Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Page 87

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Page 87
 en fyrr á tíð og í sögum var það Gautavík. Ég efast ekki um að þeir sem hafa stundað verslun, hafi fyrir löngu veitt nákvæmar upplýsingar um þennan fyrri stað (Gautavík) en þar sem þessi staður er eina besta höfn á Íslandi, get ég ekki sleppt að lýsa því að um er að ræða mjóa vík sem liggur þvert á Búlandsnesið að norðanverðu. Á báðar hliðar hennar, svo og fyrir botninum, rísa háir klettar sem hæstir eru innst í firðinum.“189 Einn af mögulegum ókostum við staðsetningu Gautavíkur, nefnilega rekísinn, var ekki eins líklegur að hafa jafn mikil áhrif á Djúpavogi, þó svo að nýja höfnin hafi legið miklu nær hafi „Miðað við legu Djúpavogs var stað- urinn eðlilega ekki laus við rekís frá Grænlandi, en það var sjaldnast í því magni að skipum stafaði hætta af. Ekki síst vegna þess að innst í víkinni er mjög fínn sandur og er Djúpivogur þar af leiðandi nokkuð örugg vetrar- og sumarhöfn.“190 Minni hætta er á rekís í náttúrulega sérútbúnum vogi, þar sem vel hlaðin skip sem ristu dýpra en önnur gátu siglt inn í, var annar kostur við Djúpa- vog en til kosta hans ber líka að telja að auðveldara var fyrir íbúa svæðisins að nálgast þessa höfn en þá sem á undan var. Heppileg lega staðarins hefur þess vegna haft mikil áhrif á staðarvalið. Þrátt fyrir þessa kosti þróaðist Djúpivogur ekki í það að verða stór verslunarstaður á mæli- kvarða meginlands Evrópu. Slíkir vísar að kauptúnum hófu fyrst að myndast í einhverjum mæli eftir aldamótin 1900. Fram til dagsins í dag hefur íbúafjöldi sumra þeirra ekki náð að vera meiri en nokkur hundruð. Við upphaf 19. aldar samanstóð Djúpvogur af fáum viðar- húsum sem stóðu líklega við höfnina (mynd 55) og við síðustu aldamót voru aðeins tólf hús á staðnum.191 Staðurinn sem tók við af Gautavík getur auk þessa auðveldlega gefið óbeina vísbendingu um endalok Gautavíkur. Í bréfi sem borgarráð Brimarborgar lét ritara sinn Daniel Bisterfelt hafa meðferðis í leiðangur hirðar Kristjáns IV segir að Brimar- búar hafi slegið upp kaupmannshúsum sínum við uppskipunarstað, nefndan Fulwick „ihre Kaufmansz heuser unnd Bodenn doselbst bey der Ladelstede, Fulwick genand, aufgeschlagenn ge- habtt unnd noch habenn.“192 Þetta er frá árinu 1590. Fúlavík hlýtur þegar á þessum tíma að hafa leyst Gautavík af. Ólíklegt má telja að verslunar- staðurinn í Gautavík hafi verið yfir- gefinn á stuttum tíma, heldur má gera ráð fyrir að hann hafi misst tilgang sinn smátt og smátt. Það þýðir þá að samtímis hafa getað verið tveir verslunarstaðir við sama fjörð. Oft er hins vegar gengið oft út frá því að Gautavík hafi verið yfirgefin á einu bretti, alla vega hvað snýr að hlutverki þeirra umsvifa þar sem snúa að verslunarstaðnum. Þar sem ekki fundust neinar leifar eftir þyrpingu innlendra bóndabæja við víkina, má gera ráð fyrir að hún hafi öll verið yfirgefin þegar endalok hennar urðu að veruleika. Vísbend- ingar um eyðileggingu eru samt ekki fyrir hendi. Allt smálegt sem var nýti- legt hefur verið flutt burtu. Ef til vill stóðu einungis veggir búðanna uppi á meðan annað nýtanlegt byggingarefni, eins og timbur, hefur einnig verið fjarlægt.193 Veggirnir voru skildir eftir 189. O. Olavius (sjá neðanmálsgrein 185) 550. 190. O. Olavius (sjá neðanmálsgrein 185) 551. 191. P. Hermann, Island in Vergangenheit und Gegenwart, kafli 2 (1907) 166. 192. E. Baasch, For- schungen zur hamburger- ischen Handelgeschichte I. Die Islandfahrt der Deutschen, namentlich der Hamburger vom 15. bis 17. Jahrhundert (1889) 108. 193. D. Ellmers, Früh- mittelalterliche Handels- schifffahrt in Mittel- und Nordeuropa (1972) 215. __________ 87

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.