Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Side 62

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Side 62
 þess lauk en þó ekki svo lengi að gólfskán næði að myndast. Fundirnir úr þessu lagi sýna að notkun hússins var sú sama og áður. Í vesturhluta hússins, þar sem gólfið var aðeins lægra en í austurhlutanum, var sandblandið, sem bætti upp hæðar- mismuninn. Þetta lag virðist hafa myndast í vatni. Það þýðir að vatn (eða snjór) hafi legið í dældinni í gólfinu og að sandur og fokmold hafi safnast þar fyrir þar til hún fylltist. Í þessu lagi fannst töluvert magn af svörtum sandi, sem líklega er eldfjallagjóska frá 1477, sem þekkt er undir nafninu „a-lagið“. Í mannvistarlaginu voru bæði brot úr múrsteinum og leirkerjum. Yfir því lágu leifar torfgaflanna sem höfðu hrunið eftir að byggingin hafði verið yfirgefin. Þar yfir var svo náttúruleg jarðvegsþykknun, um 20 til 40 sm þykk. Strax undir grasrótinni mátti greina mjög ógreinilegt þunnt lag á nokkrum stöðum. Líklega er um að ræða gjósku úr eldgosinu í Kötlu árið 1755. Aldursgreining Aldursgreining á rúst I byggir á gjóskulagatímatali og jarðlagasam- hengi. Gripirnir voru ekki notaðir til aldursgreininga. Gjóskulagatímatalið er aldursgreiningaaðferð sem hægt er að segja að sé einstök fyrir Ísland. Þar sem Ísland er virkt eldfjallasvæði, eru eldsumbrot tíð. Úr mörgum þessara eldsumbrota hefur fallið mikið magn gjósku, oft nefnt tephra, sem dreifðist yfir stóra hluta landsins. Sigurður Þórarinsson þróðaði aðferð til þess að bera kennsl á gjóskulögin og hvernig nota mætti þau til aldurs- Mynd 46. Austursvæði, rúst I, meðan á rannsókn stóð. Mynd tekin á móti A. __________ 62

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.