Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Side 71

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Side 71
 má búast við að aðferðin hafi borist frá Norður-Þýskalandi. Sé gert ráð fyrir að rekja megi öll blýglerjuð rauðleirsbrot til sömu leir- keragerðar, þ.e.a.s. til þrífættu pott- anna, má með samanburði á glerungi greina sex til sjö potta. Þeir eru frá- brugðnir hverjum öðrum hvað varðar þversnið barmanna (myndir 49 og 51) en einkum hvað varðar þykkt og svo lit glerungsins. Til viðbótar við dökk- og ljósbrúnan glerung koma einnig fram gulbrún, gulleit og grænbrún litaaf- brigði. Glerungurinn hefur verið settur beint á leirinn. Hann er að mestu al- settur gulum, brúnum, hvítum og svörtum flekkjum af mismunandi þykkt. Auk brota úr þrífættu rauðleirs- pottunum, sem voru með glerungi að innanverðu, fundust brot úr annars konar ílátum,161 svo sem úr brot úr steinleir,162 hvítleitt brot með glerungi163 og brot úr dökkgráum leir. Erfitt er að aldursgreina þessi brot nákvæmlega vegna þess hve fá þau eru en nærtækt er að telja þau frá 16. öld. Álíta verður, að vegna þess hve mikill fjöldi brota úr þrífættu pottunum og hversu fá brot úr öðrum ílátum voru inni í bátaskýlinu, að tímabilið sem brotin bárust inn í múrsteinahringbygginguna hafi verið fremur stutt. Ef til vill má einnig rekja einsleitnina til þess að notkun þrífættu pottanna hafi tengst starfseminni í múrsteinabyggingunni og aðlægum rýmum. Við gröft á strandsvæðinu fundust, líkt og inni í bátaskýlinu, leifar blýglerjaðra rauðleirsmuna sem gætu verið úr samskonar pottum vegna þess hve líkar þær eru brotunum í bátaskýlinu, þó svo að engir pottafætur hafi fundist. Við aldursgreiningu þessara brota var stuðst við sambæri- legar aðferðir. Fundur nokkurs fjölda steinleirsbrota með saltglerungi á svæði nær ströndinni styður þessa greiningu. Á þessu svæði fundust einnig nokkur hvít brot með ljósgulum saltglerungi,164 ættuð frá Rínarhéruð- unum, sem hæglega má rekja ásamt með þrífættu pottunum til 16. aldar og fyrri hluta 17. aldar.165 Ef sama aðferð er notuð til þess að reikna út fjölda leirkerja á strand- svæðinu, eins og notuð var við þau sem fundust í naustinu, kemur fram að brotin sem voru talin vera leifar fimm steinleirkerja,166 voru hins vegar úr allt að 15 leirkerjum. Einnig er mögulegt að aðeins sé um átta leirkerjaílát að ræða. Þessi fjöldi, miðað við það sem fannst í naustinu, varpar engu að síður ljósi á mikla notkun leirkerja á strand- svæðinu. Brotin sem fundust við strandlengjuna eru hins vegar ekki hægt að nota til frekari túlkana vegna þess að einungis suðursvæðið var grafið upp. Stærstur hluti fundanna saman- stendur af leirkerjum fundnum í prufu- skurðum. Brot úr ílátum hafa einungis fundist á öðrum stöðum í undan- tekningartilvikum og er þeim lýst í skrá. Að lokum ber að benda á rauðu múrsteinsbrotin (mynd 50c) sem ekki var hægt að greina frekar. Brotin úr börmunum eru með þykkri brún og hornréttri.167 Aldursdreifing leikera- brotanna frá Gautavík er afar lítil, í það minnsta eru þau flest frá 16. öld.168 Það er til vitnis um að Gautavík var ekki einungis verslunarstaður á 14. öld líkt og getið er í samtíma heimildum, heldur að staðurinn hafi verið vett- vangur viðskipta þangað til á 16. öld. 161. Fundanúmer BF67. 162. Fundanúmer BF40, BF69. 163. Fundanúmer BF30. 164. G. Reineking – von Bock, Steinzeug (1976) 33. 165. Vinsamlegar þakkir fyrir greiningu leirkera fær dr. U. Lobbedey í Münster. 166. Fundanúmer BF44, BF67, UF34, UF69, UF77b. 167. Fundanúmer BF31. 168. Sjá umfjöllun þar að lútandi, H.-G. Stephan, Hausrat aus einem Ab- fallschacht der Frü- renaissance in Höxter. Westfalen 50, 1972, 151 ásamt mynd 110; S. Schütte, Funde und Be- funde des Mittelalters und der frühen Neuzeit vom Markt 4 in Göttingen. Neue Ausgrabungen und Forschungen in Nieder- sachsen 12, 1978, myndir 229 og 231. __________ 71

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.