Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Síða 89

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2009, Síða 89
 Gautavík var ekki eini mikilvægi verslunarstaðurinn á Íslandi á síðari hluta miðalda. Stóra kaupstaði vantaði hins vegar inn til landsins, með tilheyrandi eftirspurn eftir vörum og þar með öruggum innflutningi.194 Mikilvægustu verslunarstaðirnir þess vegna staðsettir við ströndina þar sem hægt var að landa erlendri vöru. Vegna þess að ekkert vegakerfi hafði verið byggt upp um landið voru flutningar einungis mögulegir á burðardýrum eftir kindagötum. Vagnar voru ekki til. Erfiðleikar fylgjandi svo takmarkaðri vörudreifingu hafa verið umtalsverðir. Meira að segja var ekki alls staðar hægt að lenda skipum við ströndina. Af þessum ástæðum er ekki einn einasti verslunarstaður frá miðöldum við suðurströndina. Aftur á móti hljóta margir slíkir staðir hafa verið til við vesturströndina ekki síst vegna þess að á suðvesturhluta eyjarinnar hefur byggðin verið þéttust frá upphafi. Að auki voru notaðir árstíðabundnir verslunarstaðir bæði við austur- og vesturströndina og gæti Gautavík hafa verið fulltrúi austurstrandarinnar. Á Norðurlandi hafa Gásar verið lengi þekktir sem verslunarstaður frá mið- öldum og var staðurinn rannsakaður fyrst mjög snemma.195 Við ströndina fannst fjöldi ferkantaðra hrúga sem gáfu til kynna að um leifar búða væri að ræða (mynd 56). Sé tekið mið af innlendum byggingarháttum voru veggirnir úr torfi. Grunnfletirnir voru allt frá rúmum 3 m upp í 5 m. Ekki var hægt að greina hvernig þökin höfðu verið byggð en talið er að þau hafi verið gerð úr yfirbreiðslum úr segl- dúkum eða birkigreinum.196 Í nokkrum hrúganna fundust leifar hellulagðra gólfa, sem og eldstæða. Í einu tilviki fannst fjöldi mannvistarlaga hvert ofan á öðru (mynd 57). Hvort það bendi til þess að búðirnar hafi verið notaðar aftur og aftur af sömu verslunar- mönnunum verður ósagt látið.197 Búðirnar að Gásum stóðu ýmist stakar eða í þyrpingum. Í einstaka tilfellum var greinilegt að nokkrar heyrðu saman vegna tengingar sem greina mátti á milli þeirra (mynd 58). Fyrir ofan tvær til þrjár raðir búða stóð svo kirkja, sem líkt og bústaðir kaup- mannanna, var einungis notuð árstíða- bundið. Engin kirkja fannst í Gautavík þrátt fyrir að svæðið hafi verið skoðað gaumgæfilega með það í huga. Í dag er einungis hægt að geta sér til um hvernig verslunarstaðurinn að Gásum var skipulagður upphaflega. Hin fáu uppgraftarsvæði sem hafa verið rannsökuð, sem og svæðis- lýsingar, benda til þess að hér hafi verið um að ræða stóran búðamarkað, sem notaður var aftur og aftur. Hvenær þessi staður hefur verið notaður af verslunarmönnum er erfitt að segja til um vegna skorts á rituðum heimildum. Meira er vitað um hvenær verslunar- 194. Njáls saga, kafli 145. Varðandi Skandina- víu, sjá D. Ellmers (sjá neðanmálsgrein 193) og neðanmálsgrein 688. 195. Finnur Jónsson, Hinn forni kaupstaður „at Gásum“. Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1908; D. Bruun, Fortidsminder og Nutidshjem paa Island (1928) 114 ff.: D. Ellmers, Frühmittel- alterliche Handels- schiffahrt in Mittel- und Nordeuropa (1972) 215 ff., 222 f. 196. D. Ellmers (sjá neðanmálsgrein 195) 215. 197. Sjá nánar D. Ellmers (neðanmálsgrein 195). Sambærilegir staðir __________ 89
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.