Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Page 63

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Page 63
 greininga. Þar eð allt sem finnst undir gjóskulagi er eldra en lagið og allt sem finnst yfir gjóskulagi er yngra en það. Með þessari aðferð, sem í raun er ein öruggasta aldursgreiningaaðferðin á Íslandi, er hratt og auðveldlega hægt að gera sér grein fyrir aldri mismun- andi byggingarskeiða eftir að borin hafa verið kennsl á viðkomandi gjóskulög. Þrjú gjóskulög voru mikilvægust fyrir rannsóknina í Gautavík. Sam- kvæmt Guðrúnu Larsen, sem greindi lögin í Gautavík, eru þau frá gosum í Öræfajökli árið 1362, úr gosi árið 1477 sem og gosi úr Kötlu árið 1755. Í elstu byggingarleifunum í rúst I fundust hvorki gjóskulögin frá Öræfa- jökli 1362 né a-lagið frá 1477. Rústir- nar eru því líklega eldri en frá 1362. Rétt undir neðra gólflaginu lágu torf- lög með gjóskudreifum frá 1362. Það sýnir að neðra gólfið hafi myndast einhvern tíma eftir 1362. Torf með gjóskudreifum frá 1362 fannst einnig í neðri hluta hús- veggjanna sem og mannvistarlaginu yfir neðra gólflaginu. Það síðastnefnda gæti verið tengt viðgerðum á þaki eða veggjum. Rétt undir efra gólflaginu lá a-lagið in situ eins og áður var nefnt. Út frá því má draga þá ályktun að efra gólfið hafi byrjað að myndast eftir árið 1477 og því ætti neðra gólflagið að vera töluvert eldra. Aldursmunurinn á þeim getur verið í kringum 100 ár. Að auki fannst a-lagið í veggjunum sem hrunið höfðu eftir að húsið var yfirgefið. Torfveggirnir voru byggðir ofan á steinveggina sem húsið var uppruna- lega hlaðið úr. Þetta mátti greina á hrundnum torfgaflinum, sem var nær eingöngu úr torfi með gjósku frá 1477. Mynd 47. Austursvæði, rúst I, að rannsókn lokinni. Veggir hafa verið hlaðnir upp að miðju Horft til vesturs. __________ 63

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.