Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Síða 67

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Síða 67
 og því eyðilagt það, hafa yngri leirkerabrot grafist dýpra niður. Ekki er hægt að ákvarða þessar raskanir nákvæmlega þar sem eldri múr- steinahringurinn og yngri bátaskýlið skarast en einmitt á þessum stað fundust flest leirkerabrotin. Þetta hefur einnig leitt til þess að brot sem eiga saman hafa legið með töluverðu milli- bili í jörðinni. Vegna þess að mismun- andi stórir steinar hafa verið notaðir sem byggingarefni var heldur ekki hægt að greina nein samhangandi jarð- lög sem hefðu getað leitt í ljós aldurs- tengt samhengi þeirra. Við leit við sjávarmálið og í sniðinu á strandsvæðinu innan uppgraftar- svæðis naustsins fundust mörg brot af rauðleir og steinleir á meðan ekkert fannst á vestursvæðinu. Flest leirkera- brotin voru upprunnin frá suður- svæðum Þýskalands, sérstaklega stein- leir með saltglerungi, líklega frá Rínar- svæðinu, svo og munir úr rauðleir með blýglerungi, sem líklega eiga uppruna sinn á norðvesturþýsku landsvæði.148 Leirker frá Þýskalandi hafa einnig ratað til Bergen.149 Auk þess koma í ljós einstaka brot af öðrum gerðum leirkera.150 Brotin eru flest úr ílátum af 16. aldar gerðum, sem ef til vill voru enn framleidd í upphafi 17. aldar. Stærstur hluti brotanna er af þrí- fættum pottum, sem eru alfarið úr rauðleir, blýglerjuðum að innan. Gler- ungurinn er breytilegur að lit, en er að mestu dökkur, stundum ljósbrúnn með gulum og hvítum dröfnum beint á leirnum. Á báðum fótunum sem fundust nálægt hvor öðru eru rákir151 sem vísa út (mynd 50); báðir fæturnir eru þess vegna af sama pottinum. Athyglisverðir eru tveir hankar, og er annar bandhanki152 en hinn svokallaður söðulhanki (mynd 51a). Einkennandi eru einnig barmbrot en þau eru stór hluti allra leirkeranna. Brotin úr miðjunni gefa hinsvegar litlar vísbendingar, burtséð frá glerungnum, en á honum sjást ógreinileg merki um láréttar rákir (mynd 51a). Barmar ílátanna eru flatir og liggja lóðrétt á öxlum þeirra, nokkrar þeirra eru með þykkari og ávalari brún, skáhallt á öxlina. Ekki er hægt að ákveða aldur blýglerjaðra rauðleirkerja frá Gautavík fyrr en uppruni þeirra er þekktur. Mikilvægasta vísbendingin er lík- lega, eins og síðar kemur fram, að Gautavíkur er getið í heimild frá 1590 frá Bremen.153 Þess vegna má leiða líkur að því að um sé að ræða norður-, eða ef til vill, norðvesturþýskan upp- runa fundanna í Berufirði. Þökk sé greiningum D. Zollers á leirkerum frá þessu svæði, þá er einnig hægt að nota önnur brot til samanburðar.154 Zoller hefur komist að þeirri niðurstöðu, hvað varðar sandöldusvæðið í Norður- Oldenburg155 að menn hafi byrjað að nota blýglerjuð rauðleirker sem nytja- vöru við lok 15. aldar en fjöldafram- leiðsla hefjist ekki fyrr en á 16. öld. Ekki er hægt að segja til um hvort brotin frá Gautavík eru frá því fyrir eða eftir að fjöldaframleiðsla hefst. Form söðulhanka sem fannst í Gautavík bendir, skv. Zoller, til þess að þau séu frá 16. öld.156 Önnur mikilvæg vís- bending er að frá 16. öld, en þó hugsanlega þeirri sautjándu, hafi blý- glerjuð aðflutt rauðleirker leyst innlend steinleirker af hólmi í norð-vesturhluta Þýskalands. Þar sem þessi tegund leir- kera finnst í nær öllum jarðlögum 16./17. aldar á norður- og norðvestur- 148. Sjá G. Reineking – von Bock, Steinzeug (1976); W. Lehnemann (ritst.), Töpferei in Nordwestdeutschland (1975). 149. W. Janssen, Mittelalterliche deutche Keramik in Norwegen und ihre Bedeutung für die Handelsgeschichte ( = Festschrift für H. Jankuhn), ritstj. Von M. Claus, W. Haarnagel og K. Raddatz (1968). 150. T.d. blágrátt, glerjaður leir, Fayence, o.fl. 151. Fundarnúmer B20, B50. 152. Fundarnúmer B62. 153. Ártalið 1590 (neðst á bls. 86) fyrir höfnina í Fúluvík, sem tók við af Gautavík, er í samræmi við almenna aldurs- greiningu leirkerafunda frá 16. öld – einnig ef hér er um að ræða lok umsvifa í Gautavík. 154. D. Zoller, Keramische Boden- funde vom frühen Mittellalter bis zum 17. Jahrhundert im Nord- oldenbürger Geest- gebiet. Í W. Lehnemann (ritstj.), Töpferei in Nordwestdeutschland (1975). 155. D. Zoller (sjá neðanmálsgrein 154) 54. 156. Samkvæmt D. Zoller (sjá neðanmáls- grein 154), 31, mynd 12.2. __________ 67
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.