn- ganginn fannst þunnt sandlag á gólfinu og rétt undir því. Nokkrar stakar hellur fundust á gólfinu, sérstaklega í og inn __________ 59

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.