Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Page 72

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Page 72
 Leirker fundust á svæði naustsins, á strandsvæðinu, sem og dreift um fjöruna. Meðfylgjandi listi yfir leir- kerabrot gefur nákvæmlega til kynna fundarstað hvers og eins þeirra. Til að staðsetja fundarstaðina á flatarteikningum (sjá mynd 14 og 23- 26) eru upplýsingarnar alltaf settar á mörk hvers uppgraftarsvæðis en ekki beint á hnitin X og Y. Fyrir brot sem auðveldlega geta varpað ljósi á minjar- nar, t.d. eins og af leirkerjabörmum, eru birtar myndir. Upplýsingarnar eiga líka við um skráningu járngripa sem fjallað er um í næsta kafla. Í þriðja hluta er svo yfirlit yfir leirkerabrot sem eru talin heyra saman þótt þau hafi fundist dreifð um svæðið. Fundanúmer fyrir fundina frá staðnum (t.d. UF 3 = fundur nr. 3 af strandsvæði, BF 6 = fundur nr. 6 frá bátaskýli) eru ekki notuð í leirkera- skránni. Þau eru úr fundaskrá sem er að finna aftan við leirkeraskrána. Þriðji hlutinn innheldur yfirlit yfir leirkera- brot sem eiga saman en fundust dreifð um svæðið. Fundaskrá leirkerabrota Leirkerabrot úr naustinu A. Austursvæði: 1. Barmbrot, glerjað að innan, lausafundur úr uppgreftinum. B. Vestursvæði: 2. Belgbrot, glerjað að innan, dýpt 10 sm, 2 m frá SA-brún í NV, 70 sm frá NA-brún í SV. 3. Sex belgbrot og tvær barmbrúnir, glerjað að innan, rifflað að utan, dýpt 45 sm, 110 sm frá NV-brún í SA, 138 sm frá NA-brún í SV (mynd 49 f). 4. Samsafn leirkerabrota, glerjuð og riffluð að innan, samtals 62 brot. Bygging a) og b) 30 sm frá NA-brún í SV, 78 sm frá NV-brún í SA; bygging c) í NV-sniði 68 sm frá SV-brún í NA; bygging d) 79 sm frá SV-brún í NA, 118 sm frá NV-brún í SA. Meðaldýpt ca. 35 sm. 5. Átta brot og eitt brún brot, glerjuð að innan, riffluð að utan, 130-150 sm frá SV- brún í NA, dýpt 40 sm. 6. Tvö belgbrot, glerjuð að innan, sama staðsetning og nr. 5. 7. Belgbrot, glerjað og rifflað að innan, frá NV-brún í SA 70 sm, 120 sm frá SV-brún í NA, dýpt 40 sm. 8. Fimm belgbrot, glerjuð að innan, og einn fótur, ekki glerjaður. Dýpt 60 sm, í NA/ SV-brún að NV-brún 216 sm (mynd 50b). 9. Belgbrot, glerjað að innan, dýpt 60 sm, 65 sm frá NA-brún í SV, 220 sm frá SA- brún í NV. __________ 72

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.